Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 13

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 2. febrúar 1989 13 spain vikuna 2.-9. febrúar. (21. mars — 20. apríl) Þu þarft að taka þig á til að vinna upp rólegheit siðustu viku. Láttu sem minnst á þér bera og hafðu ekki hátt um ráða- gerðir þinar. Þú ert vel upplagður til að takast á við krefjandi verkefni og nýtur þess að leggjadrög að framtiðinni. Forð- astu eyóslusemi, einkum um helgina þegar einhver vill hagnast á vináttu við Þig- (21. apríl — 20. maí) Sú ró sem einkennt hefur líf þitt sið- ustu vikurnar hverfur nú þegar upp kem- ur vandamál sem snertir þig óbeint. Kannaðu allar leiðir til úrbóta áður en þú tekur ákvörðun um hvaó gera skal. Um helgina er kjörið að setjast niður með ættingja og ræöa málin, en mundu að sannleikurinn getur verið sár. (21. mai — 21. jiini) Nýttu þér tilboó sem þér berst. Það kemur ekki aftur upp I hendurnar á þér sláirðu hendinni á móti þvi núna. Næsta vika er kjörin fyrir viðskiptamenn sem fæddireru í tviburamerkinu því tækifær- in til að vekja á sér athygli verða ótrúleg. (22. júní — 22. júlí) Vinnufélagar þinir viröast skyndilega boönir og búnir að aöstoða þig. Þú verð- ur aó varast að þeir hafi ekki aðeins I hugahvað þeirgeti grætt áþessari hjálp- semi sjálfir. Breytingar þarf að hugleiða vel áðuren aðframkvæmd kemur. (23. jiílí — 22. ágiísl) Vert’u heiðarlegur og gefðu aðeins þeim gullhamra sem eiga þá skilið. Verk- efni sem þú sérðfyrirendann ámun skila árangri síðar og þú skalt ekki örvænta þótt þér finnist lítil viðbrögð koma fyrst i staö. Faróu vandlega yfir öll smáatriði og haltu þig til að byrja með viö þau mál sem þú kannt örugglega tökín á. «*£ (23. ágiisl — 23. sepl.) Þú verður sjálfur að stiga fyrsta skref- iö til að ná kynnum við manneskju sem þú hrífst af. Stundvísi ermikilvægurþátt- ur sem þú þarft að sinna betur, að öðrum kosti geturðu misst af tækifærunum. Undirritaðu engin skjöl nema að vand- lega Ihuguðu máli, lestu smáa letriö! ■ fVy (24. sepl. — 23. okt.) Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þig að líta of mikið til fortíðarinnar. Þú færð engu áorkað nema horfa fram á veginn og viöurkenna með sjálfum þér að þú sért ekki fullkominn. Ollum geta orðið á mistök og þú ert engin undan- tékning. 'tUu' (24. okl. —22. nóv.) Þaö verður lítið sem truflar þína dag- legu ró á næstunni. Þú færð tækifæri til að Ijúka málum sem hafa hvflt á heröum þinum alltof lengi. Einblindu á að gera eins vel og þú getur, því óllklegasta fólk fylgist með þér. ÍTV (23. nóv. — 21. des.) Málshátturinn „hálfnaó er verk þá haf- ið er“ á vel við þig þessa dagana. Þú verð- ur sjálfur hissa á hversu miklu þú færð áorkað ef þú aðeins ýtir streitunni á braut. Taktu ekki of mikið aö þér i einu. Hafðu hugfast að heiðarleikinn borgar sig alltaf. (22. des. — 20. janúar) Varastu að detta niöur i dagdrauma og ýttu öllum þessum „ef“-orðum frá þér. Þaðertil litils aðeyðaorkunni i að hugsa um drauma sem aldrei rættust. Láttu ekki smábakfall slá þig út af laginu. Bjóddu til þin vini sem hefur uppörvandi áhrif á þig og sannaðu til: Þú litur tilver- unaallt öðrum augum áeftir. Taktu enga áhættu i fjármálum. (21. janiíar — 19. febriíar) Bættuekki frekari ábyrgðáherðar þin- ar en þú hefur nú þegar. Það sama á við um ný verkefni sem þú verður beðinn að taka að þér. Þú hefur nóg með að Ijúka þeim sem fyrir liggja. Sjálfsagt væri ráð- legt fyrir þig að fara i nýtt umhverfi svo andrúmsloftið heima fyrir verði ekki til að eyóileggja fyrir þér tækifærin. (20. febráar — 20. mars) Álit fólks á þér tekur stakkaskiptum þegar þú sýnir að þú stendur við gömul loforö. Ráðleggingar sem þú færð án þess aö leita eftir þeim eru vel þess virði að hlustaö séáþær. Horfðu fram áviðog misstu ekki sjálfstraustið þótt á móti blási. Segóu ekkert i reiði sem þú getur síðar iörast, mundu að telja upp á tiu áð- ur en þú svarar. í þessari viku: Sauður (karlmaður, fæddur 22.03. 