Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 01.03.2004, Síða 9
Jóhannesson, og segir að hann nálgist við- fangsefnið með öðrum hætti en áður. „Já, við syndum mun lengra en áður og að auki hefur hann hvatt mig til þess að spá meira í hvað ég er að gera, hvar ég stend í samkeppni við aðra og ég þarf að spá meira í það sjálf hvað ég er að gera. Þannig verður maður sáttari við þá hluti sem eru lagðir upp á æfingum og ég er rosalega ánægð með Leifa.“ Hún segir að að- staðan á Akranesi sé viðunandi en mætti vera betri fyrir sund- fólkið og aðra sem stunda sund. „Yf- irbyggð laug er efst á óskalistanum okkar og vonandi verður ráðist í slíkar framkvæmdir á næstu misserum. Þar er um að ræða 25 metra laug og myndi það gjörbreyta öllu fyrir okkur. Í dag missa skólakrakkarnir og við sem erum að æfa nokkrar æfingar á mánuði vegna þess veðrið er of slæmt til þess að vera ofan í. Laugin er þá ísköld og ég vona svo innilega að það verði ráðist í að byggja slíka laug sem fyrst. Ríkharður afi Afi Kolbrúnar er hinn þekkti knattspyrnumaður Ríkharður Jónsson og segir sundkonan að það sé gaman að vera fulltrúi íþróttagreinar sem sé ekki enn sem komið er í efsta sæti á vin- sældalista Skagamanna. „Það er gaman þegar fólk kemur til manns og veit hvað maður hefur verið að gera. Knattspyrnan er vissulega vinsæl hérna en það eru einnig aðrar íþróttagreinar stundaðar hér á Skaganum og við gerum okkar besta,“ sagði Kolbrún en hún telur miklar líkur á því að í framtíðinni muni hún starfa við eitthvað sem tengist íþróttum og verður þá sundið líklegast fyrir valinu. „Ég hef aðeins verið að þjálfa litlu krakkana í Sundfélaginu og ég get vel hugsað mér að starfa við slíkt í framtíðinni,“ segir Kol- brún Ýr og er rokinn af stað til Reykjavíkur þar sem sundmót hjá KR bíður hennar. „ÉG HELD að ég sé ekki nógu dugleg að heimsækja vini og kunn- ingja, en þeir hafa skilning á því hvernig dagarnir eru hjá mér,“ sagði Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, sundkona frá Akranesi, er hún var spurð að því hvort hún ætti eitt- hvert líf fyrir utan sundið þar sem hún æfir oftar en ekki þrisvar á dag og fjórum sinnum í viku mæt- ir hún á morgunæfingar ásamt fé- lögum sínum hjá Sundfélagi Akra- ness en þær æfingar hefjast rétt fyrir klukkan sex á morgnana. „Ég geri lítið annað en æfa, ef ég er ekki í lauginni er ég í þrek- salnum að lyfta lóðum og ég neita því ekki að á kvöldin er ég alveg dauðuppgefin eftir dagsverkið. Þá nýt ég mín best heima við sjón- varpsgláp eða fyrir framan tölv- una. En á miðvikudögum eru „að- eins“ tvær æfingar og á sunnudögum tek ég alltaf frí, seg- ir Kolbrún. Peking árið 2008 Á dögunum fékk hún 350.000 kr. afreksstyrk frá Akranesbæ og segir Kolbrún að styrkurinn komi sér vel fyrir undirbúning sinn fyr- ir Ólympíuleikana í Aþenu í Grikk- landi. Þrátt fyrir að vera nýorðin tvítug tók Kolbrún Ýr þátt á ÓL í Sydney í Ástralíu á haustdögum árið 2000, þá aðeins 16 ára. „Bæjarráð Akraness skaut því að mér við afhendinguna á afreks- styrknum hvort ég yrði ekki klár í slaginn fyrir leikana í Peking árið 2008 og svei mér þá ef það gæti ekki orðið raunin. Keppnisferð- irnar og stórmótin virka ávallt eins og vítamínsprauta. Í raun eru það slíkir atburðir sem reka mann fram úr á morgunæfingarnar. Ég get alveg viðurkennt það að ég hef ekki verið nógu dugleg að vakna á morgnana. Oft mætt of seint en mamma hefur sparkað mér á fæt- ur í gegnum tíðina og núnar er það kærastinn, Marías Hjálmar Guðmundsson, sem rekur mig af stað. Líklega af því að hann getur þá sofið áfram,“ segir Kolbrún og hlær. Árið 2002 var viðburðaríkt hjá Kolbrúnu en þá fór hún í tvær að- gerðir á hjarta eftir að í ljós kom að hún var með hjartagalla. „Það lýsti sér þannig að við áreynslu gat hjartslátturinn farið upp úr öllu valdi og í eitt skipti leið yfir mig í þreksalnum og ég var flutt á sjúkrahús með sjúkrabíl. En að- gerðirnar heppnuðust vel, ég er hætt að hugsa um þetta á æfingum og tel að þessu vandamáli sé lokið. Allavega er ég hætt að spá í þetta lengur.