Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 19

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 2. febrúar 1989 19 i MEÐ UM FLUGMANNI svo kalt i honum að tær trommuleikarans Charlie Bunch kól. Hann var því skil- inn eftir á næsta sjúkrahúsi. Þann 1. febrúarvoru haldn- ir síðdegistónleikar I Appel- ton í Wisconsin og kvöldkon- sert í Green Bay. Siðan var öllu hafurtaskinu troðið í langferðabíl og við tók tæp- lega sex hundruð kílómetra lökuferð I brunagaddi til næsta áfangastaðar, Clear Lake í lowa. Bíllinn bilaði aftur og klukkan sex um kvöldið renndu þeir félagarnir upp að húsinu þar sem hljómleikar þeirra áttu að hefjast klukkan átta. Þar eð ískalt var í bílnum urðu allir að klæðast öllum þeim fötum sem þeir höfðu meðferðis, sviðsfatnaðinum sem öðru. Engin hreinlætis- aðstaða var í bílnum svo að ferðafélagarnir voru farnir að lykta grunsamlega. Buddy Holly var nóg boðið. Þar eð hann var aðalnúmer tónleika- ferðarinnar ákvað hann að fljúga með hljómsveit slna frá Clear Lake til Moorhead í Minnesota þar sem áætlað var að skemmta kvöldið eftir. Með því móti tækist honum og félögum hans að ná nokk- urra klukkustunda svefni auk þess sem hægt yrði að fá föt . þvegin og hreinsuð. Tommy og Waylon voru aldeilis til I að hvíla sig á þjóðvegum og stytta sér leið með flugvél. Eigandi skemmtistaðarins I Clear Lake hringdi því fyrir þá félaganatil lítils leiguflug- ifélags, Dwyers Flying Service, og pantaði litla flug- þvi að spila á trommurnar með Buddy Holly og félög- um. Sem aukanúmer tróðu Buddy, Ritchie og The Big Bopper upp og sungu nokkut lög saman. Eftir tónleikana hringdi Buddy í konu sína og sagði ferðina vera á síðasta snúningi og hann kæmi því bráðlega heim. í LOFTIÐ Þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í eitt eftir miðnætti komu þeir Buddy, Ritchie og Big Bopper út á flugvöll. Roger Peterson beið eftir þeim himinlifandi yfir því að fá svo fræga poppara sem farþega. Buddy heimtaði að fá að sitja framml. Hann hafði að undanförnu dundað sér við að læra að fljúga án þess að Maria hefði um það hugmynd. Og síðan hóf rauð fjögurra sæta Beechcraft- flugvélin sig á loft í sína síð ustu för. Roger Peterson hafði skil- að flugáætlun sinni. En ein- hverra hluta vegna gleymdu flugumferðarstjórarnir að láta hann vita af því að hluta leið- arinnar yrði hann að fljúga blindflug. Flugleiga Dwyers hafði einungis leyfi til að ferðast í sjónflugi. Peterson hafði að auki fallið á blind- flugsprófi árið áður. Fljótlega eftir að á loft var komið varð Roger Peterson að skipta yfir í blindflug. Hann tapaði stefnunni þegar í stað, væntanlega einnig vegna þess að kompásinn var staðsettur í Beechcraftvél- inni þveröfugt við það sem hann var vanur. Peterson ruglaðist svo gersamlega að hann steingleymdi að til- kynna endanlega um flugleið sína. Dwyer sjálfur var kom- inn á staðinn og hann tók eftir þvi að vélin lét einkenni- lega í loftinu. Hann kallaði í Peterson um talstöðina en fékk ekkert svar. Hann reyndi aftur nokkru síðar. Án árang- urs. Þá hafði hann samband við flugvöllinn í Fargo. Þar hafði enginn heyrt neitt frá Peterson og félögum. Nokk- uð hafði hvesst. Dwyer kann- aði á korti hvort Peterson hefði neyðst til að lenda á einhverjum flugvelli í ná- grenninu vegna veðurs. Eng- inn kannaðist við neitt. Skömmu fyrir dögun þann 3. febrúar var tilkynnt að Beech- craft-vélarinnar væri saknað. ■ Dwyer sagðist síðar svo frá við rannsóknarnefnd: „Ég gat ekki setið ( óvissu á jörðu niðri. Ég fór því í leitarflug og reyndi að imynda mér þá leið sem Roger hefði farið. Tæpa þrettán kílómetra norðvestan við flugvöllinn kom ég auga á flakið.