Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 27

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 27
t»'l" :GÚ ;dc’, .S .'CecbUÍÍTlfnÍ'--' Fimmtudagur 2. febrúar 1989 sjonvarp 27 FIMMTUDAGUR 2. febrúar Stöð 2 kl. 21.55 LÖGREGLUGILDRAN (Cop Trap) Bandarísk spennumynd frá 1987. Segir frá ungum lögreglumanni sem flækist inn r glæpastarfsemi sí- brotamanns. Hann uppgötvar auð- vitað ekkert hvað er á seyði þegar ung stúlka flekar hann. Það á eftir að verða honum dýrt spaug, allt er fest á filmu og afbrotamaðurinn mútar löggunni. Hvort á lögreglu- þjónninn að tefla frama sínum í hættu með því að segja konunni sinni og yfirmönnum frá framhjá- haldinu — eða borga glæpamann- inum í þeirri von að hann þagni í eitt skipti fyrir öll? Þessi mynd er ekki við hæfi barna. Stöð 2 kl. 23.20 ANNAÐ FÖDURLAND* * (Another Country) Bresk, 1984. Leikstjóri: Marek Kanievska. Aðalhlutverk: Rupert Evrett, Colin Firth, Michael Jenn og Robert Addie. Kvikmynd byggð á leikriti Julians Mitchell og lýsir Iífinu innan veggja einkaskóla í Bretlandi. Kynni nem- endanna Guys Burgess og Donalds Maclean af Rússum eru hér aðal- þemað, en tuttugu árum eftir skóla- dvölina kom í Ijós að þeir höfðu njósnað fyrir Rússa á þessum tím- um. FÖSTUDAGUR 3. febrúar Stöð 2 kl. 21.50 MERKI ZORRÓ (The Mark of Zorro) Bandarísk sjónvarpsmyndfrá 1974. Leikstjóri: Don McDougall. Aðal- hlutverk: Frank Langella, Ricardo Montalban, Gilbert Roland og Yvonne de Carlo. Þriðja myndin með þessu nafni, hinar voru gerðar 1920 og 1940. Sagt frá grímuklædda ævintýra- manninum Zorro sem varð tákn réttlætisins í augum þjakaðra íbúa Kaliforníu. Eftir því sem sagan seg- ir sneri aðalsmaðurinn Zorro heim til sín úr spænska hernum í kring- um 1820 og komst þá að því að faðir hans hafði verið sviptur völdum og fjölskyldan öll tekin til fanga. Hann þykir ekki hættulegur svona dags daglega sá4 en á nóttunni skiptir hann um ham og hefnir óréttlætisins. í þessari mynd fer Frank Langella með hlutverk Zorros og þykir myndin í meðallagi góð. Rikissjónvarpið kl. 22.40 NORNASEIDUR*** (Witches Brew) Bandarísk, 1980. Leikstjórar: Rich- ardShorr og Herbert L. Strock. Að- alhlutverk: Richard Benjamin, Teri Garr og Lana Turner. Starfsferill þriggja eiginmanna er ekki vænlegur og eiginkonur þeirra snúa sér að svartagaldri til aðstoð- ar. Upphafsgaldrakonan er gift há- skólaprófessor og Lana Turner hef- ur hagsmuna að gæta þegar starfs- frami hans virðist síga niður á við. Látið ekki daufgerðan fyrri helm- ing stöðva ykkur, myndin er víst hin sæmilegasta hrollvekja. Stöð 2 kl. 23.10 EILÍF ÆSKA (Forever Young) Bresk, 1984. Leikstjóri: David Drury. Aðalhlutverk: James Aubrey, Nicholas Gecks og Alec McCowen. Prestur nokkur getur ekki Ieyst úr læðingi tilfinningar sem hann ber til konu nokkurrar, en meðhjálpari prestsins er 12 ára gamall sonur hennar. Gamall vinur prestsins kemur i heimsókn, en endurfund- irnir verða ekki eins og ætla mætti vegna gamals missættis sem ekki er gleymt. Framleiðandi þessarar myndar er David Puttnam, sem meðal annars gerði hinar þekktu rnyndir Chariots of Fire, The Mission og Killing Fields. Þessi mun ekki síðri en þær hváð