“ Kolbrún kláraði stúdentsprófið um síðustu áramót og hefur ekki gert upp hug sinn um framhalds- nám. „Ég tek bara einn dag í einu, næsta mót, og svo koll af kolli. Þegar nær dregur haustinu mun ég gera upp við mig um þá mögu- leika sem eru í stöðunni, hvort ég fer til útlanda í nám eða hvort ég verð hérna heima. Eins og staðan er í dag hef ég ekki hugmynd um hvað ég á að gera,“ segir Kolbrún Ýr sem verður meira eða minna erlendis á næstu vikum og mán- uðum við æfingar og keppni. Þess má geta að Kolbrún á 6 Íslandsmet í 25 metra laug og 4 Íslandsmet í 50 metra laug. Hún á 5 stúlkna- met, 11 telpnamet og eitt í meyja- flokki. Kolbrún lætur vel af samstarf- inu við þjálfara sinn, Eyleif Ísak „Geri lítið annað en æfa“ Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir æfir af krafti fyrir ÓL í Aþenu eftir tvær hjartaaðgerðir Akranesi. Morgunblaðið. Morgunblaðið/ Sigurður Elvar Akranes: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir sundkona. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 9 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Buxur í miklu úrvali Galla, hör, kvart, strets og kakí Hör- og gallafatnaður í miklu úrvali Nýjar vörur daglega Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433 Súrefnisvörur Karin Herzog ...fegurð og ferskleiki... Kynningar: Þriðjudaginn 2. mars - Lyfja, Lágmúla. Fimmtudaginn 4. mars - Lyfja, Smáratorgi. Föstudaginn 5. mars - Lyfja, Smáralind. Laugardaginn 6. mars - Lyfja, Laugarvegi. 20% kynningarafsláttur ww w .k a ri n h e rz o g .c h Þær gera kraftaverk Það er eins og ég hafi endurheimt eitthvað sem ég hafði tapað eftir að ég fór að nota súrefnisvörur Karin Herzog. Þær gera kraftaverk fyrir húð ungra kvenna á öllum andri. Elín Gestsdóttir framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppni Íslands Fréttir á SMS RIÐA er komin upp á bænum Hross- haga í Biskupstungum. Þetta var staðfest í fyrradag af rannsóknar- deild yfirdýralæknisembættisins að Keldum. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem riða greinist í Biskupstungum en fyrr í febrúar greindist riða á bænum Vegatungu í sömu sveit. Almennir fundir hafa verið haldnir með bændum í Árnessýslu undanfar- ið til að ræða ástandið og hvernig hægt sé að efla samvinnu, eftirlit með fénaði og bæta eftirfylgni, til að koma í veg fyrir að riðan breiðist frekar út. Að sögn dýralækna er mjög mikilvægt að bændur hætti allri verslun með fé, efli merkingar og hýsi ekki fé frá öðrum. Málefni sauðfjárræktar á svæðinu eru nú í sérstakri skoðun. Niðurskurður fyrirhugaður Að sögn Halldórs Runólfssonar yf- irdýralæknis er riðutilfellið í Hross- haga sennilega tengt tilfellinu í Vegatungu. „Það hafði verið flutt kind frá Vegatungu að Hrosshaga fyrir nokkrum árum, en við teljum að þarna sé um tengt tilfelli að ræða.“ Halldór segir að brátt verði gengið til samninga við bóndann um niður- skurð á kindunum, en einungis sé um fimm kindur að ræða á bænum. Sérstök reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niður- skurðar, nr. 651/2001, stýrir fram- kvæmd niðurskurðar og þeim bótum sem bændur fá fyrir búfénað sinn. Riða greinist á bæ í Biskupstungum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.