Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 4

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 4
4. Fimmtudagur 2. febrúar 1989 lítilræði Af grænum rækjum Eg er ekki alveg klár á því hvenær orðiö „lagmeti" hélt innreið sína í íslenskatungu. Svo mikið ervíst að „lagmeti“ erekki fyrir að fara í viðbótinni við orðabók Blöndals frá 1963, né í þeirri útgáfu af orðabók Menning- arsjóðs sem ég hef undir höndum frá sama ári. Nema hvað, sem ég sit inní húsbóndaher- berginu í fyrradag að afliðnum degi og erað hugsa um þróun íslenskrar tungu og stöðu málsins í nútímaþjóðfélagi, kveður skyndi- lega við skaðræðis-skelfingaróp úr höfuð- stöðvum konu minnar, eldhúsinu. Þar sem konan mín er mesta hæglætis- kona veit ég að svona hvín ekki í henni að ástæðulausu, svo ég hrópa úr húsbónda- herberginu fullum hálsi, en afar blíðlega: — Hvur djöfullinn gengur eiginlega á? Þegar ég tek svona til orða vita allir á heimilinu að ég er of önnum kafinn til að fara að taka virkan þátt í þeim vandamálum sem skapast við eldhús- og grautarvafstur kvenna, hef öðru að sinna í helgasta reit heimilisins; húsbóndaherberginu. En fIjótlegaerfriðhelgi staðarins rofin og í gættinni stendur konan mín, úfin einsog þrumuský og alblóðug á höndum og andliti. Hún heldurádósahníf í annarri hendi og rústunum af niðursuðudós í hinni. — Sártertu leikinn Sámurfóstri, segi ég, afþví ég er svo einstaklega skemmtilegur á heimili. En það er einsog hún sé búin að missa húmorinn og orðin kímniskert, því hún segir með miklum þunga: — Geturþú ekki skaffaðannaðtil heimil- isins en íslenskt lagmeti? Eða var kannske meiningin að launmyrða mig og fremja þar- með hinn fullkomnaglæp? Drepamig ánið- ursuðudós? Einmitt í þessari andrá hafði ég verið að hugsa um nýyrðið „húðrof“, sem hjúkrunar- fræðingar eru farnir að nota í staðinn fyrir „sár“, svo ég sagði, án þess að ætla að vera nokkuð sérstaklega skemmtilegur: — Eigum við ekki að gera að húðrofun- um? Þá rauk hún fram og skellti á eftir sér hurðum. Þegar þessi ósköp voru afstaðin fór ég svo að horfa á sjónvarpsfréttirnar og viti menn, ekki baráöðru en aðalfréttin væri um vanda hins íslenska lagmetisiðnaðar sem rambar rétt einusinni á heljarþröminni og nú útaf hvalveiðum íslendinga í vísinda- skyni. Allir sem fylgst hafa af einhverri um- hyggju með sögu íslenskrar niðursuðu vita að lengi var það meginvandinn hve erfitt var að loka dósunum, en þegar það ekki tókst og niðursuðan var send á markað urðu þeir gjarnan ókvæða við sem áttu að borða inni- hald dósa sem loft hafði komist í og það stundum svo að erlendir viðskiptamenn slitu bæði vináttu og viðskiptum. Með elju, ástundun, fórnfýsi og þrotlausri baráttu við óyfirstíganlega byrjunarörðug- leikaí niðursuðu tókst svo, sem beturfer, að loka dósunum, en það er í niðurlagningar- vísindum talin forsenda þess að innihaldið haldist óbreytt frá því það fer oní dósina og þartil dósin er opnuð. Vel að merkja ef hægt er að opna dósina. Nú skilst mér að það séu fleiri en konan mín sem ekki hafa lag á því að opna íslensk- ar niðursuðudósir og í Þýskalandi fara kon- ur víst í fýlu ef þeim er nær blætt til ólífis í hvert skipti sem reynt er að komast ofaní niðursuðudós. Þetta er ekkert nýtt. Það nýja í þessu máli er hinsvegar það að þettaerallt hvalveiðum íslendingaívísinda- skyni og grænfriðungum að kenna. Það er heldur ekkert nýtt að hér á íslandi séu soðnar niður GRÆNAR rússneskar rækjur og sendar til Þýskalands sem ís- lensk gæðavara. Þetta skilst manni að þýskir neytendur hafi ekki kunnað að meta, endareiknað með því að innihald rækjudósanna hefði litblæ af blóði húsmæðranna þegar þær höfðu náð því að opna dósirnar