Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 2

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 2
 Fimmtudagur 2. febrúar 1989 PRESSU MOLAR réttastofu Ríkissjónvarpsins bætist nýr liðsmaður næstkomandi mánudag. Þá kemur þar til starfa Unnur Ulfarsdóttir, sem verið hef- ur blaðamaður um árabil bæði á Vikunni og hjá Frjálsu framtaki. Þar með fjölgar þó ekki konum á fréttastofunni, því Unnurer ráðin í stöðu Katrínar Pálsdóttur, sem fengið hefur ársleyfi frá störfum... Tæpar Ijorar vikur eru nu þar til bjor fer að flæða a landi her. Bjorstofur eru i bygg- ingu hér og þar um landið. Þar a meðal Bjórstofa Elsu, sem ætlunin var að opna í Þórs- katfi um næstu helgi. Nú hefur hins vegar orðiö aö seinka opnuninni um viku. — Á myndinni má sjá nokkra helstu aðstandendur bjórstofunnar: Harald Sigurðsson. Magnús Kjartansson, Vilhjálm Guðjónsson, Nadiu K. Banine, Elsu sjálfa, Egil Ólafs- son og Finnboga Kjartansson. Ljósm.: Jóh. Long. MYND LJÓÐ TÖN LIST C á^íðastliðinn laugardag gerði veður vont og Iét lögreglan það boð út ganga í útvarpi að menn skyldu halda sig heima, nema þeir ættu brýnt erindi út í ófærðina. Leið ekki á löngu þar til tilkynningar fóru að heyrast í útvarpi urn ýmsa fundi og mannfagnaði, sem frestað var vegna veðurs. Klukkan tvö þennan dag átti að frumsýna barnaleikritið Ovita í Þjóðleikhúsinu og hafa ef- laust einhverjir átt von á að sýning- in yrði felld niður, eins og funda- höld fullorðna fólksins. Sú varð þó ekki raunin, heldur var frumsýnt fyrir börnin þrátt fyrir óþekkt veð- urguðanna... Það er listaveisla með kaffi- sopa á dagskránni í sýningar- salnum Nýhöfn við Hafnar- stræti í kvöld. Þangað mæta Ijóðskáldin Steinar Jóhanns- son, Sveinbjörn Þorkelsson, Júlía Arndís Arnadóttir, Margrét Óskarsdóttir, Steinunn Ás- mundsdóttir, Ingibjörg Þóris- dóttir, Bragi Ólafsson og Mel- korkaTheklaÓlafsdóttirog lesa úrverkum sínum. Elísabet Indra Ragnarsdóttir ætlar að leika einleik á fiðlu. Aðstandendur Nýhafnar, sem- lofa kaffiveitingum í hléi, segj- ast ætla að reyna að gera uppá- komu sem þessa að föstum mánaðarlegum lið i starfsemi listasalarins. Þar stendur yfir sýning Kristínar Þorkelsdóttur á vatnslitamyndum. Frá henni varsagt í síðasta Pressuplús. — Listaveislan hefst í kvöld klukk- an hálfniu. velkomin 1. Þessi sfúlka fæddist 28. janúar, fyrsta barn Gudrúnar Sveinsdótt- urog Rúnars Þóröarsonar. Hún vó 13 merkur og var 51 sm löng viö fæðingu, finleg dama. i heiminn 2. Einum degi siðar, 29. janúar, fæddist Þórhildi Þorsteinsdóttur og Kristjáni Guðnasyni einnig fyrsta barn sitt. Það var líka stúlka, 16 marka þung og 52 sm löng. I 3. Hér kemur þriðja barnið á heim- ili Elsu Hallvarðsdóttur og Guð- finns Árnasonar. Stúlkan fæddist 27. janúar, vó 14 merkur og var 50 sm löng. Heima biðu hennar tvö eldri systkini. Þráinn klippir og klippir Vel miöar með nýjustu kvikmynd Þráins Bertelssonar, Magnús. Hún var tekin upp í fyrra og nú er veriö aö klippa. „Myndin er rúmlega hálfnuð í klippingu núna,“ segir Þráinn. „Ég reikna með aö vera meö tilbúið sýningareintak i höndunum i lok maí. Ég ætla þó ekki að frumsýna fyrr en í september. Reynslan hefur kennt okkur kvikmyndageröarmönnum aö þaö þýöir ekkert aö sýna á sumrin. Það er því um aö gera aö þrauka fram á haust.“ Vinnuheiti nýju myndarinnar er Magnús. Þráinn segist ekki enn geta upplýst neitt um endanlegt heiti. „Ég er búinn aö kalla hana Magnús svo lengi aö mér dettur ekkert annað í hug. Reyndar voru einhverjir aö stinga því aö mér að kalla hana bara Megas. Fara sömu leiðina og Magnús Þór Jónsson þegar hann breytti sinu nafni hér um árið.“ Þráinn Bertelsson stefnir á að frumsýna Magnús i haust. 4. Og hér kem ég, enn ein stelpan! Ég fæddist líka 27. janúar og var 12 merkur og 50 sm. Foreldrar minireru Fanney Ásgeirsdóttirog Gestur Skarphéðinsson og ég er fyrsta barn þeirra. 5. En ég er sko strákur! Mamma mín heitir Arna Vignisdóttir og pabbi minn Rúnar Þórisson. Ég fæddist 29. janúar og var 16,5 merkur og 53 sm á lengd. Ég er fyrsti strákurinn sem þau eignast, en þau eiga tvær stelpur fyrir. 6. Æ, ég get ekki haldið geispan- um lengur... Fyrsta barn Dagmar- ar Bjartmarsdóttur og Arnórs G. Ólafssonar fæddist 28. janúar. Hún vó 14 merkur og var 51 sm löng. 7. Mér líður sko vel! Sjáiði það ekki alveg? Ég er strákur og fædd- ist 26. janúar, 17,5 merkur og 53 sm. Foreldrar mínir eru Ágústa Óskarsdóttir og Pétur H. Pálsson og ég er fjórða barn þeirra. Og getiði hvað. Heima hjá mér eru ÞRJÁR systur svo ég flyt i algjört kvennariki! 8. Ég er líka fjórða barn. Mamma mín og pabbi eru Jóhanna G. Árnadóttir og ingimar Cizzowitz. Ég á tvo bræður og eina systur. Þegar ég fæddist 26. janúar var ég 12,5 mprkur óg 51 sm langur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.