Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 12

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 2. febrúar 1989 Hjressupennar/indicina Barn með kanínuhöfuð „Örva síli ástarleiki?" Þessi fyrir- sögn blasti við mér úr sæti mínu í Flugleiðavélinni á leið til Banda- ríkjanna. Ung stúlka las fréttina af áfergju. Ég greip tækifærið þegar hún hafði lokið lestrinum og fékk lánaðan hjá henni Tímann. Eg ótt- aðist að sá gamli heimilisvinur minn væri nú farinn að feta í fót- spor þeirra tímarita hér vestan hafs sem helst hafa það að markmiði að ljúga svo ólíklega að fólk trúi lyg- inni. Á sínum tíma var um það rætt að Rolf Johansen ætlaði að fara að flytja inn „National Enquirer", „Star“, „Globe“ og fleiri slík tímarit. Það er að segja öll þau blöð sem í Bandaríkjunum njóta hvað minnstrar virðingar og mestr- ar útbreiðslu. Dæmigerð frétt í „National Enquirer“ — til til- breytingar frá endalausum, sönn- um eða uppdiktuðum skandölum ríka og fræga fólksins — er fréttin um konuna sem át slíkt magn af gulrótum meðan á meðgöngu stóð að hún fæddi vanskapað barn. Til að taka af allan vafa um sannleiks- gildi þessa prýddi fréttina mynd af konunni með barnið í fanginu. Stóð heima, barnið var með kanínuhöf- uð. Reyndar eru svona myndir oft kallaðar „collage“-myndir. Svipuð var myndin af súkkulaðihúðaða ungbarninu, en móðir þess hafði að sögn verið óvenjusólgin í súkkulaði á meðan á meðgöngu stóð. Ólíklegt verður að teljast að fólk trúi slíkum fréttaflutningi. Samt eru þetta með söluhæstu blöðum hér í Bandaríkjunum. Þau eru seld í stórmörkuðum á borð við þá reyk- vísku Miklagarð og Hagkaup. Margir grípa þetta með í matarinn- kaupunum eða þá lesa forsíðufrétt- ina meðan beðið er eftir að pen- ingakassinn tilkynni kaupandanum vélrænni röddu hvað vörurnar kosti. Því jafnvel í smábæ eins og Bloomington í Indíana-fylki fyrir- finnast heimsmenningarpeninga- kassar sem tala til kúnnans. En víkjum aftur að spurningunni sem mér var efst í huga. Hafði Tím- inn óvart rambað á lausnina á tíð- indalitlu kynlífi margra? Nei, sú var aldeilis ekki raunin. Það kom í ljós að fréttin var um hugsanlegan út- flutning á hornsílum. Fram kom að það þyrfti óhemjumagn af hornsíl- um til að hægt væri að stunda út- flutning á þeim. Ekki kom það mér neitt á óvart. Ég virti oft fyrir mér sílin í Garðsaukalæknum þegar ég var minni. Mér fannst þau lítil þá og varla hefur tegundin stækkað að ráði síðastliðin tuttugu ár. Skýringin á fyrirsögninni „Örva síli ástarleiki?" kom í ljós í lok fréttarinnar. Viðkomandi athafna- maður, sá sem hugðist flytja út hornsíli væru þau stærri, lagði til að við íslendingar færum að dæmi Japana hvað varðar auglýsingu á fiskafurðum okkar. „Hann sagði Japani Ieggja mikla áherslu á hversu góðar fiskafurðir eins og há- karlsuggar og fleira væru fyrir kyn- hvötina," sagði í frétt Tímans. Það virðist sem sé vera trú manna í Japan að hákarlsuggar geri menn kátari í bólinu. En hvort slikt eigi sér stað eti maður hornsíli kom hinsvegar hvergi fram í fréttinni. Nú var mér orðið ljóst að Tíminn j átti ekkert sameiginlegt með títt- ræddum tímaritum annað en fyrir- sögnina. Þau rit myndu ekki hika við að vitna í (búa til) fólk sem, hefði örvað svo ástarleiki sína með hornsílaáti að það hefði