Morgunblaðið - 01.03.2004, Side 17

Morgunblaðið - 01.03.2004, Side 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 17                           ÞAÐ er alltaf viðburður þegar þeir félagar Kristinn og Jónas taka saman höndum og bjóða til tóna- veislu og ekki þurfa þeir að kvarta undan skorti á veislugestum sem fylltu salinn og hylltu gestgjafana vel og rækilega í lokin og þökkuðu fyrir sig og frábærar veitingar. Að þessu sinni voru veitingarnar Vetrarferðin (D911) eftir Franz Pet- er Schubert (1797–1828). Schubert samdi tónlistina við ljóðaflokkinn 1827 en textinn er eftir Wilhelm Müller. Flokkurinn samanstendur af 24 ljóðum sem eins og segir í grein eftir Halldór Hansen í efnisskrá tón- leikanna „fjalla á yfirborðinu um ungan mann sem hefur verið svikinn í tryggðum og er flakandi í sárum. Ef dýpra er skyggnst er þetta saga þess sem tilveran í sinni hefðbundnu mynd hefur brugðist og knúið út í óvissuna“. Schubert tekst að klæða þessar hugrenningar skáldsins í búning sem hæfir og túlkar innihald textans mjög vel. Schubert gaf hverju ljóði titil en það hafði Müller ekki gert sjálfur. Flokkurinn var gefinn út í tvennu lagi 1828 þar sem 12 lög voru í hvorum helmingi. Þeir Kristinn og Jónas fluttu flokkinn í heild án hlés og báðu um að flutningurinn yrði ekki truflaður með lófataki. Þetta var vel til fundið og áhrifin voru meiri. Það er unun að hlýða á svona stóra listamenn sem þekkja orðið hvor annan svo náið að þeir vita nákvæmlega hvað hinn hugsar. Túlkunin hjá þeim var hreint út sagt stórkostleg frá upphafi til enda, allt var svo úthugsað og vel gert. Textinn svo skýr að hver stafur komst til skila og píanóleikurinn sömuleiðis skýr og hver smá nóta átti sinn tíma, lifnaði við og varð að tónlist. Það er í raun lítið annað um þessa tónleika að segja en að þeir voru stórkostlegir þar sem báðir flytjendur fóru á kostum með vönd- uðum, öguðum, úthugsuðum og til- finningaríkum flutningi á þessu meistarastykki Schuberts. Stórkostleg Vetrarferð í Salnum TÓNLIST Salurinn Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Vetr- arferðin eftir Schubert. Föstududagurinn 27. febrúar 2004 kl. 20.00. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Þorkell „Það er í raun lítið annað um þessa tónleika að segja en að þeir voru stór- kostlegir þar sem báðir flytjendur fóru á kostum,“ segir í umsögninni. Jón Ólafur Sigurðsson Listaháskóli Íslands kl. 12.30 Sigríður Ólafsdóttir myndlist- armaður fjallar um verk sín og fer- il. Sigríður útskrifaðist úr Fjöl- tæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1989 og stundaði framhaldsnám við Ecole des Bauex Arts de Lyon í Frakk- landi. Auk starfa við eigin myndlist hefur hún unnið við Listasafn Reykjavíkur og Menningarmiðstöð- ina Gerðuberg að verkefnastjórnun, fræðslustörfum og sýning- arstjórnun. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Gradualekórinn í Langholtskirkju er orðinn gróin stofnun, barnakór sem hefur skilað af sér áfram góðu tónlistarfólki bæði í söng og hljóð- færaleik. Kórfélagar njóta kennslu í söng og nokkrir þeirra og einn fyrr- verandi stigu á stokk og sungu ein- söng, tvísöng og þrísöng við undir- leik söngstjórans og gerðu það mjög vel og sumir virkilega vel og sungu allt frá einföldum lögum upp í söng- lög sem eru vinsæl á efnisskrám at- vinnusöngvara. Kórinn söng einnig þrjú lög fyrir hlé og sýndi að hann ræður jafnt við barokktónlist sem snúna nútímatónlist. Aðalverkefni tónleikanna var hin sívinsæla Gloría í D-dúr EV 589 eftir Vivaldi. Þessi Gloria er eitt þekkt- asta kirkjuverk Vivaldis og er senni- lega samin milli 1713 og 1717 fyrir sópran- og alt-einsöngvara, kór og litla hljómsveit. Vivaldi skiptir texta Dýrðarsöngsins niður í 12 þætti sem skiptast á milli kórs og einsöngvara. MIKIÐ og blómlegt kórstarf hef- ur verið einkenni Langholtskirkju