Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 23

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 2. febrúar 1989 Z sjúkdómar og fólk FYRIRTÍÐASPENNA Fyrirlestur í kvenfélagi Einu sinni var ég beðinn að halda fyrirlestur um læknisfræðilegt efni í kvenfélagi. Við vorum smástund að ákveða fundarefnið en afréðum loks að tala um fyrirtíðaspennu. Ég fór í bókaskápinn og tók fram nokkrar af gömlu kennslubókun- um í kvensjúkdómafræðinni og fór að lesa um þetta einkenni. í einni skruddunni Ias ég að 50% af öllum sjálfsmorðum hjá konum yrðu á dögunum fyrir tíðir og öllum smá- slysum bæði heima fyrir og úti á vegunum fjölgaði verulega hjá kon- uni þessa daga. Heimsóknum kvenna til lækna fjölgaði, svo og innlögnum barna þeirra á sjúkra- hús, sem kannski mætti rekja til einkenna mæðranna. Fyrirtíða- spenna er þannig vandamál, sem ástæða er til að taka af fullri alvöru. Ég las mér til í ýmsum bókum um þetta ástand, en það besta, sem ég fann, var viðtal við Jens A. Guð- mundsson kvensjúkdómalækni í einhverju blaði, þar sem hann lýsti þessu ákaflega skilmerkilega. Ég ákvað því að fara á kvenfélagsfund- inn með þessa grein í farteskinu og nota hana sem aðalheimild. Stórar rjómatertur á borði Kvenfélagsfundurinn var haldinn i safnaðarheimilinu. Þegar ég kom á staðinn voru þangað komnar all- margar konur á öllum aldri til að hlýða á mál mitt og drekka kaffi. Búið var að leggja á stórt borð ótölulegar tegundir af rjómatert- um, súkkulaðitertunr og brauðtert- um auk nokkurra bakka með flat- kökum og hangiketi. Mér féllust al- veg hendur þegar ég sá kökuborðið, enda hafði ég ekki upplifað svona mikið af þeyttum rjóma á einum og sama staðnum fyrr. — Það er von að megrunin gangi illa hjá sumum sjúklinga minna, tautaði ég fyrir munni mér, þar sem ég stóð og virti fyrir mér herlegheitin. En svona veislur ættu að Ieysa eitthvað af vandamálum landbúnaðarins og mjólkurbúanna. Eftir nokkra bið OTTAR kom ég mér í ræðustólinn og fór að tala. Líkamlegt og andlegt fyrirbœri — Fyrirtíðaspenna er bæði lík- amleg og andleg. Talið er að yfir helmingur allra kvenna finni fyrir einkennum fyrirtíðaspennu, 30% þjáist beinlínis vegna hennar og 5—10% finni fyrir svo slæmum ein- kennum, að þær þurfi að leita sér hjálpar. — Aldrei fór ég til Iæknis, sagði kona á fremsta bekknum, sem hlustaði af mikilli athygli. — Nei, þetta var litið öðrum augum hér áð- ur og talið eðlilegt fyrirbæri, en nú er farið að gefa þessu meiri gaum, sagði ég og hélt svo áfram. — Þau einkenni, sem mest er talað um, eru skapsveiflur. í sumum enskum bókum, sem ég las, var talað um konur sem „once a month witches", eða nornir einu sinni í mánuði kringum tíðirnar. Konum finnst þær eiga erfitt með að hafa stjórn á skapi sínu og skapsveiflurnar eru miklar og stutt úr ofsagleði í mikla sorg. Sumar konur verða mjög hryggar og fá erfið grátköst. Kon- urnar geta haft allt á hornum sér og umhverfinu finnst þær ákaflega fjandsamlegar og fjasandi yfir öllu mögulegu. I bók eftir sænskan geð- lækni um þetta efni talar hann mest um neikvæðar tilfinningar kvenn- anna gagnvart umhverfinu, sem oft geta eitrað andrúmsloft á heimilum og torveldað öll tjáskipti, ef enginn skilningur er fyrir hendi á þessum einkennum. Sumar konur verða ákaflega örar á þessum tíma og af- kastamiklar og geta þá tekið sig til og ryksugað