Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 25

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 2. febrúar 1989 25 Kona í flensuvanda sjúkdómar og fólk Hvað getur þú gert fyrir lœkninn? Við undirritaðar viljum þakka aiveg sérstaklega fróðleg og upplýs- andi skrif hins unga og efnilega læknis dr. Óttars Guðmundssonar. Mætti hann að ósekju skrifa 2—3 greinar í hvert tölublað. Við viljum taka undir þá áskorun læknisins í næstsíðasta tölublaði að konur fari ekki öðruvísi til læknis en grannvaxnar, í hreinum nýjum nærfötum, blúnduglaður silkiund- irfatnaður í hlutlausum Iit væri vel við hæfi. Konur verða að læra að meta karlmannlega, vel menntaða og vel klædda lækna. Alltof oft eru konur með óþarfa málalengingar og á stundum hreinan hugarburð og á slíkt alls ekki við í viðskiptum við lækna. Þó skal gæta þess að úti- loka ekki að konur geti verið haldn- ar fyrirtíðakvíða í læknisheimsókn. En dr. Óttar er greinilega mikill mannþekkjari, enda standa að hon- um góðar ættir, hann bregst hárrétt við og tiplar með hlustunartækið fjarri brjóstholi konunnar, neitar lyfjagjöf og segir konunni af festu og öryggi þess sem veit betur að hún sé ekki alvarlega sjúk. Við undirritaðar höfum ævin- lega verið málsvarar þess að konur eigi fninnst 2—3 snyrtilegar dragtir, gjarnan úr ullarblöndu, sem þær eingöngu noti ef þær þurfa að fara í læknisrannsóknir. Óþarfi ætti að vera að taka fram að slagorð áletr- uð á fatnað eru mjög svo óviðeig- andi. Allt annað er t.d. snoturt, þekkt merki framleiðandans á hæfilega áberandi stað á flíkinni. Aðlaðandi er konan sjálfri sér og Iækninum til ánægju. Ekki spyrja hvað læknirinn geti gert fyrir þig, — spurðu hvað þú getir gert fyrir lækninn. Reykjavík 26. janúar 1989. Salóme Kristinsdóttir Hjördís Hjartardóttir BVRNE SAFNAR BRASILÍUTDNLIST David Byrne, for- sprakki hljómsveitar- innar Talking Heads, var að gefa út allmerki- lega plötu hjá SIRE-út- gáfufyrirtækinu nú í janúar. Platan kallast Brazilian Classies 1: Beleza Tropical og inni- heldur brasilíska dæg- urtónlist. Á undanförn- um árum hefur Byrne stundað þessa iðju, þ.e. að safna brasilískri tón- list: „Það rann á mig æði og ég keypti bók- staflega hverja einustu brasilísku plötu sem ég fann,“ er haft eftir honum. í kringum 1980 gerði hann svipaða hluti með afríska tónlist, gaf að visu ekki út plötu með afrískum tónlistarmönnum en notaði mikið af afrískum ryþma í tónlist Talking Heads. Þessi afrísku áhrif komu ber- lega í Ijós á breiðskífunum Fear of Music (kom út árið 1979) og á Remain in Light sem kom út í kjölfar FOM, árið 1980. Nú segir Byrne að sín sé ekki lengur þörf til að vekja athygli á afrískri tónlist. Þess vegna hafi hann snúið sér að brasilíska tónlistarheiminum upp úr miðjum þessum áratug. Á sjötta og sjöunda áratugnum ríkti herforingjastjórn í Brasilíu og kom andstaða við herforingjana glögglega í ljós í verkum ýmissa tón- listarmanna. Máttu margir þola ritskoðun og fangelsisvist ef þeir fóru yfir mörkin, að mati herforingjanna. Tveir flytjenda á plötunni Brazil- ian Ciassics eru í hopi þeirra sem sátu í fangelsi um tíma fyrir tónsmíðar sinar. David Byrne finnst mikið koma til tónlistarmanna i Brasilíu frá þessu tímabili og segir þá vera álíka mikla brautryðjendur í brasilískri tónlist og Bob Dylan þegar hann birtist með rafmagnsgítarinn i bandarískri þjóðlagatónlist. Þess má svo geta að David Byrne vonast til að gefa út aðra plötu í flokknum Brazilian Classics, en sú á einkum að innihalda þrjár tegund- ir af fönktónlist frá Brasiliu. Úr Rolling Stone. NÝJUSTU FRÉTTIR AF METSÖLUBÓKINNI í LANDSBANKANUM: RAUNÁVÖXTUN KJÖRBÓKAR VAR FRÁ 8,57% Á ÁRINU 1988 Já, það kemur mörgum á óvartað óbundin ávöxtunarleið eins og Kjörbók skuli bera slíka raunávöxtun. En ástæðan er samt einföld. Kjörbókin er sveigjanleg í allar áttir og höfundar hennar í Landsbankanum taka sífellt með í reikninginn breytilegar aðstæður. Þannig ber Kjörbók háa grunnvexti, ávöxtunin er reglulega borin saman við verðtryggða reikninga og þeir sem eiga lengi inni eru verðlaunaðir sérstaklega með afturvirkum vaxtaþrepum eftir 16 og 24 mánuði. Raunávöxtun Kjörbókar var 8,57% á liðnu ári, 9,92% á 16 mánaða þrepinu og 10,49% á 24 mánaða þrepinu, sem var reiknað út í fyrsta sinn nú um áramótin. Þér er óhætt að leggja traust þitt og sparifé á Kjörbókina strax. Hún bregst ekki frekar en fyrri daginn. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.