þurft að leggjast inn á sjúkrahús eftir ósköp- in, eða það hefði grennst um 80 kíló við þetta allt saman, eða eitthvað annað í þeim dúr. Nokkrum vikum seinna mætti síðan eiga von á frétt um konu sem hefði étið slíkt magn af hornsílum að hún fæddi barn með sporð. Þetta dytti engum í hug að gera á Tímanum, jafnvel þótt dæmigerð fyrirsögn úr „National Enquirer" hafi verið fengin að láni í þetta sinn — til að draga lesandann að grein- inni. Það tókst reyndar. Og meira til. Svarið við spurningunni hvort síli örvi ástarleiki fannst í lokaorð- um greinarinnar. Við sem létum blekkjast af fyrirsögninni lásum því alla greinina. En hvað er hægt að plata fólk lengi? Svarið er að finna hér í Bandaríkjunum. Það er endalaust hægt að plata Ameríkanana til að kaupa þessi timarit. Því frjálslegar sem farið er með hlutina því meira selst af blöðunum. Ég ætla rétt að vona að ef Tíminn fer að taka mið af bandarískum blöðum þá velji þessi gamli heimil- isvinur minn eitthvert söluminna blað og jafnframt vandara að virð- ingu sinni en „National Enquirer" og félaga. Af nógu er að taka í landi allsnægtanna! ■ G. PÉTUR MATTHÍASSON HINO FB 113 Heildarþungi: 7500 kg. Burðargeta: 5400 kg. Vél: 111 hö. BÍLABORG HF FOSSHÁLSt 1, S. 68 12 99. 'ERKUR cMPARNEYTINN! HINO FB er í fremstu röö flutningabíla af millistærð og hefur hann þegar sannað ágæti sitt við íslenskar aðstæður. Við eigum til afgreiðslu STRAX og á sérlega hagstæðu verði: Við getum afgreitt þessa bíla með vönduðum pöllum eða vörukössum, sem vakið hafa verðskuldaða athygli og hlotið frábæra dóma atvinnumanna. Ennfremur léttar álvörulyftur, sturtur og vökvakrana. Hafið samband við sölumenn véladeildar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. Hún segir vinkonu siitni allt. Franskir karlmenn eru afar afbrýðisamir, en þrœta fyrir það. Afbiýði-hvaö? Samkvæmt könnun fransks tímarits í desember sl. neituðu 89<Vo aðspurðra. Þeir höfðu ekki fyrirhitt þann græneygða djöful, sem breytir mönnum í öskrandi tígrisdýr. Það skyldi þó aldrei vera að þeir segðu pínulítið ósatt, eða hafa karlmenn ekkert ímyndunarafl lengur? Það er ekki svo langt síðan af- brýðisemi var tilfinning sem var hreinlega bönnuð. Hinn afbrýði- sami var alltaf asnalegur, því allir voru svo „líbó“ af ’68-kynslóðinni, svo ef þú varst einn þeirra óheppnu fór ómælanleg orka í að sýna það ekki. En nú er ekki Iengur asnalegt að hafa fundið hinn eina rétta og hjónaband og fjölskylduhefðir eru áftur i tisku. Afbrýðisemin hefur einnig hald- ið innreið sína að nýju. Ekki samt þannig að hrópa megi um hana á torgum. Einungis 10% þorðu að viðurkenna afbrýðisemi, en þegar spurt var á lævísari hátt komu flest- ir karlarnir upp um sig. Af hverju þessi óheilindi? Kannski vegna þess að karlmenn vilja virka frjálslyndir og nútímalegir í hugsun og átta sig ekki á þvi að með því að af neita til- finningum sínum eru þeir einmitt lúðalegir og dottnir úr tísku, rétt eins og síða hárið. Könnunin leiddi í ljós, að karl- mönnum finnst allt í lagi þó konan þeirra vinni sér inn meiri peninga en þeir, eigi flottari bíl og jafnvel má hún vera meira áberandi og gáfu- legri á mannamótum. Allt þetta samþykkja 90% karlmanna. Ekki kannski með gleðibros á vör eða með húrrahrópum, en þeir sam- þykkja það