Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 10

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 2. febrúar 1989 Snikjudýr skaða fóstur — orsaka heilaskaða eða blindu Kettir bera bogfrymilinn í önnur dýr og menn. I sumum löndum eru barnshafandi konur varaöar við umgengni viö ketti, en þeir kettir sem lifa eingöngu á niður- soðnum kattamat eiga að vera iausir við skaðvaldinn. Læknar á kvennadeild Landspítalans íhuga nú hvort ástæða sé til þess að kanna hvort örveran toxoplasma, sem á íslensku hefur hlotið heitið bogfrymill, finnist í blóði barnshafandi kvenna en þetta sníkjudýr getur valdið fóstrinu heilaskaða eða blindu. í sumum lönd- um er konum ráðlögð fóstureyðing ef bogfrymill finnst í blóðinu. EFTIR SONJU B. JÓNSDÓTTUR í nýrri breskri könnun kemur fram að algengast sé að bogfrym- illinn berist í konurnar úr köttum og eru óléttar konur varaðar við því að umgangast ketti. Hafi þær átt kött um lengri tíma áður en þær urðu óléttar er mjög líklegt að þær hafi þegar sýkst og mynd- að mótefni sem ræður þá niður- lögum bogfrymilsins ef þær sýkj- ast aftur á meðgöngunni. Hér á landi er þó álitið að bogfrymill berist fremur í fólk úr hráu eða illa elduðu kjöti. Hættan á fósturskaða felst í því að barnshafandi konur smitist í fyrsta sinn á fyrri hluta meðgöngu því þá hafa þær engar varnir gegn þessu sníkjudýri, en rannsóknir sýna að fóstur um 40% þeirra sýkjast. Þær mælingar sem gerðar hafa verið hér á landi á bogfrymlamót- efni í blóði fólks sýna mjög mis- munandi niðurstöður eftir sam- setningu þeirra hópa sem mældir hafa verið, eða allt frá tæpum 5% upp í 36%. Sá hópur sem var með hæsta hlutfallið var hópur fólks sem vann í sláturhúsi. Þessi niður- staða sýnir að hér sem annars staðar er fólki sem vinnur við kjötvinnslu hættara við bog- frymlasmiti en öðrum. Bogfrym- illinn lifir nefnilega einnig góðu lífi í hráu kjöti og í rannsókn sem gerð var hér á landi fannst hann í um þriðjungi sauðfjár. Þetta sníkjudýr drepst hins vegar við hitun yfir +60° C og frystingu í kringum h-20° C í sólarhring. Bogfrymillinn er yfirleitt ekki hættulegur heilbrigðu fólki, en hafi ónæmiskerfi líkamans lam- ast veldur hann alvarlegum sjúk- dómum og getur til dæmis dregið alnæmissjúklinga til dauða. Fóstur eru einnig í mikilli hættu á fyrri hluta meðgöngunn- ar. í grein í nýlegu læknablaði eru nokkur dæmi um fósturskaða af völdum bogfrymils, og eru þatt sótt í sjúkraskrár Landspítalans. Þar er meðal annars greint frá mótefnamælingu á tæplega þrí- tugri konu sem var lögð inn á kvennadeildina fyrir nokkrum ár- um með fósturdauða á 31. viku meðgöngu. í sjúkrasögu hennar kom fram að hún hafði fengið hita og einkenni sem líktust inflú- ensu tveimur vikum fyrir innlögn. Við skoðun fundust stækkaðir eitlar á hálsi og holhönd og krufn- ing á fóstrinu leiddi í ljós mikla morknun. Önnur þunguð kona var lögð inn á kvennadeildina vegna nýrnasýkingar og reyndist hún hafa bogfrymilsmótefni i blóð- inu. Hún hafði eignast barn þrem- ur árum áður þar sem hún var bú- sett erlendis og var það tekið með keisaraskurði vegna minnkandi fósturhreyfinga. Barnið dó vikugamalt úr bogfrymlasótt og við krufningu fundust útbreiddar skemmdir í heila, hjarta og lifur. Á kvennadeildinni gilda ákveðnar reglur um það úr hvaða konum blóðsýni skuli send til mælinga á mótefnum gegn bogfrymlum og er það úr konum sem hafa misst fóstur oftar en tvisvar, konum sem missa fóstur eftir 16. viku meðgöngu og úr konum sem fæða andvana börn. Hingað til hefur ekki þótt ástæða til að fylgjast kerfisbund- ið með bogfrymlamótefnum í blóði allra þungaðra kvenna hér á landi þar sem líkur á fóstursýk- ingu hafa ekki þótt miklar. Nú eru læknar hins vegar farnir að end- urskoða þá afstöðu þar sem smit- hætta gæti aukist við breytta meðferð og matreiðslu á kjötvör- um og aukin ferðalög til útlanda. Islenskum konum sem eru barnshafandi er nokkur hætta búin við ferðalög og búferlaflutn- inga til landa þar sem bogfrymla- smit er algengt vegna þess hve fáar þeirra eru með mótefni. Vitað er að bogfrymlasmit er algengt í sumum löndum Evrópu, til dæm- is er það mjög algengt í Frakk- landi, en það er einnig algengt í flestum heitari löndum heims. Talið er að hér á landi berist bogfrymlasmit aðallega úr hráu eða illa elduðu kjöti, en þó vilja sumir vara barnshafandi konur, og þær sem hyggja á barneignir í náinni framtíð, við því að fá sér kött ef þær hafa ekki umgengist ketti áður. Á íslandi er algeng- asl að bogffrymill berist i ffólk ur hráu eða illa steiklu kjöti, en þetta snikjudýr er algengt i kinaum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.