heilu húsin og bakað fjöldann allan af stríðstertum. — Er það þess vegna sem þú bak- aðir svona margar kökur núna, Heiða mín? spurði ein af konunum hátt. Flestar hlógu, en sú sem ávörpuð var beit saman tönnunum og þagði, ergileg á svipinn. Öll ákvarðanataka verður erfið á þess- um tíma og konur sem eru illa haldnar af fyrirtíðaspennu eiga helst ekki að taka neinar meirihátt- ar ákvarðanir dagana fyrir blæð- ingar. Þessi andlegu einkenni eru algengust og alvarlegust, en önnur einkenni eru oft líkamleg eins og verkir og þroti í líkamanum og margar konur kvarta undan bjúg, spennu í kvið, þrýstingi í húð, bak- verkjum og bólum í andlifi. Orsök einkennanna og meðferð — En af hverju stafa svo þessi ósköp? spurði ein af konunum. — Það er ekki alveg vitað. Egglos og framleiðsla líkamans á hormón- inu Progesteron eru forsenda þess, að konur fái fyrirtíðaspennu. Þó hefur ekki verið hægt að sýna fram á neinn mun á þeim konum sem hafa alvarlega fyrirtíðaspennu og þeim sem ekki fá þessi einkenni hvað varðar hormónabúskap lík- amans. Sennilega veldur progest- eronið á einhvern hátt fyrirtíða- spennunni, en ekki er vitað hvernig það verður. — En hvaða úrræði eru fyrir hendi?, spurði ein. — Það er ýmislegt sem hægt er að gera. Stundum er konum ráðlagt að breyta mataræði og minnka þá við sig salt og auka eggjahvítu um leið, en fara alls ekki í megrun þessa daga. Konur eiga að forðast óhóf- Iegt sælgætisát dagana fyrir tíðir til að koma í veg fyrir óþarfa sveiflur í blóðsykri. Stundum dugar vel að gefa progesteron í 7—10 daga fyrir blæðingar, þó það kunni að hljóma undarlega. Stundum eru gefin þvagræsilyf eða bjúgtöflur til að minnka bjúginn í líkamanum, en sennilega er ekki nema eitt lyf sem að mestu losar konur við þessi ein- kenni, þ.e. pillan, en hún kemur í veg fyrir egglos. Ég ráðlegg alltaf konum sem þjást af fyrirtíða- spennu að vera i góðu líkamlegu formi og stunda einhverja líkams- rækt eða slökun, sem minnkar ein- kennin. Ráðleggja þarf konum að þekkja einkenni sín, viðurkenna þau og vera sér meðvitaðar um þau. Nánasta umhverfi þarf lika að vita um þær breytingar sem verða á geðslagi og skaphöfn margra kvenna þessa daga og taka tillit til þeirra. Það má prófa sig áfram með einhver lyf en það eru engin töfralyf til. Stundum eru gefin gigtarlyf eins og Naproxene eða Brufen, en aðal- lega ef miklir verkir eða líkamleg óþægindi fylgja tíðunum. Fyrir- tíðaspennu lýkur alltaf um leið og blæðingar hefjast. Ef einkennin haldast áfram eftir að blæðingar eru hafnar er ekki um fyrirtíða- spennu að ræða. Jákvœð áhrif — En getur fyrirtíðaspenna ekki haft nein jákvæð áhrif? spurði ein- hver. — Jú, svo sannarlega, sagði ég. Hún getur komið því til leiðar að vandamál sem liggja undir yfir- borðinu og enginn þorir að tala um brjótast fram og konrast út í dags- Ijósið. Þannig geta bræðiköstin oft orðið til þess að hreinsa andrúms- loftið og umræður sem aldrei hefðu farið af stað hefjast. Að loknum fyrirlestrinum var smáþögn en síð- an dundu á mér spurningarnar. — Hvað um alkóhólisma og fyrir- tíðaspennu? spurði ein. — Konum sem eru alkóhólistar er sérlega hætt við falli dagana fyrir tíðir, svaraði ég. Ef þessar konur upplifa alvar- lega fyrirtíðaspennu er þeim gjarnt að grípa í vímugjafann sinn, sem þær vita að virkar ákaflega vel sem kvíðastillandi lyf. Konur eiga að