Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 20

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 2. febrúar 1989 bridge Hugh Kelsey hefur sent frá sér nýja bók; „Improve Your Partn- er’s Defence“ (hjálpaðu félaga þínum að bæta vörnina). Ekki ætti það að vera okkur á móti skapi? Bókin er notadrjúg öllum reyndari spilurum. Lítum á gott dæmi: ♦ Á632 V ÁD ♦ G43 ♦ Á854 ♦ K984 V 642 ♦ 2 •¥• KD1092 ♦ DG107 ¥9 ♦ ÁKD105 •¥• G63 ♦ 5 i V KG108753 ♦ 9876 •¥• 7 N er gjafari, enginn á, og vekur á 1-laufi. 1-tígull í austur og 4- hjörtu suðurs binda enda á frekari sagnir. J Gefum höfundi orðið: „Útspilið er tíguleinspil vesturs og austur fær slaginn á tíuna. Það blasir við að sagnhafi á 4 tígla og áreiðanlega 7 hjörtu til að réttlæta meldinguna. Það er því ekkert að hafa uppúr því að skipta í svörtu litina. Eina vonin er að hindra tígultrompun í borði. í öðrum slag skipti austur því í tromp. Ef suður vinnur í blindum og spilar tígulgosa og austur leggur á er vitaskuld hugs- anlegt að vestur trompi af félaga til að spila síðasta trompinu. En austur á betri kost. Ef hann lætur tígul-5 þvingar hann félaga sinn blátt áfram til þess að finna réttu vörnina.“ Ég vildi óska að spilafélagar mínir léttu mér lífið svona! skák Italski leikurinn í ritum Grecos kemst maður fyrst í beina snertingu við skák- menn fyrri alda, sér þá að tafli. Áður hafði verið skrifað um skák frá ýmsum sjónarmiðum, en nú kemst maður í kynni við hand- bragð skákmannanna sjálfra, fylgist með þeim að verki. A þess- um tímum var allt kapp lagt á sóknina en varnartæknin var heldur bágborin enda Iítið um hana hirt. Menn lögðu ótrauðir í sókn með einn eða tvo menn með- an meginherinn beið óvirkur heima. Tækist sú sókn ekki var taflið ein rjúkandi rúst. Mikið var lagt upp úr hraða sóknarinnar og menn víluðu ekki fyrir sér að fórna peði eða jafnvel manni til þess að verða á undan með sína at- lögu. Kóngsbragðið var í hópi vinsælustu byrjana og segir það sína sögu, jafn margbrotin og flókin sem sú byrjun er. Önnur vinsæl byrjun hlaut nafnið giuoco piano — hinn rólegi leikur — og hefur á ís- lensku verið nefnd ítalski leikur- inn. Einkennisleikir hennar eru: 1 e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Bc4 Bc5. Um þessa byrjun fjallar Greco á svo snjallan hátt að athuganir hans eru í fullu gildi enn; Greco — N.N. 1 e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Bc4 Bc5 4 c3 Rf6 5 d4 ed4 6 ed4 Bb4+ 7 Rc3 Rxe4 8 0-0 Rxc3 9 bc3 Bxc3 10 Db3! Bxai 11 BxH+ Kf8 12 Bg5 Re7 (12 - Rxd4 13 Da3+ Kxf7 14 Bxd8 Hxd8 15 Hxal Rc2 16 Db3 + og 17 Dxc2) 13 Re5! Bxd4 (eða 13 - d5 14 Df3 Bf5 15 Be6) 14 Bg6! (Snjall leikur og dæmigerður fyrir sóknarstíl Grecos. Nú standa öll spjót á f7) 14-d5 15 Df3+ Bf5 16 Bxf5 Bxe5 17 Be6+ og vinnur. Annað dæmi um sömu byrjun: Greco — N.N. 1 e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Bc4 Bc5 4 c3 Rf6 5 d4 cd4 6 cd4 Bb4+ 7 Rc3 GUÐMUNDUR Rxe4 8 0-0 Rxc3 9 bc3 Bxc3 10 Db3 Bxd4 11 BxH+ Kf8 12 Bg5 Bf6 13 Hael Re7 14 Bh5 14 - Rg6. (Hér á svartur um ýmsar leiðir að velja: a) 14 - d5 15 Hxe7 Kxe7 16 Hel+ Kf8 17 Db4+ Kg8 18 He8+ Dxe8 19 Bxe8, b) 14 - d5 15 Hxe7 Kxe7 16 Hel + Kd6 17 Bf4 + Kc6 18 Hcl + Kd7 19 Dxd5+ Ke7 20 Df7 mát, c) 14 - d5 15 Hxe7 Dxe7 16 Hel Dd7 17 Db4+ Kg8 18 He8 +, d) 14 - d5 15 Hxe7 Dxe7 16 Hel Be6 17 Rd4 Bxg5 18 Rxe6+ Kg8 19 Dxd5 c6 20 Db3 Df6 21 Rxg5+ Kf8 22 Db4+ Kg8 23 Bf7+ Dxf7 24 Rxf7) 15 Re5 Rxe5 16 Hxe5 g6 17 Bh6+ Bg7 18 Hf5+ gf5 19 Df7 mát. Eitt dæmi enn af taflmennsku Grecos, nú beitir hann kóngs- biskupsbragði: Greco — N.N. 1 e4 e5 2 f4 ef4 3 Bc4 Dh4+ 4 Kfl Bc5 5 d4 Bb6 6 Rf3 De7 7 Bxf4 Dxe4 8 BxH+ Kf8 9 Bg3 Rh6 10 Rc3 De7 11 Bb3 c6 12 Dd3 d5 13 Hel Df7 14 Bd6+ Kg8 15 He7 Df6 16 Rxd5 Dxd6 (16 - cd5 17 Bxd5+ Kf8 18 Hf7+ og mát- ar) 17 Rf6+ Kf8 18 He8 mát. krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 PRESS UKROSSGÁ TA NR. 19 Skilafrestur er til 14. febrúar. Utanáskriftin er „PRESSAN, Ármúla 36, 108 Reykjavík. Krossgáta nr. 19“. Verðlaun fyrir 19. krossgátuna eru bókin „Heilagur andi og englar vítis“ eftir Ólaf Gunnarsson. Þetta ergleðisaga um björg- un jarðarinnar, sem Forlagið gefur út. Dregið hefur verið ur innsendum lausnum fyrir 17. krossgátu. Upp kom nafn Erlu Ásmundsdóttur, Kringlumýri 10, 600 Akur- eyri og fœr hún senda bókina Ætternisstapi og átján vermenn eftir Þorstein frá Hamri. t'Il. úr Wi

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.