Morgunblaðið - 01.03.2004, Side 26

Morgunblaðið - 01.03.2004, Side 26
MINNINGAR 26 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ eins og manneskjan sjálf, vönduð og nákvæm. En stjórnmálaferill Svövu Jakobs- dóttur takmarkaðist ekki við berg- málslausa veggi alþingishússins. Svava átti óvenju glæsilegan stjórn- málaferil utan þingsins sem birtist oft á rithöfundarferli hennar. Ég nefni hér Leigjandann og Hvað er í blý- hólknum? sem tvö dæmi. Bæði verkin eiga því miður erindi við okkur enn þann dag í dag og hætt við að svo verði lengi enn. Allar sögurnar um stöðu konunnar, einkum húsmóður- innar, eru afhjúpandi og algerlega sláandi í senn. Þær eru klassísk bók- menntaverk, um stöðu lítillar þjóðar andspænis flóknu umhverfi og um stöðu konunnar í karlkúgunarsam- félaginu þar sem valdamunstrið er því miður alltaf eins, hversu mikið sem gert er og hversu langt sem líður á aldirnar. Þessi verk munu halda nafni Svövu á lofti lengur en okkar hinna sem sátum lengur á þingi en hún og heyrðist þó oft meira í en í henni. Svava var vandaður einstaklingur, hrein og bein og heiðarleg í fram- göngu sinni. Við skipuðum okkur allt- af á sömu slóðum í flokknum í þeim átökum sem þar voru í 15 ár og voru ákaflega leiðinleg, ófrjó og þreytandi satt að segja. Um það verður ekki skrifað hér en kvittað fyrir það að það var gott að eiga Svövu að í því stríði. Svava Jakobsdóttir átti Jón Hnefil Aðalsteinsson að eiginmanni og til þeirra í Einarsnesi var alltaf gott að koma; þar var menning í hverri smugu, hverju tilsvari eða spurningu. Jóni Hnefli og Hans Jakobi syni þeirra, sem nú er granni okkar hér í Svíaríki, sendum við samúðarkveðj- ur. Það var gott að eiga Svövu Jak- obsdóttur að félaga; vitsmunir henn- ar voru eins og veggur sem treysta mátti á þegar mikið lá við. Það þekkt- um við Guðrún kona mín bæði um langa tíð sem nú er á enda. Fyrir það erum við þakklát og fyrir öll verk Svövu Jakobsdóttur má þjóðin öll vera þakklát á kveðjustundu. Svavar Gestsson. Gengin er mikilhæf baráttukona, ítursnjall penni, traustur og ágætur félagi. Við fráfall Svövu Jakobsdóttur hvarflar hugur til baka til þeirra ára er við áttum samleið á Alþingi. Við komum bæði inn í þingflokk Alþýðu- bandalagsins samtímis 1971 og áttum þar farsælt samstarf og ánægjulegt til ársins 1979 er Svava kaus að draga sig í hlé frá þingamstri, ugglaust til þess að geta helgað sig ritstörfum. Hún átti virkilega erindi inn á Al- þingi, þingflokkur okkar naut hennar ágætu starfskrafta, en ekki síður nut- um við hugmyndaauðgi hennar og róttækra viðhorfa í svo mörgu, þá ekki sízt hvað varðaði réttarstöðu kvenna í samfélaginu. Þar var hún hinn virki brautryðjandi sem í engu lét úrtölur og skilningsleysi aftra sér, þó oft þætti henni nóg um þau aft- urhaldssjónarmið sem svo víða voru á fleti fyrir. Kvenréttindamálin áttu hug hennar, þar sem hugsjónir jafn- réttis réðu ferð svo og voru mennta- málin henni afar hugleikin. Í þessum málum og svo mörgum öðrum áttum við í Svövu fulltrúa sem við vorum stolt af, hún var merkisberi af beztu gerð og afar fylgin sér, menn fundu glöggt að þar fylgdi svo sannarlega hugur máli og jafnvel þeir íhaldssöm- ustu hugsuðu sinn gang. Einörð og vel máli farin var hún, setti mál sitt afar skipulega og skýrt fram og um rökstuðninginn þurfti aldrei að efast. Ég veit að