Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 17

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 2. febrúar 1989 17 Þorsteinn Jónsson, form. Fé- lags kvikmyndagerðarmanna: Erfitt að treysta___________ kvikmyndasjóði Það hefur vakið undrun margra þeirra sem þekkja til íslenskrar kvikmyndagerðar að úthlutunar- nefnd kvikmyndasjóðs dró til baka styrk sem búið var að veita Bíói hf. til framleiðslu á Meffí. Sérstaklega með tilliti til þess að handrit að ís- lenskum kvikmyndum hafa yfir- leitt tekið miklum breytingum frá úthlutun styrkja til frumsýningar myndanna og er það jafnvel haft fyrir satt að sumir leikstjórarnir hefji stundum tökur með hálfklár- uð handrit og séu að skrifa handrit- in fram á síðasta tökudag. Þor- steinn Jónsson, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, var spurður álits á þessari ákvörðun út- hlutunarnefndar: „Ég held að kvikmyndagerðar- menn séu almennt sammála um að upprunalegt handrit þurfi að breyt- ast verulega til að hægt sé að rétt- læta það að styrkur sé dreginn til baka, enda hafa oft orðið mjög mikiar breytingar á handritum frá því úthlutunarnefnd kvikmynda- sjóðs veitir styrk og þar til mynda- tökum lýkur. Ég tel það einnig orka mjög tví- mælis að stofnun á borð við kvik- myndasjóð geti dregið loforð um styrki til baka vegna þeirra gífur- legu framkvæmda sem slíkt loforð setur í gang. í flestum tilfellum er úthlutunin það merki sem kvik- myndagerðarmenn bíða eftir til að geta hafist handa; þá er farið að gera samninga við lánastofnanir, starfsfólk, um leigu á tækjum og fleira. Það er mjög erfitt að snúa við eftir að farið hefur verið af stað og ég get ekki betur séð en eftir þetta verði mjög erfitt fyrir kvik- myndagerðarmenn að treysta á fyr- irheit um styrki frá kvikmynda- sjóði. Samkvæmt núgildandi reglum hefur úthlutunarnefndin einræðis- vald og getur því hagað úthlutunum að vild, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Flestir kvikmynda- gerðarmenn eru mjög óánægðir með að nefndin skuli eingöngu skipuð mönnum sem hafa litla þekkingu á kvikmyndaframleiðslu. Til að unnt verði að veita styrkina af einhverri skynsemi verða að sitja í nefndinni menn með bæði fræði- lega og verklega þekkingu á kvik- myndagerð. Sem betur fer eru þessi mál nú í endurskoðun og hefur menntamálaráðherra skipað sér- staka nefnd, sem á meðal annars að endurskoða starfsemi kvikmynda- sjóðs.“ Nóttin á herðum okkar í kvöld, fimmtudagskvöld, verða áttundu áskriftar- tónleikarSinfóníuhljómsveitar íslands. Þrjú verk verða á efnisskránni. Shadows, eftir finnska tónskáldið Aurli Sallinen, sem er eitt af vinsælli verkum finnskra tón- skálda um þessar mundir, en Sallinen er með fremstu tónskáldum Finna á vorum dögum. Verkið mun upp- haflega vera samið sem millikafli í óperu og var frum- flutt á Scandinavia Today í Bandaríkjunum 1982, undir stjórn Rostropovitch. Þá verður fluttur Píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven, einn allra frægasti píanókonsert hans, en allir einleikskonsertar hans fyrir píanó eru á dagskrá hljómsveitarinnar í vetur. Upphaflega stóð til að Jónas Ingimundarson léki einleik í verkinu, en hann dró sig í hlé og í stað hans leikur Þjóðverjinn Christian Zakarias. Hápunktur tónleikanna verður síðan án efa , frumflutningur á nýrri ljóðasinfóníu eftir Atla Heimi Sveinsson, Nóttin á heröum okkar, sem samin er við ljód eftir Jón Óskar. Þetta er gríðarlega mikið verk, hef- ur tekið tónskáldið allt að tveimur áratugum að semja það, en það byrjaði sem þrjú lög fyrir djúpa kvenrödd og kammerhóp en endaði sem sinfónía. Verkið er mann- margt, í því syngja m.a. einsöng tvær söngkonur, Mari- anna Eklöf og Ilona Maros, og auk þeirra syngur í verk- inu kvennakór íslensku óperunnar. Auk Sinfóníunnar er verkið skrifað fyrir tvo konsertflygla og á báða er leikið fjórhent, gítar, hörpu og fimm slagverksleikara. Stjórnandi verður aðalstjórnandi Sinfóníunnar, Petri Sakari. SKIUÐ SKATTFRAMTAU ÍTÆKATfÐ____ Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra um ís- lenska kvikmyndagerð: Útflutningsgrein i stil við fiskeldi Það er mjög óvanalegt, ef ekki einsdœmi, að sótt sé um ríkisábyrgð á lánum vegna framleiðslu kvikmyndar. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra var því spurður álits á um- sókn aðstandenda Meffíar: „í mínum augum er kvik- myndagerð ekki bara listgrein heldur atvinnuvegur og hugsan- Iega útflutningsgrein á borð við fiskeldi. Það er því í sjálfu sér ekki óeðlilegt að kvikmyndafyr- irtæki sitji við sama borð og önnur fyrirtæki. Þótt ég sé almennt þeirrar skoðunar að draga eigi úr ríkisábyrgðum ber að líta á það að kvikmyndagerð er ung atvinnugrein hér á landi. Spurningin er bara hvort ábyrgð og tryggingar og annað sem gjörningnum fylgir séu fyrir hendi. Eg hef falið ráðuneytis- stjóra fjármálaráðuneytisins að athuga þetta mál af mikilli alvöru og vænti þess að sú athugun geti leitt til niðurstöðu mjög fljótlega. “ Skattframtali 1989 vegna tekna 1988 og eigna í árslok á að skila í síðasta lagi 10. febrúar. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafnframt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varðveiti launaseðla áfram efftir að skattframtali hefur verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af launum. SIDASTISKILADAGUR SKATTFRAMTALS ER 10.FEBRÚAR.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.