Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 6

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 6
r Fknmtudagur 2. febrúar 1989 Jóhann á heimili sinu við Kenwood Drive í Beckenham, sem einnig er aðsetur fyrirtækis hans, Anglo lcelandic Business and Travel Consultants. ,,Ég er ekki aldeilis á þvi að setjast i heigan stein. Hugur- inn er á fleygiferð i kringum allt sem kalla má íslandskynningu.“ Kom of hratt niður á__________ jörðina Jóhann hefur eignast marga og góða vini í gegnum árin við störf sín og áhugamál. Hann minntist sér- staklega á Magnús Magnússon, sjónvarpsstjörnuna góðkunnu. „Við Magnús erum búnir að vera vinir í mörg ár. I kringum 1969—1970 datt mér í hug að hefja sölu á „Söguferðum“ til íslands. Eg hitti Magnús í Skotlandi og honum leist mjög vel á þetta. Við hófum sölu á þessum ferðum til íslands þar sem Magnús var leiðsögumaður. Þetta gekk mjög vel í 3—4 ár, en þá tók verðlagið heima að hækka verulega og það kom stöðnun í þetta. Það endaði með því að þetta dó út, en nokkrum árum seinna kom upp sú hugmynd að nýta ört vaxandi vinsældir Magnúsar í aug- lýsingum. Ég gerði samning við Magnús um að hann kæmi fram í auglýsingunum þar sem hann segði: „Be a Guest in my Country". Þetta voru mjög vinsælar auglýsingar, ég og okkur þótti það dálítið grátbros- legt að kjötið á veitingastöðunum var svo þunnt skorið að við töldum okkur geta lesið dagblað í gegnum það! Við íslendingarnir komum í skólann í nýjum frökkum og al- mennt vel til fara, en skólafélagar okkar voru í heldur göntlum og blettóttum regnfrökkum. Þeir sögðu að það væri nú alls ekki móð- ins að ganga í hreinum flíkum og ef við vildum virkilega vera eins og þeir sjálfir þá ættum við að leggja frakka okkar í eólfið, labba á beim ogdragaáeftirokkursvo við fengj- um einhvern karakter í þá. Við höfnuðum góðu tilboði. “ En 1953 fékk Jóhann tilboð um að gerast starfsmaður á sameigin- legri skrifstofu Flugfélagsins, Ferðaskrifstofu ríkisins og Eim- skipafélagsins í London — og hann tók því. „Ég var í raun starfsmaður allra þriggja fyrirtækjanna, en það er sagt að þú getir aðeins dýrkað einn guð og ég var skráður hjá Flugfé- laginu. Við vorum þarna þrjú og ég sinnti öllunt mögulegum verkefn- um, var í raun sendisveinn jafnt sem forstjóri." Aldarþriðjungi síðar voru starfsmenn Flugleiða í Lond- on orðnir 13 auk 2—3 í Skotlandi. Fyrsta árið hjá Jóhanni fóru 376 Bretar til íslands, en 1987 var talan kontin upp í 10 þúsund. Verðlagið fer illa með víkingana „Starfið byggðist stig af stigi upp, sem ég fer ekki náið út í, en verðlag- ið er mér hins vegar ofarlega í huga. Við kynntum í kringum 1980 vetr- arpakkana, sem innifólu 4—5 daga í kringum helgi á íslandi. Slíkur pakki kostaði þá nálægt 68 pundum, með flugferðum, hóteli og morgunverði, og var gengi pundsins í kringum 18 krónur. Eg man að vel útilátin og góð máltíð á Lækjarbrekku með borðvíni kost- aði um 11 pund. Það mátti segja að verðlag væri mjög svipað og á Eng- landi — en nú hefur heldur betur sigið á ógæfuhliðina; að borða á ís- landi á veitingastað er að minnsta kosti tvöfalt dýrara, sérstaklega þegar talað er um úthverfi London." Árum saman var ísland í sam- floti með hinum Norðurlöndunum með kynningar og vöktu þær í mörgum tilfellum sérlega mikla at- hygli. En 1983 stofnuðu fulltrúar allra íslenskra fyrirtækja sem starfa á Bretlandi hinn svokallaða ’83-hóp, sem nú heldur reglulega kynningarfundi um málefni og af- urðir íslands. „Þetta hefur lukkast mjög vel og verið snar þáttur í kynningu okkar á íslandi.“ Jóhann hefur talsverðar áhyggj- ur af áhrifum of hás verðlags á Islandi. „í ferðabransanum eins og í öðrum viðskiptum eru það fram- boð og eftirspurn sem skapa og eiga að skapa ríkjandi verð. Ef verðið er of liátt hreyfist varan ekki. Ég frétti af því í haust hjá Flugleiðum að margir hefðu beðið um að komast fyrr til heimkynna sinna en til stóð, vegna þess að þeir stóðu uppi pen- ingalausir eftir dvölina á Islandi! Það er örugglega einhver allra versta auglýsing sem við getum fengið þegar svona gerist. Annað- hvort hefur fólkinu þá ekki verið sagt hvað hlutirnir kostuðu á ís- landi eða því hefur verið sagt ósatt.