Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 9

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 2. febrúar 1989 9 FLESTIR BÚA RÚMT OG VEL i EIGIN HÚSNÆÐI Félagsvísindastofnun kannaði samsetningu umsækjenda við Húsnæðisstofnun fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmólaróðherra UMSÆKJENDUR VIÐ HUSNÆÐISSTOFNUN Pressan birtir glænýjar niðurstöður úr könnun á þeim tugþúsundum íslendinga sem eru á biðlista við Húsnœðisstofnun eða œtla að sœkja um lán innan tveggja ára. Rúmur helmingur umsækjenda sem bíða eftir láns- loforði frá Húsnæðisstofnun ríkisins eða 57% á hús- næði fyrir. 20% umsækjenda á biðlista búa í leigu- húsnæði á almennum markaði, 15% búa hjá foreldr- um eða ættingjum og 8% í öðru leiguhúsnæði. Þessar upplýsingar er að finna í glænýrri könnun Félagsvísindastofnunar á aðstæðum þeirra sem eiga lánsumsókn hjá Húsnæðisstofnun eða hyggjast sækja um húsnæðislán á næstu tveimur árum, skv. heimildum Pressunnar. Könnunin var gerð að frumkvæði Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra fyrir félagsmálaráðu- neytið, í kjölfar annarrar könnunar sem Félagsvís- indastofnun gerði á húsnæðisþörf landsmanna og kynnt var í byrjun janúar. Þær niðurstöður sýndu að 35% höfuðborgarbúa og 23% landsbyggðarfólks á aldrinum 20—70 ára eiga lánsumsókn hjá Húsnæðis- stofnun eða ætla að sækja um lán á næstu tveimur ár- um. Jóhanna bað Félagsvísindastofnun strax um aðra könnun til að fá sundurliðun á þessum hópi og liggja þær niðurstöður nú fyrir. Skv. niðurstöðum könnunar- innar búa 33% þeirra sem hyggj- ast sækja um húsnæðislán á næstu tveimur árum i eigin hús- næði. 21% býr hjá foreldrum eða ættingjum, 17% eru í leiguhús- næði á almennum markaði og 29% í öðru leiguhúsnæði. 70 milljarða þörf_____________ Frá því að nýja húsnæðiskerfið var sett á hafa um 17.000 manns sótt um lán hjá stofnuninni, nú bíða rúmlega 10.000 umsækjend- ur í biðröðinni. Eins og félags- málaráðherra hefur ítrekað bent á hafa upphafleg markmið hús- næðislaganna ekki staðist. Upphaflega var gert ráð fyrir 1.600 umsóknum á ári fyrstu tvö árin vegna nýbygginga og að kúf- urinn myndi síðan lækka í 1.400 umsóknir á ári. Búist var við 2.200 umsóknum vegna eldri íbúða fyrstu tvö árin sejn síðan myndi lækka í 2.000 umsóknir þaðan í frá. Raunin hefur sem kunnugt er orðið allt önnur. Húsnæðiskönn- un Félagsvísindastofnunar, sem birt var í janúar, sýndi að um 15% höfuðborgarbúa og 9% lands- byggðarbúa höfðu þegar lagt inn umsókn um lán hjá Húsnæðis- stofnun. Og 20% höfuðborgar- búa og 14% landsbyggðarbúa ætluðu að sækja um lán á næstu tveimur árum. Samkvæmt þessu vantar um 70 milljarða í kerfið til að fullnægja þessari þörf. 70% búa i góðu húsnæði Niðurstöðurnar úr könnun Fé- lagsvísindastofnunar á samsetn- ingu biðraðarinnar við Húsnæð- isstofnun sem Pressan kynnir hér sýna að 56% þeirra sem þegar hafa sótt um lán til stofnunarinn- ar telja sig nú þegar búa mátulega eða of rúmt. 44% telja sig búa of þröngt. 68% telja sig búa í góðu eða fremur góðu húsnæði en 32% í sæmilegu eða lélegu húsnæði. Þetta er eingöngu sá hópur sem þegar hefur lagt inn lánsumsókn. Af þeim sem hyggjast sækja um húsnæðislán á næstu tveimur ár- um segjast 70% búa í góðu eða fremur góðu húsnæði en 30% í lé- legu húsnæði. 52% þeirra sem eiga umsókn hjá Húsnæðisstofnun eru á aldr- inum 20—30 ára. 33% eru 31—40 ára, 9% 41—50 ára og 6% á aldr- inum 51—70 ára. Af þeim sem ætla að sækja um lán innan tveggja ára eru 63% á aldrinum 20—30 ára, 21% er 31—40ára, 12% 41—50áraog4% væntanlegra umsækjenda eru á aldrinum 51—70 ára. Aðeins 37% þeirra sem nú eru í biðröð hjá Húsnæðisstofnun eru að sækja um lán til kaupa eða byggingar á sinni fyrstu íbúð. 63% þeirra sem ætla að leggja inn umsókn hafa aldrei byggt né keypt áður. Ef við lítum aðeins á þá ein- staklinga sem eru þegar komnir í biðröðina hjá Húsnæðisstofnun þá hafa 30% þeirra keypt sér íbúð einu sinni, 16% tvisvar, 11% þrisvar og 6% hafa keypt notað eða nýtt húsnæði 4—6 sinnum. Skiptingin í hópnum sem ætlar að Ieggja inn lánsumsókn á næstu tveimur árum er eftirfarandi: 21% ætlar að sækja um lán til að kaupa sér húsnæði í annað sinn, 7% hafa tvisvar áður keypt eða byggt, 5% hafa þrisvar sinnum keypt eða byggt sér húsnæði og 4% hafa keypt eða byggt í 4—6 skipti. 