Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 7

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 7
7 Fírhmtu'dagúr 2' féóruar' 1989 völdu 6 íslenska kylfinga á aldrin- um 14—16 ára. Þeir voru hér í tvær vikur og voru teknir í tíma hjá at- vinnumanni klúbbsins, Bob Cam- eron, sem er talinn einn sá allra besti hér um slóðir og eftir að þeir komu heim og tóku þátt í mótum kom árangurinn berlega í ljós. Þeir slógu flestir í gegn og þetta á eftir að endurtaka sig. Ekki síður höfum við leitast við að koma með breska golfara til ís- lands, sérstaklega í sambandi við miðnæturmótið á Akureyri, sem var haldið í fyrsta skipti í fyrra, og komu þá einir 16 menn frá Bret- landi, þar af nokkrir Bandaríkja- menn sem starfa á fjármálamarkaðinum í London. Það eiga margir þekktir golfarar eftir að spila heima. Við eigum góða velli, t.d. á Grafarholti og Jað- ar á Akureyri. En það þarf talsvert til að fá menn til að ferðast 1.200—1.300 mílur til að spila golf á norðlægum stað eins og á íslandi. Það verður að vera eitthvað sér- stakt. Hugmyndin sem ég fékk fyrir einum 20 árum var sú að hafa golf- keppni þar sem spilað væri fram yfir miðnætti. Ég heyrði af keppn- um þar sem þetta var gert og við urðum því að hafa eitthvað enn sér- stæðara. Þá kom sú hugmynd upp í hugann á mér að spila með svört- um golfkúlum. Yfirskriftin á ensku yrði þá: „We Drive Black Golfballs into the Night“. Þetta hljómar auð- vitað eins og alger fjarstæða, en al- veg útilokað annað en menn taki eftir þessu. Ævintýrið um svörtu kúlurnar Eftir sameiningu flugfélaganna 1973 fór ég til Bahama-eyja til að kanna markaðsaðstæður og byrj- aði á að selja sjóstangveiðar, golf og tennis. Til að koma þessu á framfæri komst ég í kynni við hinn Jóhann er einn 1.200 meðllma Sundridge Park-golfklúbbsins i Bromiey og er myndin tekin fyrir utan félagsheimilið. ,,Það hefur oft komið sér illa fyrir landann i keppni erlendis að hafa ekki vanist trjánum. Þetta er þvi mjög góður staður fyrir islend- inga að kynnast." Siðastliðið haust hreif hvirfilvindur 5.000 tré vallarins með sér og sá ekki högg á vatni. fræga kylfing Peter Alles og sá hann um keppnir fyrir okkur. Ég sagði honum frá svörtu golfkúlun- um og honum þótti það góð hug- mynd. En þrátt fyrir tilraunir hans til að semja við þekktustu golfkúlu- framleiðendur á Bretlandi var eng- inn fáanlegur til að framleiða þær svartar — það þótti ekki nógu góð- ur markaður fyrir þær. En ég fann af hálfgerðri tilviljun lítið fyrirtæki sl. haust sem var til í að gera þetta fyrir mig. Kúlurnar voru notaðar að vissu marki á móti á Akureyri í fyrra. Um 75 manns tóku þátt í mótinu, þar af um 25 útlendingar. Þetta mót verður endurtekið í ár, frá 29. júní, og er hugmyndin að nota svörtu kúlurnar til að auglýsa mótið og koma á þeirri hefð að menn spili fram yfir miðnætti með svörtum kúlum.“ I fyrra sá Jóhann til þess að 6 islenskir unglingar komu á námskeið hjá Sundridge Park-golfklúbbnum. Árangur- inn var slikur að þeir slógu i gegn þegar þeir komu heim. Á myndinni eru frá vinstri Addi, Kerri, Haukur, Bob Cameron, atvinnukylfingur klúbbsins, Eddi, Ingvi og ingi. Á innfelldu myndinni má sjá glæsilegt félagsheimili klúbbsins. Fyrir utan golfpakkana eru þau hjónin með þó nokkuð af laxveiði- mönnum á sínum snærum, sem hafa fjölmennt til íslands. „En verðlagið á ánum heima er orðið ansi hátt og sumir sem fóru í fyrra álíta nú að þeir hafi ekki efni á þessu. Þegar kostnaðurinn við að veiða á íslandi er orðinn á milli 900 og 1.000 dollarar (45—50 þúsund krónur) á dag þarftu að vera með ansi góðar tekjur til að hafa efni á þessu og vilja, því það er hægt að gera ansi miklu meira fyrir slíkar upphæðir. Það eru alltaf til menn sem vilja helst ekkert annað, en aukningin verður minni en maður vonar þegár verðið er með þessu móti. Reyndar má segja að það sem kom um leið í höfuðið á slíku lúxus- sporti hafi verið þegar verðbréfin féllu í október 1987 — töluvert af þessu fólki tapaði umtalsverðu fé.