Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 18

Morgunblaðið - 01.03.2004, Page 18
UMRÆÐAN 18 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tvær glæsilegar skrifstofubyggingar Þessar tvær glæsilegu skrifstofubyggingar eru til sölu. Húsin afhendast tilbúin undir tréverk og málningu og frágengin að utan með vandaðri utanhúsklæðningu. Sameign verður fullbúin og lóð fullfrágengin með malbikuðum bílastæðum. Hlíðasmári 3 er samtals um 4.400 fm og tilbúin til afhendingar nú þegar. Hlíðasmári 1 er samtals um 3.300 fm og verður tilbúinn til afhendingar síðar á árinu. Eignirnar henta vel fyrir hvers kyns skrifstofur, verslanir og þjónustu. Húsin eru sérlega vel hönnuð. Fyrirkomulag er gott og nýting húsanna góð. Lyfta. Hægt er að tengja húsin saman enda liggja þau samsíða. Aðkoma og staðsetning húsanna er mjög góð og við fjölfarna umferðaræð. Útsýni er fallegt. Frágangur er vandaður. Húsunum fylgir fjöldi bílastæða. 3957 Undirritaðir annast sölu eignanna og veita allar nánari upplýsingar um þær. HLÍÐASMÁRI 1 OG 3 - KÓPAVOGI FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali NÝLEGA var greint frá fyrstu út- hlutun styrkja úr hinum nýja Rann- sóknasjóði í umsjá Rannís. Háskólinn í Reykjavík sótti um níu styrki og hlaut fjóra. Þrír þessara styrkja voru vegna rannsókna í tölv- unarfræðideild skólans, einn vegna rannsókn- arverkefnis í við- skiptadeild. Árangurs- hlutfall skólans var 44,5%, það hæsta meðal umsækjenda. Auk þess- ara nýju styrkja, fékk HR tvo framhaldsstyrki fyrir árið 2004, annar fór til lagadeildar, hinn til tölvunarfræðideildar. Forsvarsmenn Há- skólans í Reykjavík eru stoltir af frammistöðu rannsóknafólks skólans, ekki síst í ljósi fyrirferðarmikillar umræðu undanfarið þar sem mikill áróður hefur verið rekinn fyrir því að Háskóli Íslands sé eini rannsóknahá- skóli landsins. Í þeirri umræðu allri hefur gætt nokkurs misskilnings á því hvað felst í hugtakinu rannsókna- háskóli. Ég vitna hér í viðtal við dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við hjúkr- unarfræðideild Háskóla Íslands, sem birtist í Morgunblaðinu 22. febrúar sl. Þar segir Rúnar: ,,Skóla má flokka eftir því hvort þeir hafa grunnnám að uppistöðu, eða hafa grunnnám og framhaldsnám auk almenns rann- sóknastarfs í öllum deildum. Í al- þjóðlegri háskólaumræðu kallast fyrri tegundin ,,college“ eða grunnhá- skóli og sú síðari ,,university“ eða rannsóknaháskóli. Allar þrjár deildir Háskólans í Reykjavík, lagadeild, tölvunar- fræðideild og viðskiptadeild, bjóða grunnnám og framhaldsnám auk þess sem þar eru stund- aðar rannsóknir. Það er ekkert launungarmál að innan skólans er mikill metnaður til þess að ná frábærum ár- angri á öllum þessum sviðum, ekki síst á sviði rannsókna. Vís- indamenn úr HR ætla sér áfram góðan hlut við úthlutun styrkja úr samkeppnissjóðum Rannís. Þau rök sem einna oftast heyrast í þeim áróðri sem rekinn er gegn því að HR sé eða geti verið rannsóknaháskóli, eru að þar séu aðeins þrjár deildir. HR sé með öðrum orðum ekki nægi- lega fjölfaglegur til þess að geta talist rannsóknaháskóli. Aftur má vitna í fyrrnefnt viðtal: ,,Þá má einnig flokka skóla eftir því hvort þeir eru sérhæfð- ir (fagháskólar) eða fjölfaglegir. Þetta er eðlileg skilgreining, en hvernig hún tengist því hvenær háskóli er rannsóknaháskóli, er vandséð.