við illan leik. Þá hefur mönnum skilist að á mörkuðum hafi verið — frá öðrum löndum en íslandi — hægt að fá rauðar rækjur í opnanlegum dós- um fyrirviðráðanlegraverð helduren þærís- lensku. En hverjum dettur í hug að þessar séu ástæðurnarfyrirþví aðTengelman, Aldi Sud og hvað þeir nú allir heita haldi að sér hönd- um við kaup á íslenskri niðursuðu? Engum. Nei, nei. Þaðeru grænfriðungarsem hafa kippt mörkuðunum undan íslendingum og það er vegna hvalveiða íslendinga í vísinda- skyni sem þjóðverjar viljaekki kaupaaf okk- urdýrargrænar, rússneskar rækjurí opnan- legum dósum. Þessvegna verður ríkissjóður að hlaupa undir bagga, einsog gert var um árið þegar morkin gúanósíld varsoðin niðurá Akureyri og send til Rússlands með þeim afleiðing- um að við lá að rússar segðu íslendingum stríð á hendur. Akureyrarævintýrið hefði sjálfsagt líka verið talið hvalveiðum í vísindaskyni og* grænfriðungum að kenna, ef hvalveiðideil- an og grænfriðungar hefðu verið til í dentíð. Ég hef sagt það áður og segi það enn, að áhugi auðhringa á umhverfisvernd, mann- úðar- og eða dýrúðarmálum ristir varla djúpt. Og þegar öll kurl koma til grafar eru mótmæli auðhringa á við Tengelman, Long John Silver og Aldi Sud, við hvalveiðum ís- lendinga, nokkuð sem stundum hefurverið kallað yfirskin. Það er ekki umhverfisverndun sem svlfur yfir vötnunum, heldur er verið, í anda frjáls- hyggjunnar, að knýja fram verðlækkun og vöruvöndun á íslenskum fiskafurðum. Og í framtíðinni mun ég frekar kaupa danskar, niðursoðnar fiskafurðir helduren eigaþaðáhættu aðkonunni minni blæði út ef hún opnar dós til að næla sér í bita af grænu lag- eða góðmeti. r4r6‘a““-, vakt. 40% starí. . sírna| hiá ghjúkranarMn^^ Ljósmóðir á elliheimili? Samkvæmt þessari athyglisverdu auglýsingu, sem birtist í Morgun- blaðinu fyrir skemmstu, virðist Elli- og hjúkrunarheimilið Grund vera á höttunum eftir ljósmóður til starfa á stofnuninni. Þetta vekur auðvitað svolitla undrun. Við verð- um að vísu sífellt langlífari og sprækari, með góðri hjálp lækna- vísindanna, en það viröist ótrúlegt að þörf sé fyrir ljósmóður á elli- heimili! Nema hún eigi að aðstoða starfsstúlkur, sem kynr.u að verða léttari á næturvaktin; i, og gera þeim þannig kleift að nna til síð- ustu mínútu? Ja okkur datt þetta nú bara sisvona í hug.. álitleg veiði! Þá birtist önnur skondin auglýs- ing í Morgunblaðinu í vikunni. Þar birta bæjarfógetinn í Hafnar- firði og sýslumaður Kjósarsýslu heimild til að fram fari lögtök fyr- ir söluskatti sem í eindaga er fall- inn, án frekari fyrirvara, á kostn- að gjaldenda. Nú vitum við mætavel að fógetagerðir gefa oft vel af sér í vottagjöldum og öðr- um þess háttar þóknunum, en ekki vitum við til þess að fógetar hafi áður litið á lögtaksgjörðir sem veiði. Af einhverjum ástæð- veiði Lögtaksúrskurður Að beiðni Innheimtu ríkissjóðs mega farí fram lögtök fyrir söluskatti álögöum í Hafnar firði, Garðakaupstað, Seltjarnarnesi og Kjós- arsýslu, sem i eindaga er fallinn, svo og fyr ir viðbótar- og aukaálagningu söluskattí vegna fyrri tímabila, einnig fyrir launaskatt álögðum 1988, svo og fyrir viðbótar- of aukaálagningu launaskatts vegna fyrri tíma bila. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum get£ fariö fram án frekari fyrirvara á kostnað gjald enda en á áhyrgö ríkissjóðs, að liönum átt£ dögum frá birtingu þessa lögtaksúrskuröar ef full skil hafa ekki verið gerð. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjarnamesi. Ci/e/i imaAi irinn i Ifincarcúch i um hefur þó þótt við hæfi að setja lögtaksauglýsingu fógeta undir fyrirsögnina veiði í dálkum Morg- unblaðsins...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.