“ Jóhann er 63ja ára en ekki aldeil- is á því að setjast í helgan stein. „Hugurinn er á fleygiferð í kringum allt sem kalla má íslandskynningu og vinasambönd milli íslands og Bretlands. Hér hef ég búið í 40 ár og hef ógrynni af persónulegum og viðskiptalegum samböndum. Ég hygg að flestir íslendingar hafi áh- uga á að halda áfram að stunda áh- ugamálin, jafnvel allt þar til þeir detta ofan í gröfina! Og að vera eig- in húsbóndi er auðvitað það lang- besta ef þess er kostur, ekki síst á efri árum.“ Á fjallinu er yfirsýnin mest Jóhann fylgist vel með þjóðmál- unum heima. Hann hefur ekki beinlínis fjarlægst ísland þrátt fyrir fjóra áratugi í útlandinu, kom enda til landsins um 10 sinnum á ári sem starfsmaður Flugleiða og kom 4 sinnurn í fyrra sem eigin húsbóndi. En skyldi hvarfla að honum að setj- ast að á íslandi að nýju? „Að mínu mati á fólk að vera staðsett þar sem það gerir mest og best fyrir þjóð sína. Ég get t.d. ekki ímyndað mér heppilegri .sendiherra í Frakklandi en Albert vin minn Guðmundsson, þótt hann hafi án efa gert ýmislegt mjög gott í pólitíkinni. Hvað mig varðar þá gildir það eins og með flesta á efri árum að þeir vilja vera þar sem börnin og barnabörnin eru, en auk þess hef ég óbilandi áhuga á því að kynna ísland á réttan og sannan hátt á Bretlandi og ég tel mig geta gert miklu meira fyrir ís- land hér en heima. Hér eru mín sambönd og hér er ég best staðsett- ur, bæði fyrir mig persónulega og fyrir íslensk málefni. í sumum til- fellum er það mönnum best að búa „fyrir utan“. Maður sem hefur klif- ið fjall og horfir yfir landið fær allt í einu svo mikla yfirsýn að mál sem honum fannst vera stórmál niðri verða svo lítilmótleg. Mér finnst, þegar ég sit hér, að ég sjái allt landið fyrir mér, mér finnst yfirsýnin vera mikil og ég kann vel við það.“ ■ TILKYNNING 23. janúar sl. gaf viðskiptaráðherra út „reglugerð um lánskjaravísitölu til verðtryggingar sparifjár og lánsfjár." Samkvæmt þessari reglugerð er grundvelli lánskjaravísitölu breytt á þann veg að framfærsluvísitala, byggingarvísitala og svonefnd launavísitala gildi að þriðjungi hver í grundvelli hinnar nýju lánskjaravísitölu. Þessi nýja lánskjaravísitala á skv. ákvæðum reglugerðar að koma að fullu og öllu í stað þeirrar lánskjaravísitölu sem reiknuð hefur verið skv. lögum nr. 13/1979 og grundvallast að % á framfærsluvísitölu og að Vá á byggingarvísitölu. Skal hin nýja vísitala samkvæmt reglugerðinni taka gildi 1. febrúar 1989. Samband almennra lífeyrissjóða og Landssamband lífeyrissjóða taka fram, að þau telja vafa leika á um lögmæti þess að láta hina nýju vísitölu taka gildi um fjárskuldbindingar sem stofnað var til fyrir 1. febrúar 1989. Með vísan til þess gera samböndin fyrir hönd lífeyrissjóða, sem aðild eiga að þeim, fyrirvara gagnvart öllum skuldurum sjóðanna, sem nú greiða af fjárskuldbindingum sínum samkvæmt hinni nýju vísitölu og áskilja sér rétt til að krefja þá um þann mismun sem leiðir af því að hinni nýju vísitölu er beitt í stað hinnar eldri. F.h. SAMBANDS ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Benedikt Davíðsson F.h. LANDSSAMBANDS LÍFEYRISSJÓÐA Pétur H. Blöndal

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.