“ Í raun má segja að þessar tvær tegundir flokkunar, þ.e. hvort skóli er rannsóknaháskóli eða ekki, eða fjöl- faglegur eða ekki, snúist um hvort skóli vex lóðrétt eða lárétt eða hvoru- tveggja. Forsvarsmenn Háskólans í Reykjavík lögðu frá upphafi áherslu á lóðréttan vöxt deilda skólans, m.ö.o. að byggja innviði þeirra þannig upp að boðið yrði upp á grunnnám og framhaldsnám auk þess sem þar yrðu stundaðar rannsóknir. Um lárétta vöxtinn, fjölgun deilda, og þar með hvort HR Háskólinn sé fjölfaglegur háskóli eða ekki, er þetta að segja: Skólinn er 5 ára gamall! Á þessum fimm árum hafa verið byggðar upp þrjár sterkar deildir með samtals um 1.400 nemendum. Auk þess hefur átt sér stað markviss stefnumótun varð- andi næstu skref. Þar hefur spurn- ingin ekki verið hvort fjölga eigi deildum, heldur hvaða deild verði næst og hvenær það skref skuli stig- ið. Háskólinn í Reykjavík hefur ákveðið að stofna verkfræðideild haustið 2005. Þá er stefnt að stofnun kennslufræðideildar á svipuðum tíma. Þeir sem vilja setja Háskólann í Reykjavík á ákveðinn stall – annan en þann sem stefnt er að af hálfu for- svarsmanna hans, vísa gjarnan til skólans sem ,,viðskiptatengds“ skóla. Það hlýtur að vera sérsmíðuð kenn- ing að skóli sem kennir lögfræði, raunvísindi og viðskiptafræði sé fyrst og fremst viðskiptaháskóli. Mér þykir til dæmis ólíklegt að innan lagadeild- ar og verkfræðideildar Háskóla Ís- lands séu menn sammála því að þar séu kenndar ,,viðskiptatengdar“ greinar. Fimm ár eru örskotsstund í lífaldri háskóla – einn af helstu sam- starfsháskólum HR er t.d. hinn sex hundruð ára gamli Kölnarháskóli í Þýskalandi. Það er við hæfi að rifja upp hér að við stofnun Háskóla Ís- lands árið 1911 voru Prestaskólinn, Lagaskólinn og Læknaskólinn sam- einaðir og mynduðu hver sína deild innan skólans. Að auki var heim- spekideild bætt við. Mjór reyndist þar mikils vísir. Að lokum, aftur að nýlegri út- hlutun úr Rannsóknasjóðnum. Alls bárust 290 umsóknir frá háskólum, rannsóknar- og sjálfseignarstofn- unum, fyrirtækjum og einstaklingum. 71 styrkur var veittur. Í meðfylgjandi töflu sést hvernig umsóknir annars vegar og veittir styrkir hins vegar skiptust á milli hinna ýmsu aðila. Þar sést að Háskólinn í Reykjavík er með hæst árangurshlutfall (veittir styrkir í hlutfalli af umsóknum). Hlutur Há- skóla Íslands í liðnum aðrir háskólar er eðlilega mjög stór. Veittir styrkir til annarra háskóla en Háskólans í Reykjavík voru 47, þar af fékk Há- skóli Íslands 46 styrki og Kenn- araháskólinn einn styrk. Upplýsingar um fjölda umsókna frá hverjum há- skóla eru ekki opinberar. Góður árangur Háskólans í Reykjavík við fyrstu úthlutun hins nýja Rannsóknasjóðs er óumdeil- anlegur. Árangurinn sýnir svo ekki verður um villst gæði rannsókna inn- an HR, því að baki styrkveitingunum liggur faglegt mat færustu vísinda- manna þjóðarinnar. Það skýtur því óneitanlega skökku við að HR sitji ekki við sama borð og aðrir rann- sóknaháskólar