1951) FÆÐINGARDAGURINN: Þessi maðurerfæddurámörkum fiska-og hrútsmerkisins, en höndin hefur mun meiri hrútseinkenni. Hann er jaróbundnari en fiskurinn og ekki jafnheimspekilega sinnað- ur. Hann hefur næmt fegurðarskyn og vill njóta lífsins. ALMENNT: Eigandi þessararhandarereigin- lega fæddur til að standa í átökum, enda er hann allskapmikill. Á næstú árum þarf maðurinn aó vera afarvarkárí öllu því, sem hann tekur sér fyrir hendur — ekki síst ef það tengist fjármálum á einhvern hátt. Honum hættir nefnilega til að vera svolítið fljótfær og snöggur að framkvæma. Ýmislegt þendir til þess að mað- urinn þurfi að ferðast heilmikið. lófalestur ORLAGALINAN (1): Hann hefur snemma viljað verða sjálfstæður, en það hefur samt ver- ið svolítió erfitt fyrir hann. Þetta er fremurættrækinn maður, sem sinn- ir vel sínum nánustu. Þrátt fyrir það fer hann mikið eigin leiðir i lifinu og á timabilinu frá 35 til 45 ára aldurs reynir hann að gerast mjög sjálf- stæður í framkvæmdum. Þegar maðurinn er á aldrinum 40—45 ára þarf hann raunar að ganga i gegnum töluvert miklar um- breytingar, bæði tengdar starfinu, starfsstefnunni almennt, tilfinn- ingamálum og einkalífi. i framhjáhlqupi Eiríkur Hauksson Eiríkur Hauksson rokk- söngvari — Rauöa Ijóniö — hefur að undanförnu dvalist í Noregi þar sem hann syngur meö bárujárnssveitinni Artch. í síðustu viku fékk hljómsveitin plötusamning í Ameriku og innan fárra daga kemur plata hennar, Another Return, út þar vestra. Og það sem meira er: Um næstu mánaðamót er Artch væntanleg til íslands og heldur tvenna tónleika á Hótel íslandi. Pressan spjallaði vió Eirík Hauksson. í framhjá- hlaupi. Persóna sem hefur haft mest áhrif á þig. Ha! Eiríkur hugsar sig lengi um. — Ég hlýt að vera mjög „áhrifalaus" maður. Ef ég nefni einhverja í tónlistinni nefni ég bara söngvarana í Deep Purple í gegnum tíðina. — Hvenær hefurðu orðið hræddastur á ævinni? Einhverju sinni þurfti ég að keyra einn um Hvalfjörð að nóttu til í fljúgandi hálku til að ná flugvél til útlanda. Ég var með hjartaö í buxunum allan tímann. — Hvenær hefurðu orðið glaðastur á ævinni? Klassískt svar: Þegar börnin mín fæddust. Og svo líka þeg- ar platan okkar í Artch fékk fimm K eða hæstu einkunn I metalblaðinu Kerrang. — Hvers gætirðu sist verið án? Svefns og matar. — Hvað finnst þér krydda tilveruna mest? Öll tabúin í lífinu. — Hvað fer mest í taugarn- ar á þér? Eigin óstundvísi. — Hvað finnst þér leiöin- legast að gera? Taka ákvarðanir. — Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara út á lífió með góðum félögum. Hver er pinlegasta staðan sem þú hefur lent í? Eitt sinn átti ég að mæta í útvarpsviðtal við Sigurð vin minn Sverrisson á rás 2 en svaf yfir mig. Þegar ég kom ekki á réttum tima sagði Siggi að ég hlyti að vera væntanlegur á hverri stundu. Svo leið og beið, hann varfarinn að auglýsaeftir mérog gerði það í tværklukku- stundir meðan rauða Ijónið svaf vært. Hvað vildirðu helst starfa við annað en þú hefur að aðal- starfi nú? Helst vildi ég verafélagsráð- gjafi hjá einhverjum sjeik í ol- íulöndunum. Mérskilst að þeir hafi það virkilega gott.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.