þingsystk- ini hennar virtu hana vel sem ódeiga baráttukonu og vissa virðingu báru menn fyrir hinum framsæknu skoð- unum hennar, þó ekki væru allir þeim sammála. En Svava var ekki síður góður fé- lagi, hlýtt viðmótið með ívafi góðrar glettni var ómetanlegt í okkar hóp, hún var lengstum eina konan í hópn- um, hana var gott að eiga að og mega leita góðra ráða hjá, alltaf tilbúin að hlusta og vega og meta hlutina með manni. Það var að henni sönn eftirsjá er hún lét af þingmennsku, að okkar mati margra svo alltof snemma. Svava var einlæg og trú sínum hug- sjónum alla tíð, í henni átti róttæk fé- lagshyggja sinn trygga liðsmann og þökk fyrir kynnin kær og það sem hún stóð fyrir er efst í huga nú við leiðarlok. Frábærum árangri hennar á sviði ritlistar munu aðrir gjöra betri skil, en þar sýna verkin svo sannarlega merkin einnig. Við Hanna sendum eiginmanni hennar og syni svo og hennar fólki öðru einlægar samúðarkveðjur. Með Svövu Jakobsdóttur er gengin merk kona og umfram allt sönn. Blessuð sé hennar bjarta minning. Helgi Seljan. Svövu Jakobsdóttur verður lengi minnst sem vandaðs og frumlegs rit- höfundar en einnig fyrir skelegga þátttöku í þjóðmálabaráttu. Fyrstu smásögur hennar vöktu strax athygli og skáldasagan Leigjandinn sem út kom 1969 þótti tíðindum sæta. Það var hins vegar með leikritinu Hvað er í blýhólknum? á árunum 1970–71 að Svava varð landsþekkt, umtöluð og umdeild, enda var krafan um kven- frelsi og jafnrétti þar borin fram á meitlaðan og nýstárlegan hátt. Það var þetta merki sem bar Svövu inn í sali Alþingis vorið 1971 og þar starf- aði hún og reifaði hugðarefni sín sem þingmaður Alþýðubandalagsins í tvö kjörtímabil. Á Alþingi átti hún drjúg- an hlut að löggjöf um jafnrétti kynja og öðrum málum til að rétta hlut kvenna. Hún fylgdist líka náið með utanríkismálum og var eindreginn andstæðingur hersetu og yfirgangs stórvelda. Þóra móðir Svövu var reykvísk en faðir hennar Jakob Jónsson aust- firskrar ættar og prestur á Norðfirði þegar hún fæddist þar við upphaf heimskreppunnar. Í Neskaupstað sat Jakob um skeið í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn áður fjölskyldan hélt til Vesturheims 1935. Svava átti eftir að dvelja á ný á Austfjörðum þegar Jón Hnefill eiginmaður hennar gegndi prestsstarfi á Eskifirði 1960– 1966 en Svava helgaði sig þá aðallega heimili og ritstörfum. Áður hafði hún dvalið langtímum erlendis við nám og störf þannig að sjónhringurinn var orðinn víður þegar fjölskyldan settist að í Reykjavík. Ég kynntist Svövu persónulega á 8. áratugnum þegar hún var í for- ystusveit Alþýðubandalagsins og hreifst þá af málflutningi hennar og einarðri framgöngu. Á Alþingi sátum við saman aðeins hennar síðasta þingvetur 1978–79. Ég minnist hlýju hennar og þess sérkennilega sam- blands af gáska, kímni og alvöru sem fylgdi henni. Oft saknaði ég Svövu síðar af vettvangi þingsins. Þá var bót í máli að fá í staðinn ágæt bók- menntaverk eins og Gunnlaðar sögu með mögnuðu samspili nútíðar og fortíðar. Kannski hefði sú bók aldrei verið skrifuð ef höfundurinn hefði staðið áfram í framlínu þjóðmálabar- áttunnar. Það fór svo að saman kvöddum við Svava þann vettvang á táknrænan hátt, sitjandi hvort í sín- um skut á framboðslistum Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í höfuðstaðnum 2003. Réttlætiskennd- in og stuðningur við þann