Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 12
MINNSTAÐUR | VESTURLAND 12 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Borgarnes | Hið nýja hús Tónlistarskóla Borg- arfjarðar var formlega opnað á degi tónlistar- skólanna sl. laugardag. Húsið, sem er á Borg- arbraut 23, hýsti lengst af Borgarnesapótek, en var afhent í október á síðasta ári. Í desem- ber og janúar hafa endurbætur farið fram í húsinu en kennsla hófst þar í janúar. Kennsla hefur hingað til farið fram í grunnskólum sveitarfélaganna og í einhverjum tilvikum á heimili kennara. Alls kenna 10 manns við tónlistarskólann og þar af eru 5 fyrrverandi nemendur. Núver- andi nemendur eru 250 talsins. Húsið er um 320 fermetrar á tveimur hæðum. Á neðri hæð- inni er tónleikasalur, en á efri hæð fjögur kennsluherbergi. Þórir Páll Guðjónsson setti athöfnina að viðstöddum fjölda gesta og sagði í ávarpi sínu að dagurinn væri merkisdagur í starfsemi Tónlistarskólans sem væri nú í fyrsta sinn að eignast þak yfir höfðuðið eftir 36 ára starf. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason sóknarprestur flutti húsblessun og Jón Þ. Björnsson, fyrsti skólastjóri tónlistarskólans, ávarpaði gesti. Páll S. Brynjarsson, bæjarstjóri Borg- arbyggðar, færði skólanum 100 þúsund krón- ur að gjöf fyrir hönd Borgarbyggðar, Borg- arfjarðarsveitar, Hvítársíðu og Skorradalshrepps, en þessi sveitarfélög eiga aðild að skólanum. Peningana á að nota til kaupa á húsgögnum. Jónína Eiríksdóttir færði skólanum 100 þúsund krónur frá Tón- listarfélagi Borgarfjarðar til kaupa á nótum. Hjörtur Þórarinsson færði skólanum al- fræðibók um tónlist frá Tónlistarskóla Árnes- inga. Eva Eðvarsdóttir afhenti formlega nýjan flygil sem Menningarsjóður Sparisjóðs Mýra- sýslu gaf skólanum. Reyndar var gjöfin upp- haflega gefin á 30 ára afmæli skólans fyrir 6 árum og þá í formi peningaupphæðar, en skólinn átti ekkert húsnæði til að hýsa flygil. Menningarsjóðurinn gaf ennfremur eldri flygil sem verður á efri hæð hússins. Olgeir Helgi Ragnarsson kom fram fyrir hönd ný- stofnaðra hollvinasamtaka tónlistarskólans sem fyrrverandi nemendur standa að. Enn- fremur bárust margar góðar kveðjur og blóm í tilefni dagisns. Gestir nutu þess að hlýða á tónlistarflutning nemenda og kennara og voru veitingar í boði KB og JGR heildverslunar. Theódóra Þorsteinsdóttir, skóla- stjóri tónlistarskólans, sagði að- spurð að þetta væri stórkostlegur áfangi í sögu skólans, sem vonandi yrði til þess að auka enn áhuga á tónlist í héraði, og vonandi myndi nemendum fjölga enn. Góður andi í húsinu Húsnæðið er vel staðsett, með góðu aðgengi og nú opnast mögu- leiki á að bjóða kórum aðstöðu til æfinga, auk tónleikahalds fyrir skól- ann. „Það er góður andi í húsinu, okkur líður vel hér, krökkunum líð- ur vel hér og hljómburður er góð- ur,“ sagði Theódóra brosandi, ánægð með daginn og nýja húsið. Nýtt hús Tónlistarskóla Borgarfjarðar opnað á degi tónlistarskólanna Stóráfangi í sögu skólans Morgunblaðið/Guðrún Vala Samsöngur: Gestir sungu saman í tilefni dagsins og til að reyna hljómburðinn í húsinu. Ung og efnileg: Ásta Þorsteinsdóttir nemandi var ein af þeim sem léku á hljóðfæri við tilefnið. Akranes | Opnum dögum í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi lauk með opnu húsi síðastliðinn föstu- dag. Þar gat að líta afrakstur vinnu nemenda dagana á undan og kenndi ýmissa grasa. Meðal þess voru skart- gripir, ljósmyndir, landslagsmálverk og flugdrekar svo eitthvað sé nefnt og nemendur FVA fengu leyfi til að skreyta þreksal í íþróttahúsi í bænum með graffítilistaverki. Anna Lára Steindal, ein af skipu- leggjendum Opinna daga, sagði ótrú- legt hversu vel þeir hefðu tekist í ár. Þeir hafa verið haldnir í skólanum í mörg ár, en nú var ákveðið að breyta svolítið til og hafa þá með nýju sniði. Greinilegt var að nemendur voru mjög áhugasamir og duglegir og sagði Anna Lára að margir leyndir hæfileikar þeirra hefðu þarna komið í ljós og fengið að njóta sín. Mikilvæg- ast hefði verið að nemendur tóku þátt af lífi og sál og skildu eftir sig ýmsa muni og fluttu fjöldagjörning og gerðu listaverk sem allt var fest á filmu. Á fjórða tug vinnuhópa „Opið hús var svo á