Ieik og leikfléttu varðar, þótt minna hafi borið á henni. Stöð 2 kl. 00.30 NÓTT ÓTTANS**’4 (Night of the Grizzly) Bandarísk, 1966. Leikstjóri Joseph Pevney. Aðalhlutverk: Clint Walk- er, Martha Hyer og Keenan Wynn. Vestri. Segir frá búgarðseiganda sem lætur ekkert stöðva sig, ekki einu sinni fyrrum fanga sem reynir að klekkja á honum og konu hans. Óboðinn vágestur knýr dyra og málin vandast. LAUGARDAGUR 4. febrúar Stöð 2 kl. 12.50 FJÖRUGUR FRÍDAGUR* *' (Ferris BuellePs Day Off) Bandarísk, 1986. Leikstjóri John Hughes. Aðalhlutverk: Matthew Broderick, Alan Ruck og Mia Sara. Ferris Bueller ákveður að njóta Iífs- ins í einn dag. Hann þykist vera veikur, blekkir sína ástkæru for- eldra, rífur alvöru lasinn vin sinn upp úr rúminu og fær hann til að taka þátt i fjörinu. Þeir taka traustataki bifreið sem pabbi vinar- ins sér ekki sólina fyrir, sækja kær- ustu Ferris í skólann og gera sér glaðan dag. Skólastjórinn er þó ekki fæddur í gær og finnst símtöl- in sem honum berast eitthvað dul- arfull. Hressileg táningamynd. Rikissjónvarpið kl. 21.30 VEGAMÓT (Le Grand Chemin) Frönsk, 1987. Leikstjóri: Jean- Loup Hubert. Aðalhlutverk: Rich- ardBohringer, Anémone ogAnton- ie Hubert. Níu ára Parísardrengur er sendur í lítið þorp til vandalausra. Þar er dvölin alls ólík Parisardvölinni og fyrst í stað ekki léttbær. Stráksi upplifir ýmislegt, en á endanum kveður hann og hugsar með til- hlökkun til að koma aftur næsta sumar. Stöð 2 kl. 21.40 GUNG HO*** Bandarísk, 1986. Leikstjóri Ron Howard. Aðalhlutverk: Micliael Keaton. Hunt Stevenson er ungur maður sem býr í litlum bæ í Bandaríkjun- um. Þegar bílaverksmiðjom bæjar- ins er lokað tekur Hunrsig til og flýgur til Japans, þar sem hann tel- ur fyrirtæki trú um að því sé fyrir bestu að opna bílaverksmiðju í bæ hans. Hann gleymir að taka með i reikninginn að í litla bænum muni tveir ólíkir menningarstraumar mætast. Hressileg gamanmynd. Ríkissjónvarpið kl. 23.05 KONDÓRINN*** (Three Days of the Condor) Bandarísk, 1975. Leikstjóri: Sidney Pollack. Aðalhlutverk: Robert Red- ford, Faye Dunaway, Cliff Robert- son og Max von Sydow. Starfsmaður leyniþjónustu Banda- ríkjanna kemst að leyndarmáli sem ekki var ætlað augum hans eða eyr- um. Upp úr því cr veslings maður- inn hundeltur af sínum eigin félög- um, en sem betur fer kemur inn í myndina góð og saklaus kona sem verndar hann. Stöð 2 kl. 00.00 j RÁL OG RRAND (Fire Sale) Bandarísk, 1977. Leikstjóri Alan Arkin. Aðalhlutverk: Alan Arkin, Rob Reiner og Sid Caesar. Þessi mynd fær alverstu dóma sem kvikmyndahandbókin gefur. Hún þykir alveg vonlaus. í henni segir frá verslunareiganda og tveimur sonum hans sem verða að standa saman þótt samkomulagið sé í rauninni allt annað en gott. Stöð 2 kl. 01.23 NAFN RÓSARINNAR** (The Name of the Rose) ítölsk, þýsk, frönsk, 1986. Leik- stjóri: Jean Jacques Annaud. Aðal- hlutverk: Sean Connery og F. Murr- ay A braham. Mjög óvenjuleg mynd, byggð á met- sölubók Umbertos Eco. í henni seg- ir frá munki sem gegnir sarna hlut- verki og Sherlock Holmes þegar hann er fenginn til að rannsaka dul- arfullt morð í ítölsku klaustri.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.