Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 8

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 2. febrúar 1989 VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Flákon Hákonarson Ritstjórar Jónína Leósdóttir Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn <pg skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Filmur og prent. Prentun: Blaóaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alpýöu- blaöiö: 800 kr. á mánuði. Verð i lausasölu: 100 kr. eintakiö. ÞARFIR IBUÐAKAUPENDA Pressan kynnir í dag mjög athyglisverðar niðurstöður úr könnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert fyrir fé- lagsmálaráðherra á aðstæðum þeirra sem eiga óaf- greiddar lánsumsóknir hjá Húsnæðisstofnun eða ætla. að sækja um lán á næstunni. Eins og fram hefur komið í fréttum er hér um gífurlegan fjölda að ræða. Frá því að gerð var breyting á húsnæðiskerfinu árið 1986 hefur stofnunin afgreitt nærri átta þúsund lánsloforð. Á bið- lista eru um níu þúsund umsækjendur og má búast við að nálægt tuttugu þúsund nýjum umsóknum berist á næstu tveimur árum. Það vekur athygli að skv. þessari nýju könnun býr meirihluti þeirra sem nú þegar eru á biðlista í eigin hús- næði. Hins vegar er aðeins þriðjungur þeirra sem ætla að sækja um lán á næstunni í eigin húsnæði. Það hlýtur líka að vera umhugsunarefni að skv. þess- ari könnun telja aðeins 44% þeirra sem þegar eru komn- ir á biðlista við Húsnæðisstofnun að þeir búi við of þröngar aðstæður í dag. Mikill meirihluti umsækjenda telur sig nú þegar búa í góðu húsnæði. Þá kemur einnig fram að meðal þeirra sem þegar hafa lagt inn lánsumsókn eru 52% á aldrinum 20 til 30 ára. Það má aftur á móti búast við að fjöldi ungra umsækj- enda aukist á næstunni því af þeim sem ætla að sækja um húsnæðislán á þessu og næsta ári eru 63% á aldrin- um 20 til 30 ára. í dag er meðalbiðtími umsækjenda við Húsnæðis- stofnun 34 mánuðir vegna lánsloforða sem gefin eru út á þessu ári. Félagsmálaráðherra hefur kynnt mikilsverð- ar tillögur um nýtt skipulag húsnæðislánakerfisins með svokölluðu húsbréfakerfi. Kostur þess er að með því yrði dregið úr þeirri miðstýringu lána sem ríkt hefur i hús- næðismálunum. Könnun sú sem Pressan kynnir í dag sýnir að hópur þeirra sem eru að sækja um íbúðalán í fyrsta sinn og búa við þröngar aðstæður er ekki eins stór og talið hefur verið. Aðstæður umsækjenda eru mis- munandi en biðraðarþunginn á Húsnæðisstofnun stendur í vegi fyrir eðlilegri fyrirgreiðslu við ungt fólk sem hyggur á húsnæðiskaup. Miklar vonir eru bundnar við fyrirhugaðar breytingar félagsmálaráðherra á hús- næðiskerfinu. Húsbréfakerfið getur grisjað biðröðina hjá Húsnæðisstofnun ríkisins en stjórnvöld verða að kosta kapps um að húsnæðismál unga fólksins komist í viðunandi ástand. Slík stefna af hálfu hins opinbera er ekki síður mikilvæg en fyrirgreiðsla ríkisins við atvinnu- vegina. Nýr Ómar Fridriks- son, sem verið liefur fréltasljóri PRESS- UNNAR, varnýver- ið ráðinn í slöðu rit- sljóra við blaðið. Eru ritstjórarnir þar með orðnir Iveir. Ómar er mennl- aður í stjórnmála- frœðum og hefur m.a. slarfað sem blaðamaður á Helg- arpóstinum, Víkur- blaðinu, fréHatíma- ritinu Þjóðlífi og Alþýðitblaðinu. ritstjóri Ovitarnir „Það væri aldeilis munur, ef óvitarnir í leik- húsinu við Austurvöll vœru jafnmeðfœri/egir og þú, Flosi minn. “ hfn presscm „Petta er sem sagt mál sem hef- ur þann tilgang aö fá úr þvi skorið hvað lögin segja viö þvi þegar yfir- menn leggjast svo lágt að vinna fyrir undirmenn sina.“ — DagfariDVummálsóknFlugleióaá hendur Verslunarmannafélagi Suó- urnesja. „Okkur vantar hin mjúku gildi. Manneskjan getur ailtaf lagað sig að nýjum aðstæöum...“ — Eirikur Guðjónsson, lesandi Pjóó- viljans þessa viku. „Kosningar i dag eru „þvingað- ar kosningar“, þér er bara ieyft aö éta ákveðinn bita, en ekki velja á diskinn.“ — Dr. Gunnar Jónsson „fjölfræöing- ur“ ! viðtali við Mogga. „Hugsunin var að gera eitthvað einfalt, skýrt og ögrandi og sem bæri vott um tiltölulega lítið hug- myndaflug." — Kristján Guðmundsson myndlist- armaður um fyrstu einkasýningu sfna i viðtali við Morgunblaðió. ,',Unglingavandamálið hefur snúist við meö þessari kynslóð, sem verður ekki einu sinni ólétt af rælni, kæruleysi er ekki til, allt er svo planað, tiðahringirnir komnir inn á tölvuforritin, votir draumar snúast um módelstörf og market- ing.“ — Hallgrlmur Helgason um ungu kyn- slóðina ur sinu höfði I DV. „Þeir fáu ránsvíkingar sem hingað komu virðast helst hafa lit- ið á ísland sem einskonar elli- heimili." — Árni Björnsson i Þjóðviljanum um víkingatímabitió á íslandi. „Hér hélt maöur i barnaskap sinum aö islenskt verkafólk ynni svo langan vinnudag vegna þess að dagvinnulaunin hrökkva engan veginn fyrir framfærslu en lengd vinnudagsins kæmi niður á af- köstunum.“ — GesturGuðmundsson i Þjóðviljan- um um hugmyndir Jóns Baldvins um aga og agaleysi. „Einnig varð ástarsamband Fossey viö myndatökumanninn aldrei nógu sannfærandi þótt þau færu saman i baö.“ — Þorfinnur Ómarsson I kvikmynda- gagnrýni í Þjóðviljanum. „ffrœðum Ó. Grímssonar er lögð áherzla á tvö undir- stöðuatriði til að koma pólitískri ár sinni fyrir borð: Gleymsku almenn- ings þegarfrá líður atburðinum og end- urtekin ósannindi. “ — Sverrir Hermannsson i grein I Mbl. „Þaö er með ólíkindum hvernig einhverjum lítt þekktum og sér- lega þreytandi og syfjulegum, kanadískum raulara liðst að troða sér inn i þennan þátt um hann Hrafn okkar.“ — Gunnar Birgisson og Birgir Jóa- kimsson I Velvakanda. „Ég sat i hægindastól og var með eyrun sperrt, þvi hann sagði mér sögur allan tímann.“ — Ása Björk Ólafsdóttir hönnuður, um fyrirsætustörf hjá Alfreó Flóka. „Yfir borðum voru sagðar krassandi kjaftasöpur eins og allir gera þegar þeir éta. Sú besta var um þig.## — Sigurður Þór Guðjónsson I Tðnlistargagnrýni í Þjóðviljanum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.