“ Vélin hafði skollið niöur á kornakur og lá brotin upp við girðingu. Hægri vængurinn hafði lent í jörðinni og rifnað af. Afgangurinn af flugvélinni þeyttist áfram nokkur hundr- uð metra og stöðvaöist á girðingunni. The Big Bopper hafði henst nokkra tugi metra yfir girðinguna. Buddy og Ritchie þeyttust í hina átt- ina. Peterson var fastur I flak- inu. Allt benti til þess að allir hefðu þeir látist samstundis. Ástæðan fyrir þvi að Buddy Holly hafði sagt skilið við félaga sína var ágreining- ur um heilindi Normans Petty, samstarfsmanns þeirra, upptökustjóra og laga- höfundar. Kvöldið sem slysið varð héldu þeir fund þar sem þeir komust að þeirri niður- stöðu að Buddy hefði haft rétt fyrir sér um Norman og þeir skyldu því byrja að vinna saman á ný. Maria gaf þeim upp símanúmerið í Moor- head, næsta áfangastað Vetr- ardansveislunnar, og þangað reyndu The Crickets árang- urslaust að hringja í nokkrar klukkustundir. Þegar félagar hinna látnu úr Vetrardansveislunni komu til Moorhead fengu þeirsorg- arfregnirnar. Nokkrir brustu i grát. Þegar í stað var skotið á fundi og á honum var ákveð- ið að halda hljómleikana um kvöldið eins og ráð hafði ver- ið fyrir gert. Efnt var í snatri til hæfileikakeppni til að finna listamenn í stað hinna látnu. Sigurvegari varð hljóm- sveitin Shadows frá Fargo. Söngvari hennar var Robert Velline. Hann náði síðar heimsfrægð sem Bobby Vee. Um feril hans má því með sanni segja að eins dauði sé annars brauð. Kvöldi síðar bættust Frankie Avalon og Jimmy Clanton í hópinn. Vetrardansveislan hélt áfram eins og ekkert hefði iskorist. En kaflaskipti höfðu orðið í sögu vestrænnar dægurtón- listar. Þýtt og endursagt úr Rock Of Ages. vél fyrir popparana. Jerry Dwyer, eigandi leigunnar, var ekki við sjálfur, en ungur flugmaður sem vann fyrir hann, Roger Peterson aö nafni, var meira en til í að skutla þeim til Fargo í Norður-Dakota sem var spöl- korn frá Moorhead. RITCHIE VANN HLUTKESTI Hinir í vetrardansveislunni fréttu fljótlega af ráðabruggi Buddys og félaga hans um að fljúga til næsta áfanga- staðar. Hinir voru jafnþreyttir á að ferðast í ísköldum lang- jferðaþíl og Buddy, Waylon og ITommy. The Big Bopper barmaði sér hástöfum við Waylon og sagðist ekki geta ílengur setið í þröngum bíl stærðar sinnar vegna. Þar að auki væri hann orðinn kvef- aður. Waylon Jennings gaf Isig eftir stutta stund. Þá kom Ritchie Valens og bað Tommy Allsup að láta sitt sæti í ílugvélinni eftir. 'Tommy hélt nú síður. Ritchie hélt áfram að suða þar til iTommy samþykkti að þeir jlétu hlutkesti ráöa því hvor iflygi. Ritchie vann hlutkestið. Hljómleikarnir í Clear Lake tókust vel eftir atvikum. Tón- listarmennirnir voru helkaldir eftir hrakfallaferðina frá Green Bay. Og þar eð nokkrir höfðu helst úr lestinni varð Buddy Holly að leika á trommur hjá Dion And The Belmonts. Og bassaleikari Belmonts, Carlo Mastr- angelo, launaði greiöann með ftock 'n Roflers, pilot Diein t ,e ,n Tragi ic ne Cr *sh

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.