Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 22

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 22
Fimmtudagur 2. febrúar 1989 22 Birgir Jóhann Birgisson tónlistarmaður hefur tekið að sér að útsetja og tölvuvinna lögin tíu í keppninni um Landslagið ’89. Þótt hann sé ekki aldinn að árum hefur hann mikla reynslu úr hljóðverum hér á landi sem er- lendis. Er meðal annars með þrjár hljómplötur í takinu þessa dagana. „Fyrsta platan sem ég tók upp hét Enn er von, trúartónlist sem ég vann með félögum mínum í pínu- litlu stúdíói í Hafnarfirði," sagði Birgir Jóhann er Pressan ræddi við hann. „Síðar fór ég til Bandaríkj- anna og vann þar að plötu með dúettinum Takk. Hún var tekin upp í Texas. Þar kom við sögu margt góðra og vel þekktra tónlistar- manna, svo sem Abraham Labori- el, sem mikið hefur unnið með Weather Report, Lee Ritenour, James Ingram, Donald Fagen, Robbie Robertson og fleirum. Þarna var Bill Maxwell, sem hefur leikið mikið á trommur hjá Quincy Jones, gítarleikarinn úr hljómsveit Neils Diamond og fleiri og fleiri. Það var mikil og góð reynsla að vinna að þeirri plötu.“ Megnið af lögunum á hljóm- plötu Takk-dúettsins var eftir Birgi Jóhann. Er hann kom heim frá Bandaríkjunum hélt hann áfram að vinna við plötuupptökur hér á landi. Til að mynda Á krossgötum, sem hafði að geyma lög með trúar- legum textum. Hann lék á Eyði- merkurhálsum Rúnars Þórs Péturs- sonar á síðasta ári, svo og Rækju- kokkteil Ómars Óskarssonar. Fyrir jólin tók hann upp tvær plötur, eina með Lýð Ægissyni og plötuna Hjálparhönd, sem hann vann við að hluta til. — En hljómsveitirnar? Með hverjum hefur Birgir leikið? „Ja, það er nú það,“ svaraði hann. „Seafönkið kom fyrst og hliðarbúgreinin okkar, hljómsveit sem við kölluðum Afsakið. Við af- rekuðum það meira að segja að koma fyrsta íslenska laginu á topp Birgir Jóhann Birgisson tónlistarmaður. Auðvitað er skrekkur i manni í upphafi. En hann hverfur. Pressumynd: Einar Ólason. tíu á vinsældalista rásar tvö. Það var lagið Dansaðu sem ég samdi bæði lag og texta við. Nú, síðar kom Ópera, Kynslóðin og einhverjar fleiri sem hlutu litla frægð. Núna leik ég með Sálinni hans Jóns míns.“ NÓG AÐ GERA Og Birgir Jóhann Birgisson er einmitt að gera klárt fyrir nýja plötu með Sálinni ásamt félögum sínum. Þá er hann að vinna að plötu með hljómsveit André Bach- manns, annarri plötu Lýðs Ægis- sonar og með dúett sem skipaður er Pétri Hrafnssyni og Sigríði Guðna- dóttur. „Þessu til viðbótar má nefna plötu sem við Sigurður Dagbjarts- son höfum verið nokkuð lengi með í smíðum,“ bætti Birgir Jóhann við. „Við stefnum að því að ljúka við hana nú i surnar." Birgi Jóhanni Birgissyni líst vel á keppnina um Landslagið 89. „Auðvitað er maður með smá- skrekk eins og ævinlega þegar tekist er á við nýtt verkefni,“ sagði hann. „En ég þekki það af gamalli reynslu að hann hverfur þegar af stað er komið. Ég kem til með að haga vinnu minni talsvert eftir því hvernig efni- við ég fæ í hendurnar," hélt hann áfram. „Ef höfundar laganna hafa góða hugmynd um hvernig þeir vilja láta lögin sín hljóma endan- lega vonast ég til að geta haft sem nánasta samvinnu við þá með það. En þar eð ég ber ábyrgð á endan- legu útkomunni gæti ég hugsanlega þurft að taka af skarið. Auðvitað eru menn misjafnlega í stakk búnir til að ganga frá lögum til flutnings. Ef þeim er skilað hráum kem ég til sögunnar og verð þá að treysta á eigin dómgreind að gera þau sem best úr garði.“ Birgir Jóhann Birgisson hefur fjölþætta reynslu sem hljóðfæra- leikari. Hann stundaði klassískt píanónám árum saman. Hann Ieik- ur einnig á gítar, trommur, bassa og hljómborð. Kemur hann þá til með að sjá um allan hljóðfæraleik í lög- unum sem keppa um Landslagið ’89? „Nei, auðvitað ekki,“ svaraði hann og hló. „Ég ætla að leita til aukamanna eftir því sem með þarf. Ég þekki karakter íslensku „session“-leikaranna út og inn og veit hver hentar í hvaða hlut- verk.“ ■ LANDSLAGIÐ Sönglagakeppni íslands ’89 REGLUR ★ Allirþeirsem takaþátt íkeppninni um LANDSLAGIÐ gangast þar med undir reglur hennar. ★ Höfunduni er heinÍUt að sendafleiri en eitt lag í keppn- ina. Þau skulu vera á kassettu, eitt lag á hverri, og textar skulu helstfylgja vélritaðir ineð. — Textar skulu vera á íslensku. ★ Kassettunni og textaörkinni skal stungið I umslag og því lokað tryggilega. Umslagið skal merkt með dulnefni eða númeri. ★ I öðru umslagi skal dulnefni eða númer einnig vera utan á. I það setur höfundur sitt rélta nafn ásamt heimilis- fangi og símaniímeri. ★ Lögin sem send verða I kepnina mega hafa lieyrst áður, en ekki hafa komið út á hljómplötum né vera eða hafa verið Isöngvakeppnum áður. I lagi er að textar hafi birst opinberlega áður í Ijóðabók eða blaði. LagahöJ'undar skulu þó leggja fram skriflegt samþykki höfunda fyrir að nota megi Ijóð þeirra í keppninni. ★ Lög þeirra höfunda sem komast áfram i keppninni verða gefin út á hljómplötu. ★ Hámarkslengd laga er fjórar mínútur. ★ Engum sem lengist keppninni um LANDSLAGIÐ ’89 á nokkurn hátt er heimilt að senda lag í keppnina. ★ Lögin skulu send til: LANDSLAGIÐ SÖNGLAGAKEPPNI ÍSLANDS ’89 PÓSTHÓLF 1331 121 REYKJAVÍK ★ Skilafrestur er til 1. mars. Birgir Jóhann Birgisson útsetjari Landslagsins ’89 VONi EFTIR SAMST VIÐ I HÖFUN

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.