á fjárlögum. Það er á grundvelli þess rannsóknafjármagns sem stoðirnar undir rannsókna- starfsemi háskólanna eru tryggðar. Ef þær stoðir eru ekki til staðar er Háskólinn í Reykjavík ekki að keppa á jafnréttisgrundvelli við aðra há- skóla um rannsóknafjármagn úr sam- keppnissjóðum í umsjón Rannís. Mjór er mikils vísir Hanna Katrín Friðriksson skrifar um rannsóknaháskóla ’Góður árangur Há-skólans í Reykjavík við fyrstu úthlutun hins nýja Rannsóknasjóðs er óumdeilanlegur. ‘ Hanna Katrín Friðriksson Höfundur er framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík. Í GREIN undirritaðra í Morg- unblaðinu 22. febrúar var gerð grein fyrir fyrirkomulagi hrefnurann- sókna Hafrannsóknastofnunarinnar sl. sumar og hvernig leitast var við að taka tillit til hvala- skoðunar. Þar voru einnig gefnar skýr- ingar á einstökum hrefnum sem ágrein- ingur hefur verið um. Hér er ekki ætlunin að endurtaka það sem þar var sagt en eftir skrif formanns Hvala- skoðunarsamtakannna í Morgunblaðinu 26. febrúar virðist nauð- synlegt að draga fram það sem undirrituð telja kjarna málsins. Samráð Áður en rannsókn- irnar hófust var ákveð- ið að haga veiðum þannig að þær trufl- uðu ekki starfsemi hvalaskoðunarfyr- irtækja. Þannig var ákveðið að ef veiðibát- ar væru nærri hefð- bundnum hvalaskoð- unarsvæðum á hvalaskoðunartíma yrði haft samráð við skoðunarbáta til að hindra að báðir aðilar væru við vinnu samtímis á sömu slóðum. Við þetta var staðið. Hvalaskoðunarsvæði Gífurlegur munur er á stærð hvala- skoðunarsvæðanna eftir því hvort miðað er við auglýst svæði (skv. myndum í bæklingum) eða svæði þar sem bátarnir fara um reglulega. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýs- ingum er mjög sjaldgæft að hvala- skoðunarbátar fari fjær landi en 15 mílur, að hvalaskoðun frá Snæfells- nesi undanskilinni. Því var ákveðið að miða við síðari skilgreininguna, enda ljóst að ef sk. aug- lýst svæði væru útilok- uð frá sýnatöku hefði það veruleg áhrif á rannsóknirnar. Árstími hvalaskoðunar Eins og rakið var í fyrri grein voru fimm af þeim átta dýrum sem deilt hefur verið um veidd við Snæfellsnes eftir að hvalaskoðun lauk á svæðinu. Mjög gott samstarf var við hvalaskoðunaraðila á því svæði og snúast því fram komnar umkvart- anir að langmestu leyti um dýr sem veidd voru utan hvalaskoðunar- árstíma og auk þess í góðri sátt við heima- menn. Því sætir furðu að forysta Hvalaskoð- unarsamtakanna skuli leggja svo mikla áherslu á kvartanir fyrir hönd umbjóðanda sem ekki hefur yfir neinu að kvarta í þessu sambandi. Undirrituð vilja að lokum taka undir með formanni Hvalaskoð- unarsamtakanna að það sé um- ræðunni ekki til góðs að hún stjórn- ist um of af tilfinningahita og hvetja hann til að ganga fram með góðu for- dæmi. Að endingu um hrefnurannsóknir og hvalaskoðun Gísli A. Víkingsson og Droplaug Ólafsdóttir skrifa um hvalveiðar og hvalaskoðun Droplaug Ólafsdóttir ’… snúast því framkomnar umkvartanir að langmestu leyti um dýr sem veidd voru utan hvalaskoðunar- árstíma …‘ Höfundar eru hvalasérfræðingar á Hafrannsóknastofnuninni. Gísli A. Víkingsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.