í mörg ár og stór hluti þess er barna- og unglingastarf. Ýmsar kirkjur leggja mikinn pening í barna- og unglingastarfið sem byggist þá mik- ið á leikjum og öðru þess háttar. Fleiri kirkjur mættu taka upp þann sið að hafa hluta af barna- og ung- lingastarfinu í formi tónlistaruppeld- is. Stór hluti alls helgihalds kirkj- unnar er háður tónlist, svo hefur verið frá fyrstu öldum hennar og er enn. Það er eðli mannsins að tjá sig með tónlist. Að börn og unglingar fái að kynnast því að það sé til annað og meira en bara einfaldir söngvar með gítarundirleik er nauðsynlegt. Þjálf- un tóneyra og þjálfun í öguðum og vönduðum vinnubrögðum er hverj- um einstaklingi góð undirstaða fyrir átök lífsins. Í kórstarfi lærir fólk að hlutirnir koma ekki af sjálfu sér heldur þarf að hafa fyrir þeim og það stundum mikið. Þetta temur börn- unum þolinmæði og þau læra sam- vinnu þar sem allir eru jafnir og jafn- nauðsynlegir. Ef kirkjan þjálfar ekki börnin og unglingana til að taka þátt í söngstarfinu, hver á þá að gera það? Það sem ungur nemur gamall temur segir máltækið og ef maður lærir ekki í arf tekna siði sem barn lærir maður þá aldrei og þjóðfélagið riðlast. Ungir einsöngvarar úr röðum kór- félaga sáu um einsönginn, þær Ásdís Eva Ólafsdóttir, Ingibjörg Friðriks- dóttir, Auður Albertsdóttir, Þor- gerður Edda Hall, Þóra Sif Friðriks- dóttir og María Vigdís Kjartans- dóttir, og gerðu það virkilega faglega og vel svo unun var að heyra. Hljómur kórsins var þéttur og fal- legur, tandurhreinn og öruggur. Með kórnum lék kammersveit sem var að mestu skipuð fyrrverandi kór- félögum og jafnvel núverandi. Leik- ur hljómsveitarinnar var mjög góður og öruggur. Flutningurinn var allur vel mótaður og hvergi að finna neinn hnökur. Hraðavalið var gott og tón- listin hélst lifandi allan tímann og hreif alla með sér. Mikil fagnaðar- læti brutust út í lokin og er ekki ann- að hægt en að óska Jóni Stefánssyni og Langholtskirkju til hamingu með þennan sigur. Stórgóðir tónleikar. Glæsilegur Vivaldi Jón Ólafur Sigurðsson TÓNLIST Langholtskirkja Gradualekór Langholtskirkju og kamm- ersveit. Nemendur söngdeildar Graduale- kórsins. Stjórnandi Jón Stefánsson. Sunnudagurinn 22. febrúar kl. 17.00. KÓR- OG SÖNGTÓNLEIKAR Morgunblaðið/Sverrir „Flutningurinn var allur vel mótaður og hvergi að finna neinn hnökur.“ PÁLL Skúlason háskólarektor opn- aði nýtt vefsetur um íslenska sagn- fræði, Söguslóðir, á ársfundi Sagn- fræðistofnunar Háskóla Íslands á dögunum. Markmiðið með Söguslóð- um er að búa til vandað safn raf- rænna gagna sem nýtist bæði til rannsókna, kennslu og náms í ís- lenskri sagnfræði á háskólastigi. Að- standendur binda einnig vonir við að vefsetrið verði öflugt upplýs- ingatæki fyrir alla þá sem áhuga hafa á íslenskri sögu. Á Söguslóðum er að finna hvers konar gögn um íslenska sögu og sagnfræði, m.a. upplýsingar um nám og kennslu í sagnfræði á há- skólastigi, rannsóknarverkefni sem lokið er og standa nú yfir, rann- sóknasjóðir sem styrkja sagnfræði- rannsóknir, efnisskrá tímaritsins Sögu, lokaritgerðir í sagnfræði 1952–2002, Íslandssaga í greinum: Skrá um greinar um íslenska sögu og sagnfræði, birtar í tímaritum og öðrum greinasöfnum frá upphafi og fram til 2000. Skrár í bókasöfnum og skjalasöfnum, gagnasöfn um mik- ilvægar heimildir fyrir sagnfræði- rannsóknir, sögulegar heimildir s.s. texta, myndir og kort á rafrænu formi, söfn á Íslandi og vefsíður um söguleg viðfangsefni. Hönnun annaðist Vefsýn hf. í sam- vinnu við Sagnfræðistofnun sem hef- ur umsjón með vefsetrinu. Veffang Söguslóða er www.sogu- slodir.hi.is Nýtt vef- setur um sagnfræði Ljósmynd/Bergþór Sigurðsson Páll Skúlason háskólarektor opnar vefsetrið Söguslóðir á dögunum. Guðmundur Jónsson, forstöðumað- ur Sagnfræðistofnunar, fylgist með.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.