vera meðvitaðar um fyrirtíða- spennu og vita, að á þessum tíma líður þeim oft raunverulega illa og þær eiga að vera viðbúnar þessari vanlíðan og viðurkenna hana. Þær eiga ekki að takast á hendur mikil verkefni sem þær ráða ekki alveg við, þær eiga að vera góðar við sjálfar sig og umhverfið á að taka tillit til þeirra. Eftir fyrirlesturinn fengum við okkur rjómatertur og kaffi og ræddum áfram um fyrirtíðaspennu, af hverju hún stafaði og hver gæti mögulega verið tilgangurinn, böl eða blessun. — Sköpunarverkið er óskiljanlegt, sagði ég spekingslega, og fékk mér rjómatertusneið og brauðtertubita. ■ dagbókin hennar Kœra dagbók. Nú veit ég sko hvernig vinnuvik- an var hjá henni Flórens Næturgala (hjúkkunni þarna frægu...) og ekki öfunda ég hana. Manneskjan hefur greinilega verið meiriháttar masó- kisti, þvi leiðinlegra djoppi hef ég ekki kynnst. Þessi fjölskylda mín er líka voða vanþakklát og kann ekk- ert að meta það þó maður stefni náminu í stórhættu til að hjúkra þeim. Það er soldið írónískt (eins og mamma segir stundum), að familí- an veiktist eiginlega af ást. Kærast- inn hennar Stebbu kom nefnilega heim í jólafrí frá Svíþjóð og það komst ekki „millimeter" á milli þeirra frá því hann birtist með bjór- kassann á Þorláksmessu. Á jóladag lagðist vinurinn síðan veinandi í rúmið og hélt hann væri að deyja og Stebba vék ekki frá dánar„beðinu“, fyrr en hún varð að leggjast í það með honum milli jóla og nýárs. (Þá reis hann nú fljótlega á lappir og var í því að heimsækja alla (drykkju)félagana á meðan hún var sem veikust. Ég hefði sko sagt hon- um upp í hennar sporum!) Fyrir viku lögðust svo pabbi, mamma, Addi og amma á Eini- melnum í ástarflensuna. (Mamma segir að vísu að þetta sé alls ékkert sú sænska. Þau hafi bara „forkel- ast“ á því að sitja föst í skaflinum á leiðinni á ættarmótið um daginn.) Og hver þurfti að sjá um allt? Auð- vitað ég! Ég varð að berjast í brjál- uðu veðri út í búð og kaupa heilu tonnin af tissjúi og tei — fyrir utan allan matinn, sem ég þurfti að elda alein. Og ekki nóg með það... Ég þurfti LÍKA að sjá algjörlega um ömmu á Einimelnum, sem er nú á við tíu venjulega sjúklinga. Hún amma er með svo miklar sérþarfir að ég þurfti að fara í fleiri, fleiri búðir áður en ég fann allt, sem hana vantaði til að lifa þetta af. Það er til dæmis ekki hægt að kaupa hvaða te sem er handa henni. Ó, nei... Hún froðufelldi eins og ég hefði ætlað að byrla henni eitur, þegar ég kom i sakleysi mínu með einn pakka af Melrose-tepokum og einn af Earl Grey. Það var ekki nógu fínt fyrir hana! Hún notar bara te-LAUF og alls engar plebba- tegundir — og skítt með það þó ég greyið þurl'i að endasendast eftir þessu snobbseyði í níu vindstigum og blindbyl. Náttúrulega þurfti ég Hka að elda oní ömmu áður en ég yfirgaf Eini- melinn til að fara í eldamennskuna heima. Hún vildi allt öðruvísi mat en ég kunni að gera. T.d. svona búl- íjónsúpu, sem maður á að skella hráu eggi út í (bara brjóta það á barminum á pottinum og plomms!) og þá verður það að fljótandi lin- soðnu eggi. Ég setti eggið víst of snemma í súpuna, því hún verður að vera mjög heit til að eggið soðni í einurn grænunt en f'ljóti ekki bara út um allt í litlum lufsum. Ég man það örugglega næst... Guð hvað ég er fegin að öllum er batnað. Bless, Dúlla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.