“ Sem fyrr segir hefur ferða- mannastraumurinn frá Bretlandi til íslands vaxið mjög yfir árin. „En þrjú þorskastríð fóru mjög illa með viðskiptin. Ég man t.d. að síðasta stríðið var þannig að barátta var háð í hverju blaði og á hverri sjón- varpsstöð — hún kom inn á öl! heimili nánast á hverju kvöldi. Við vorum auðvitað álitnir algerir vík- ingar. Allar fréttir hér voru mjög neikvæðar og ekkert gert af því að draga málstað íslands l'ram. Við reyndum auðvitað að sannfæra við- skiptavinina urn að það væru engin illindi heinta gegn ferðamönnun- um, en það gekk svona — á einu ári fækkaði breskum ferðamönnum til íslands úr 8 þúsund í 3.800. Af þorskastríðum og_________ ráðstefnum Sjálfur varð ég alls ekki fyrir ónotum þorskastríðanna vegna og kunningjafólk okkargerði bókstaf- lega í því að segjast vera á okkar bandi í málinu. Þessi ár tók ég eftir því, að þegar fólk kom inn á skrif- stofu okkar var það hálffeimið — var greinilega með þorskastríðið í huga. Ég ákvað að safna öllum þeim gamanmyndum og skrýtlum sem birtust í dagblöðunum og hengdi innrammaðar upp á vegg. Þegar fólk sá að við gátum brosað að þessu öllu hreinsaðist andrúms- loftið og feintnin hvarf eins og dögg fyrir sólu. Og þegar þjóðirnar höfðu samið voru hinar neikvæðu tilfinningar fljótar að gleymast — meira að segja kom fjöldi fólks á skrifstofuna og sagðist telja að í þessu máli hefði það verið stóri karlinn sem ætlaði að kúga litla manninn. Nú er hins vegar töluvert af fólki hér sem hefur samúð með hvalnum og er fylgjandi Green- peace og er það mál að komast á alvarlegt stig. Ég held að það sé full ástæða fyrir okkur að spyrja þeirr- ar alvarlegu spurningar hversu lengi við höfum efni á að halda þessu til streitu — er það þess virði?“ Jóhann telur að án efa sé það leiðtogafundur Reagans og Gorb- achevs sem síðustu árin hefur fært islandi mestu og bestu kynninguna. „Fundurinn var örugglega sú besta auglýsing sem við höfum nokkurn tíma fengið, kannski ekki síst fyrir þá sök hversu vel hann var skipu- lagður þrátt fyrir skamman fyrir- vara. Þetta bendir líka á sinn hátt á réttmæti þess sem ég hef lengi látið mig dreyma um, að gera ísland að sérstöku ráðstefnulandi. Ég byrjaði reyndar á áróðri fyrir þessu fyrir að minnsta kosti 20 árum. Fyrir síð- asta þorskastríð vorum við komnir alllangt á veg hér á Bretlandi með að fá fyrirtæki til að fara til íslands til að halda ráðstefnur. Meðal ann- ars má nefna til sögunnar stórfyrir- tækið ICI, lyfjafræðideild þess var með ráðstefnur á íslandi í 2—3 ár fyrir þorskastríðið og við vorum komnir með einar 4—5 ráðstefnur á blað þegar stríðið hófst. Því miður var það allt afpantað vegna þess að rnenn höfðu áhyggjur af viðmótinu gagnvart ráðstefnugestunum — af slagsmálum á börum og svo fram- vegis. Núorðið er töiuvert af slíkum ráðstefnum á íslandi, en að niínu mati eru þær of bundnar við sum- artímann og ráðstefnur sem tengj- ast norrænni samvinnu þar sem þjóðirnar eru að skiptast á. Ég vil heldur leggja aukna áherslu á ráð- stefnur sent haldnar eru frá því seinnipart sumars til vorsins. Fæst fyrirtæki halda viðskiptaráðstefn- ur á sumrin, þegar fólk er í fríi með fjölskyldum sínum. Framboð er geysilega mikið og verðlagið eftir því, þannig að það kostar okkur talsvert átak að komast vel af stað í þessum efnunt. Að beina straumunum i réttar áttir Það er búið að ræða þetta í mörg ár, en málið er aldrei almennilega afgreitt. Við megum ekki gleyma því að einn einasti ráðstefnugestur skilur eftir sig meiri peninga á stutt- um tíma en allt að 10 bakpoka- ferðamenn. Ég var að lesa í Mogganum um nýja nefnd sem stofnuð hefur verið vegna kynningarherferðar fyrir ís- Dorothy og Jóhann i eidhúsinu heima. pau giftust árið 1956 og eiga saman 3 börn. Jóhann