föstudaginn svo allir gátu skoðað vinnu nemend- anna,“ sagði Anna Lára. „Ég var satt að segja alveg hissa hversu vel nem- endurnir mættu því árshátíðin var haldin kvöldið áður með mat, skemmtiatriðum og balli með Pöp- unum. Þá fannst mér skemmtilegt að upplifa hvað allir tóku vel í að hjálpa okkur, bæði einstaklingar og fyr- irtæki í bænum. Sem dæmi má nefna að ljósmyndahópurinn fékk sérstaka fyrirgreiðslu með framköllun. Prent- verkið hjálpaði okkur mikið og þá fannst mér stórkostlegt að nemendur fengu að gera graffítílistaverk í þrek- sal í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þeir sem voru í blaðamennskuhóp skrifuðu alvöru fréttir sem birtast munu í héraðsfréttablaðinu Skessu- horni. Útvarpshópurinn sá síðan um útsendingu á Útvarpi Blómi frá kl. 11–16 á föstudaginn.“ Alls tóku 450 nemendur skólans þátt í Opnum dögum og yfir 40 kenn- arar auk gesta sem hjálpuðu til. Vinnuhóparnir voru á fjórða tuginn og unnu við að skapa útilistaverk úr steini, skúlptúra úr rusli, gifsi og málmi, gera blómaskreytingar, sand- kastala, skreyta kökur, læra línu- dans, skapandi skrif og umbrot, danskt brúðuleikhús og fleira og fleira. Sköpunargleðin réð ríkjum Morgunblaðið/Sigurður Elvar Þórólfsson FVA: Margir nemendur skólans tóku þátt í fjöldagjörningi þegar þeir mynduðu stafi fjölbrautaskólans. Grundarfjörður | Framkvæmdir við byggingu Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði eru hafnar. Stjórn Jeratúns ehf. sem jafnframt er bygginganefnd skólans samdi við Loftorku í Borg- arnesi um bygg- ingu grunns fyrir bygginguna. Starfsmenn Loft- orku eru um þess- ar mundir að raða upp forsteyptum einingum sökk- ulsins. Tölvufyrirtæk- ið TSC ehf. sem er til húsa í gömlu símstöðinni skammt frá byggingareit skólans hefur komið upp myndavél sem sýnir fram- kvæmdir við skólann. Hægt er með því að fara inn á heimasíðuna tsc.is að fylgjast með hvernig fram- kvæmdum miðar. Litlir nemendahópar Það eru VA arkitektar sem hanna Fjölbrautaskólann en við hönnunina taka þeir mið af und- irbúningsvinnu sem unnin var á síð- asta ári af fjölmennum hópi fagaðila sem og fulltrúum nemenda, kenn- ara og foreldra undir stjórn Susan Stuebing. Gert er ráð fyrir litlum nemenda- hópum og einstaklingsmiðuðu virku námi, þ.e að námið einkennist af hópavinnu, verkefnavinnu og ein- staklingsvinnu, frekar en móttöku þekkingar í formi fyrirlestra. Skipulag húsnæðisins byggist því á mörgum mismunandi rýmum sem eru ætluð til ólíkrar vinnu en ekki hefðbundnum kennslustofum þar sem hópur nemenda vinnur við sama viðfangsefnið á sama tíma. Skömmu eftir síðustu áramót var Guðbjörg Aðalbergsdóttir ráðin skólameistari og nýverið var gengið frá ráðningu Péturs Inga Guð- mundssonar sem aðstoðarskóla- meistara. Kynningarfundir Í byrjun mars verða kynningar- fundir um Fjölbrautaskólann meðal 10. bekkinga og framhaldsskóla- nema á Snæfellsnesi þar sem kynntar verða námsbrautir og fyr- irkomulag skólahalds sem hefjast mun næstkomandi haust. Byggingafram- kvæmdir í beinni Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Upphafið: Starfsmenn Loftorku eru um þessar mundir að raða upp forsteyptum einingum sökkuls Fjöl- brautaskóla Snæfellinga. Borgarnes | Nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi hélt öskudagsgleði í Íþrótta- miðstöðinni. Þar var diskótek, óvænt skemmti- atriði og veitt verðlaun fyrir frumlegustu bún- ingana. Ýmsir skrautlega útlítandi mættu til þess að skemmta sjálfum sér og öðrum. Morgunblaðið/Guðrún Vala Vinkonur: Inga Björk Bjarnadóttir, Guð- ríður Hlíf Sigfúsdóttir og Maren Sól Bene- diktsdóttir voru á öskudagsgleðinni. Skrautleg skemmtun Ólafsvík | Það var margt um manninn í safn- aðarheimilinu á öskudaginn en þar voru sam- ankomin börn úr leikskólanum Krílakoti, ásamt foreldrum.Börnin voru í grímubúningum og var mikið fjör. Að sjálfsögðu var sungið og dansað og kötturinn sleginn úr tunnunni. Fyrr um dag- inn fóru börnin í bankastofnanir í bænum og sungu fyrir starfsfólk og viðskiptavini og þáðu að launum harðfisk, sem var vel þeginn.    Leikskólabörnin skemmtu sér Morgunblaðið/Alfons Börnin reyndu að slá köttinn úr tunnunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.