þó. Afbrýðisemi dags- ins í dag er ekkert öðruvísi en hún var. Konan má vera betri, ríkari og gáfaðri, en hún verður að vera kona mannsins síns! 40% þeirra, sem tóku þátt í könnuninni, urðu að viðurkenna að óþægileg tilfinningg skyti upp koll- inum þegar of margir karlmenn væru farnir að horfa á dúfuna þeirra. Það voru aðallega karlmenn á aldrinum 18 til 35 ára sem svöruðu játandi, en metið áttu karlmenn í efstu launastigum þjóðfélagsins (48%), sem voru þeir sömu og áttu metið í að neita afbrýðiseminni! í öðru sæti var svo besta vinkon- an. 38% aðspurðra viðurkenndu að þeir væru afbrýðisamir út í þessi endalausu símtöl þeirra á milli. Um hvað geta þær talað svona lengi? Karlmönnum fannst þeir settir út á gaddinn, sviknir og ruglaðir. Þeir ættu ekkert pláss inni í þessu sam- bandi kvennanna og væru því hræddir. Þeir töluðu um hvernig það gæti eyðilagt traust innan ást- arsambandsins, en innst inni voru þeir hræddir við bestu vinkonuna. Hún er keppinautur, sem stelur elskunni þeirra frá þeim. í þriðja sæti eru svo áhyggjurnar af því að konan í lífi þeirra sé of sjálfstæð. Hún má vera sjálfstæð peningalega og atvinnulega, en bara á meðan hún getur ekki án mannsins verið að öðru leyti. Erfitt er líka að sætta sig við að hún hafi lifað tiltölulega ánægjulegu lífi áð- ur en hún kynntist honum. Hvers vegna? Jú, það þýðir að hún á sér sinn eigin garð til að rækta, áhuga- mál og vini. Þetta er dekkri hlið tunglsins, sem mennirnir fá aldrei að sjá eða kynnast, nema af af- spurn — hvað þá að þeir geti á ein- hvern hátt stjórnað því. Svo má yfirmaður konunnar ekki vera of laglegur. Rúmlega 20% játuðu að það þyldu þeir illa. Jafn- vel gengu sumir (16%) svo langt að viðurkenna að þeir væru afbrýði- samir út í fyrrverandi kærasta. Síð- an eru þeir sem verða afbrýðisamir vegna þess að uppáhaldsmanngerð- in hennar er há og ljóshærð, en þeir eru litlir og dökkhærðir. Jafnvel geta þeir orðið afbrýðisamir út í blessuð börnin! Lækningin við þessu flestu er þó frekar einföld: „Élsku elsku hjart- ans ástin mín, þú ert sá eini sanni! Ég gæti aldrei án þín verið...“ Reyn- ið bara. Ef notuð er rétt tóntegund gengur það alltaf upp! ■ Þytt og endursagt: SMV Spurt var: Hverjar eru þær kringumstæður, sem helst geta vakið upp hjá þér afbrýðisemi? Að aðrir karlmenn hrífist af henni.......................40% Að hún segi bestu vinkonu sinni allt.....................38% Að hún sé of tilfinningalega sjálfstæð...................23% Að hún klæðist kynæsandi fötum..........................22% Að hún eigi myndarlegan yfirmann.........................21% Að hún sé sjálfsöruggari en þú...........................17% Að börnin gangi alltaf fyrir.............................17% Að hún hafi lifað ríku tilfinningalífi án þín............16% Að hún dáist að háum ljóshærðum mönnum, sem þú ert ekki 16% Að henni gangi betur í vinnu en þér....................... 10% Að hún hugsi of mikið um húsdýrið......................... 10% Að hún veki aðdáun á mannamótum............................ 8% Að hún eigi meiri frítíma en þú.............................7% Að hún vinni sér inn meiri pening...........................5% Að hún eigi flottari og hraðskreiðari bíl...................4% I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.