málstað sem hún vissi bestan fylgdu henni fram í andlátið. Hjörleifur Guttormsson. Stundum er sagt, að sá strengur, sem ofinn er á skólaárum, sé sterkari en önnur bönd. Þess vegna langar mig að minnast Svövu bekkjarsystur minnar með örfáum orðum. Í hugann kemur mynd frá haustinu 1945. Stúlknabekkurinn þriðji A var í stofu á móti fatageymslunni í hinu sögufræga húsi Menntaskólans í Reykjavík. Bekkjarbræður okkar voru hins vegar í „Fjósinu“ bak við skólann við mismikinn fögnuð. Meðal nýrra bekkjarsystra voru þær Guð- rún og Svava Jakobsdætur. Þær voru einstaklega prúðar og þekkilegar í peysum og köflóttum pilsum með mikið og fallegt hár, önnur ljóst en hin brúnt. Gott ef þær voru ekki í bomsum, sem þá þótti við hæfi. Svo mikið er víst, að mér þóttu þessar samrýndu systur gera alla hluti vel og rétt, enda nutu þær hylli og virð- ingar bekkjarsystkinanna. Ég sé þær báðar fyrir mér, Svava var alvarlegri á yfirborði, en kímin og skemmtileg ef að var gáð. Séra Jakob, faðir þeirra, kenndi okkur trúfræði með því að fara yfir biblíusögur Tangs. Kom þá í ljós hæfni hans til að gera sögurnar að leikhúsi með mælskunni einni saman. Þetta var eiginleiki sem síðar kom fram í ritum dóttur hans. Svava var góður námsmaður. Hún hafði enskuna á valdi sínu eftir nokk- urra ára dvöl í Kanada, þar sem faðir hennar hafði verið prestur, en annars voru íslenska, saga, þýska og latína hennar greinar. Það kom því engum á óvart, að hún stundaði bókmennta- nám í háskóla vestan hafs. Jón Hnefill Aðalsteinsson, gáfaður guðfræðinemi, varð eiginmaður hennar 1955. Honum höfðum við hjónin kynnst á háskólaárunum. Ég minnist kvöldkaffiheimsóknar þeirra á heimili okkar við Laugaveginn og þess, hve mér fannst þau ráðsett orð- in. Næst minnist ég gleðinnar, sem fylgdi frásögn Svövu af syninum Hans Jakobi og hamingju þeirra með drenginn. Svava varð sendiráðsstarfsmaður í Stokkhólmi, prestsmaddama og kennari austur á fjörðum og svo blaðamaður við Morgunblaðið. Á þessum árum komu út fyrstu bækur hennar og mátti þar sums staðar greina pólitískan undirtón. Þjóðmála- áhugi hennar skilaði henni síðan inn á Alþingi, en vissulega urðu mér það vonbrigði, þegar hún gekk í liðssveit Alþýðubandalagsins. Við vorum báðar jafnréttissinnar og kvenréttindakonur, en greindi á um áherslur og aðferðir. Báðar vor- um við kosnar á þing 1971, hún fyrir Alþýðubandalagið, ég fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Þar með hófust dag- leg samskipti okkar á nýjan leik. Oft greindi okkur á, bæði í atkvæða- greiðslum og umræðum. Svava var vandvirk og ég minnist ekki annars en hún hafi verið málefnaleg í þing- ræðum. Hygg ég að sá kostur sé stundum vanmetinn í fari stjórnmála- manna, bæði samherja og mótherja. Eitt þingmál hennar vil ég nefna, sem hefur haft gagnlegri áhrif en margir hugðu í fyrstu. Frumvarp hennar um jafnlaunaráð varð að lög- um 1973. Það var undanfari reglna um jafnréttisráð og þokaði jafnrétti kynjanna verulega fram á veginn. Hvað sem þingmálum og þjóð- málakenningum líður var stundum eins og kippt væri í gamla strenginn frá skólaárunum. Svo var í heimsókn alþingismanna til vesturþýska þings- ins 1977. Dagskráin var öll afar vand- lega skipulögð eins og vænta mátti þar í landi. Þrír embættismenn fylgdu sex manna sendinefnd okkar hvert fótmál til öryggis og leiðbein- ingar. Svo