hefur verið búsettur ytra i fjóra áratugi. ,,Eg hef óbilandi áhuga á að kynna ísland á réttan og sannan hátt á Bret- landi og ég tel mig geta gert miklu meira fyrir island hér en heima. “ land og afurðir landsins. Það var mér sérstök ánægja að lesa að her- ferðin ætti að hefjast á Bretlandi, því ég hef óbilandi trú á því að hér sé mikill og góður markaður fyrir ísland. Ég tel ísland eiga geysilega góða möguleika bæði í ferðalögum og í sambandi við heilsurækt ýmiss konar. Sérstaklega í ljósi þess að við erum utan hins mengaða svæðis í Evrópu. Þetta hlýtur að vera efst á blaði hjá okkur, en það er svo fjöl- margt annað sem getur hjálpað til. Ef okkur tekst til dæmis að selja rafmagn til Bretlands þá yrði það gríðarleg auglýsing — fóík þyrfti ekki annað en kveikja Ijós hjá sér og verður þá ósjálfrátt hugsað til ís- lands! En Bláa lónið og annað í þeini dúr má ekki kynna of snemma — við verðum fyrst að fá gæða- stimpilinn, það er afar mikilvægt. Ef við förum of snemma með slikt á ntarkaðinn verður það dæmt sem 2. eða 3. flokks vara og það má alls ekki gerast. Þrátt fyrir mikla vinnu og fjöl- miðlakynningu, leiðtogafund, Vig- dísi forseta, Jón Pál, Magnús Magnússon, skákmeistara, íþrótta- hetjur í handbolta og fótbolta og tvær alheimsfegurðardrottningar er fullt af fólki á Bretlandi sem hefur ekki numið neitt af þessu. Ætli besta auglýsingavopn okkar sé ekki það fólk sem hefur farið til íslands og tekið þar ógrynni af fallegum myndunt og sýnir vinum sínum og vandamönnum. En það fer enginn til íslands án þess að hafa haft eitt- hvað sérstakt í huga. Ég held að við gætum gert margt með því að beina augunum frekar að ákveðnum markhópum. Til er fólk sem safnar löndum eins og aðrir safna frí- merkjum, en flestallir hafa áhuga á einhverju sérstöku. Það eru til alls konar sérhópar sem geta skapað mikla möguleika fyrir okkur, sem enn hefur ekki reynt mjög mikið á. Það er ekki vafi á því að landar okkar í heimsfréttunum hafa vakið mikla athygli hér og komið af stað góðum straumum, en þá þarf eitt- hvað fleira að koma til sem beinir straumunum í réttar áttir. “ man að eitt sinn vorum við með um 10 þúsund fyrirspurnir á 2—3 mán- uðum út á þessar auglýsingar. Yfir- leitt héldu Englendingar að Magnús væri Skoti, enda alinn þar upp, en eftir þetta varð æ fleirum ljóst að hann væri Islendingur.“ Jóhann hætti störfum hjá Flug- leiðum l. júlí 1987, var orðinn þreyttur og vildi snúa sér að eigin málum. „Eftir þetta var ég eins og lamb sem sleppt er út úr húsi, varð mjög fjörugur en slappaði jafnframt vel af. Kannski hef ég komið of hratt niður á jörðina, því 19. júní 1987 fékk ég hjartaáfall. Það tók sinn tíma að jafna sig, en síðan má segja að mér hafi sjaldan liðið betur og ég hef ferðast mikið og talsvert spilað golf — leikið mér að því sem ég hef mest gaman af og gert ýmislegt heima fyrir sem mætt hafði afgangi.“ Jóhann stofnaði ásamt eigin- konu sinni, Dorothy, fyrirtækið Anglo Icelandic Business and Tra- vel Consultants síðastliðið vor. Fyr- irtækið snýst ekki síst um að koma íslendingum til að æfa og keppa á Sundridge Park-golfvellinum, sem um 80 landsmenn kynntust í fyrra og enn fleiri kynnast í ár. Uppeldisstaður íslenskra kylfinga________________________ „Vellirnir á íslandi eru að flestu leyti eins og víðast hvar annars stað- ar, nema hvað við höfum mikla víð- áttu og fá tré. Það hefur oft komið sér illa fyrir landann í keppni er- lendis að hafa ekki vanist trjánum. Það er talið að þeir sem ráða við þessa tvo velli í Sundridge Park, vesturvöllinn sem er hæðóttur og þröngur og austurvöllinn sem er lengri og víðari, geti spilað hvar sem er í heiminum. Þetta er því mjög góður staður fyrir Islendinga að kynnast. Við fengum enda þá hug- mynd í fyrra að koma ungum ís- lendingunt af stað erlendis á þessum völlum. Ég ræddi þetta við Konráð Bjarnason, formann Golf- sambands íslands, og fleiri og þeir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.