50% í fjölbýlishúsi Hvernig búa umsækjendur í dag? Af þeim sem þegar hafa lagt inn lánsumsókn og búa í eigin húsnæði búa 50% í fjölbýlishúsi, 17% búa i einbýlishúsi, 14% í rað- húsi, tvíbýlis- eða parhúsi, 17% í litlu sambýlishúsi og 2% segjast búa á bóndabæ. 30% þeirra sem ætla að sækja um húsnæðislán innan tveggja ára og búa í eigin húsnæði búa í fjölbýlishúsi, 12% búa í einþýlis- húsi, 13% á bóndabæ, 25% í rað- húsi, tvíbýlis- eða parhúsi, 13% í litlu sambýlishúsi og 7% í kjall- araíbúð sem svo er skilgreind. Af þeim sem þegar eru komnir í biðröðina og búa í eigin húsnæði segja 75% ástand húsnæðis síns vera mjög gott eða fremur gott. 25% segja eigið húsnæði sæmi- legt eða lélegt. 64% íbúðareigenda í hópi þeirra sem ætla að sækja um hús- næðislán á næstu tveimur árum segja húsnæði sitt mjög gott eða fremur gott en 36% telja húsnæði sitt í sæmilegu eða lélegu ástandi. Hér hefur verið greint frá nokkrum athyglisverðum niður- stöðum úr könnuninni skv. heim- ildum Pressunnar, en hún mun verða kynnt innan skamms í heild sinni. Þessar upplýsingar eru sagðar eiga eftir að vekja verulega athygli og umræður. Ekki sist í tengslum við fyrirhugaðar breyt- ingar á húsnæðiskerfinu en Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra áformar að koma hús- bréfakerfinu í lög á yfirstandandi þingi. Því er ætlað að eyða hinni gífurlegu biðröð sem hefur mynd- ast hjá lánadeild Húsnæðisstofn- unar. Niðurstöður þessarar könn- unar munu ugglaust verða nota- drjúgar þegar farið verður að meta hina raunverulegu þörf ís- lendinga á lánum til húsnæðis- lcaupa — samsetningu og aðstæð- 57% umsækjenda búa i eigin húsnæði. 68% telja sig búa i góðu húsnæði fyrir. Meirihluti umsækjenda er að sækja um lún til kaupa i fyrsta skipti. Mikill meirihluti þeirra sem ætla að sækja um lún innan tveggja ára á ekki húsnæði fyrir. ur hjá þeim sem þegar hafa lagt inn lánsumsókn eða ætla að gera það innan tveggja ára. Að öllu óbreyttu má hins vegar búast við að í lok þessa árs hafi verið sótt um lán til u.þ.b. fimmtu hverrar íbúðar af þeim 82 þúsund íbúðum sem ekki teljast til félagslega íbúðakerfisins á íslandi. Núverandi húsnæðisaðstæður umsækjenda: Umsækjendur á biðlista Væntanlegir umsækjendur — búa ( eigin húsnæði: 57% — þja i eigin húsnæöi: 33% — búa hjá foreldrum/ættingjum: _ búa hjá foreldrum/ættingjum: 15% 21% —bua I leiguhúsnæði á atm. —búa fleigu áalm. markaði: 17% markaói: 20% _ búa | öðru leiguhúsnæði: 29% —búa I öðru leiguhúsnæði: 8% Hafa byggt eða keypt áður: Umsækjendur á biðlista Væntanlegir umsækjendur — aldrei: 37% • — aldrei: 63% — einu sinni: 30% — einu sinni: 21% — tvisvar: 16% — tvisvar: 7% — þrisvar: 11% — þrisvar: 5% — fjórum—sex sinnum: 6% — fjórum—sex sinnum: 4% Aldur umsækjenda: Væntanlegir umsækjendur Umsækjendur á biölista 20—30 ára: 63% 20—30 ára: 52% 31— 40 ára: 21% 31—40 ára: 33% 41—50 ára: 12% 41—50 ára: 9% 51—70 ára: 4% 51—70 ára: 6% Húsnæði umsækjenda sem eiga fasteign: Umsækjendur á biðlista I Væntanlegir umsækjendur — fjölbýlishús: 50% — fjölbýlishús: 30% — einbýlishús: 17% — einbýlishús: 12% — raö-, tvlbýlis- eða parhús: 14% i— rað-, tvibýlis- eða parhús: 25% — Iltiö sambýlishús: 17% — lítið sambýlishús: 13% — bóndabær: 2% — bóndabær: 13% — kjallari: 0% — kjallari: 7%

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.