bar það til í Düsseldorf að yfir okkur kemur það sem kalla mætti „das ewig-weibliche“, en rétt fyrir brottför þaðan hvíslar Svava að mér, að eiginlega vanti sig kjól. Eitt- hvað mikið stóð til hjá Alþýðubanda- laginu. Við sögðum fylgdarmönnum okkar að við þyrftum að bregða okk- ur frá litla stund og fór svo, að við gleymdum okkur við að skoða kjóla. Mér var falið það trúnaðarstarf að velja flíkina. Eftir nokkra mátun var ljóst að einn kjóll bar af, hann var af- ar dömulegur og klæddi Svövu vel, enda keypti hún hann snarlega. Er þetta í eina skiptið sem ég hef átt hlut að því að punta upp á fund hjá Al- þýðubandalaginu. Í þessari ferð urðum við aftur „bara“ bekkjarsystur og deilur ekki á dagskrá. Er mér óhætt að segja að svo hafi verið síðan. Við hjónin höfum hugsað til Svövu og Jóns Hnefils í of tíðum veikindum hennar á undanförnum árum. Að leiðarlokum þökkum við Svövu gömul kynni og vottum Jóni Hnefli, Hans Jakobi syni þeirra, barnabörnum og systkinum Svövu innilega samúð. Ragnhildur Helgadóttir. SVAVA JAKOBSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Svövu Jakobsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR THEODÓRA ÁRNADÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 23. febrúar sl., verður jarðsungin frá Seljakirkju í Reykjavík þriðjudaginn 2. mars nk. kl. 13.30. Jónína Eggertsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Árni Sæmundur Eggertsson, Sigurveig Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elsku- legs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GARÐARS BERGMANNS BENEDIKTSSONAR, Stekkjarholti 22, Akranesi, Starfsfólki A-deildar Sjúkrahúss Akraness færum við bestu þakkir fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Sam- hugur ykkar allra var okkur mikils virði. Guð blessi ykkur öll. Ásta Guðjónsdóttir, Drífa Garðarsdóttir, Jóhannes Eyleifsson, Skúli B. Garðarsson, Lilja Kristófersdóttir, Halldóra J. Garðarsdóttir, Gunnlaugur Sölvason, Guðrún Garðarsdóttir, Karl Örn Karlsson, Friðgerður Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÚLÍUS JÚLÍUSSON kennari, Skálarhlíð, Siglufirði, sem lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar mánudaginn 23. febrúar, verður jarðsunginn frá Siglufjarðar- kirkju þriðjudaginn 2. mars nk. kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Svava Baldvinsdóttir, Baldvin Júlíusson, Margrét Sveinbergsdóttir, Theodór Júlíusson, Guðrún Stefánsdóttir, Hörður Júlíusson, Sigurlaug J. Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, FRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Birkilundi 7, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku- daginn 3. mars kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Gunnar B. Jóhannsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Ólafur Þór Kristjánsson, Karólína Gunnarsdóttir, Gísli Sigurður Gíslason, Sædís Gunnarsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Hrönn Haraldsdóttir, Gunnar Björn Ólafsson, Már Gíslason, Gunnar Breki Gíslason. Móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR BILLICH, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 24. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 3. mars kl. 15.00. Sigurborg E. Billich, Oddi Erlingsson, Karl Erlingur Oddason, Kjartan Oddason,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.