Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 28

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 28
PRESSU e ftir helgi tekur Sveinn Ein- arsson, fyrrum Þjóðleikhússtjóri, við starfi Hrafns Gunnlaugssonar sem yfirmaður innlendrar dag- skrárgerðar hjá sjónvarpinu. Eitt af fyrstu verkefnum Sveins verður að fylgja eftir gerð sjónvarpsleikrits eftir Hrafn Gunnlaugsson, því síðla vetrar er ráðgert að undirbúningur hefjist. Leikritið heitir Englakropp- ar og mun Friörik Þór Friðriksson sjá um leikstjórnina. Friðrik er sjálfur að ljúka gerð myndar fyrir sjónvarpið sem heitir „Flugþrá“. Það var auðvitað Hrafn sem úthlut- aði verkinu, alveg eins og hann tók sjálfur ákvörðun um að sjónvarpið gerði mynd eftir hann sjálfan. Ef- laust eiga sjónvarpsáhorfendur eft- ir að sjá fleiri verk úr smiðju Hrafns þau fjögur ár sem hann verður í svokölluðu launalausu leyfi... n^Éeira um Hrafn. Hann er einn af þeim sem lenda oft á milli tannanna á fólki, en á sér auðvitað harða fylgismenn og góða vini. Þannig eru ýmsir sagðir ósáttir við hvernig staðið var að málum í stjórnarkjöri hjá Sambandi ís- lenskra kvikmyndaframleiðenda. Aðalfundur var á dögunum og urðu Hrafn og hans menn undir í kosn- ingu til stjórnar. Ágúst Guðmunds- son var kosinn formaður og með honum í stjórn þeir Þráinn Bertels- son og Jón Ólafsson. Velunnarar Hrafns segja að nú telji ýmsir að þeir hafi ekki lengur not fyrir hann eftir að hann hætti hjá sjónvarp- inu... Þ i bókat ó nú sé nokkurs konar fjara bókaútgáfumálum eru menn í þeirri atvinnugrein auðvitað farnir að huga að næsta flóði. Og enn munu hinar klassísku viðtalsbækur verða á ferðinni. Heyrst hefur að slík bók verði t.d. rituð um Ingólf Guðbrandsson, fyrrverandi for- stjóra ferðaskrifstofunnar Út- sýnar... B^íokkrir ungir og efnilegir Iistamenn, kvikmyndagerðarmenn og skáld, eru að hefja undirbúning að gerð fyrstu íslensku kvikmynd- arinnar eftir vísindaskáldsögu og leita nú leiða til að fjármagna verk- efnið. Nú á tímum leikur nokkur vafi á hvort myndir geti yfirleitt tal- ist íslenskar, en þessi á að verða rammíslensk enda ætlað að byggja á íslenski skáldsögu og væntanlega kostuð af innlendum aðilum. í hópi þeirra sem orðaðir hafa verið við myndina eru kvikmyndagerðar- mennirnir Halldór Gunnarsson og Helgi Sverrisson, sem síðustu mán- uði hafa unnið að gerð heimilda- myndar fyrir sjónvarpið um Jón Sveinsson (Nonna og Manna), Kári Schram kvikmyndagerðarmaður, skáldið Sjón og Jón Sverrir Proppé... ^5ýning Alþýðuleikhússins á finnska leikritinu „Eru tígrisdýr í Kongó?" þykir gott innlegg í um- ræðuna um alnæmi. Leikritið hefur verið tekið til sýningar hjá leikfé- lögum á öllum Norðurlöndunum og farið mikla sigurför. Landlækn- isembættið hefur styrkt sýningar- haldið þar sem leikritið er talið eiga erindi til ýmissa áhættuhópa. Nem- endur framhaldsskólanna hafa sóst eftir að fá verkið til sýningar og yfirleitt borga nemendafélögin fyr- ir sýningarhaldið. 400 nemendur Fjölbrautaskóla Suðurlands sáu sýninguna í gær og hlustuðu á er- indi fulltrúa landlæknisembættis- ins. Sama dag var ráðgert að halda sýningu á Litla-Hrauni, en áður en lagt var af stað á Hraunið mun ekki hafa verið frágengið hverjir borg- uðu fyrir sýninguna. Þrátt fyrir að sýningin eigi sérstakt erindi til svo- kallaðra áhættuhópa virðist sem yfirvöld hafi ekki hugsað til enda hverjir ættu að bera kostnaðinn... f orsvarsmenn útvarpsins eru sagðir óánægðir með hvernig út- varpsráð stóð að afgreiðslu fjár- hagsáætlunar fyrir þetta ár. Það eina í rekstri Ríkisútvarpsins, sem stóðst áætlanir á síðasta ári, var út- varpsreksturinn í Efstaleiti. Hjá sjónvarpinu fóru einstaka deildir hins vegar verulega fram úr áætiun- um. Framkvæmdastjórn lagði til- lögur að fjárhagsáætlun fyrir út- varpsráð, sem breytti þeim á þann veg að 6 milljónir voru færðar frá útvarpinu til innlendrar dagskrár- deildar hjá sjónvarpinu. Innlend dagskrárdeild fór hins vegar 9 millj- ónir fram úr áætlunum á síðasta ári. Útvarpsmenn telja útvarpsráð sýna sér fádæma vanþakklæti fyrir ábyrga fjármálastjórn, með því að verðlauna eyðsluseggina... 111 hefur verið skrafað um sviptingarnar hjá ferðaskrif- stofunum, þar á meðal um hugsan- lega breytta eignaraðild að Ferða- miðstöðinni. Þegar Andri Már Ing- ólfsson fór úr forstjórastólnum í Útsýn yfir í sams konar stól hjá Ferðamiðstöðinni þótti skraf- hreifnum sýnt að hann og faðir hans, Ingólfur Guðbrandsson, væru að yfirtaka Ferðamiðstöðina. Það mun þó alls ekki standa til, a.m.k. ekki hvað Ingólf varðar, en Andri Már mun líklega verða hlut- hafi, þótt núverandi eigendur, Sig- urður Garðarsson og Sigurður Örn Sigurðarson, eigi áfram meiri- hluta... L ■ H agkvæmniathugun vegna hugsanlegrar byggingar álvers í Þorlákshöfn þykir hafa farið nokk- uð leynt. Ástæðan er sögð sú, að Þorlákshöfn hafi reynst æskilegri kostur en áhrifamenn vonuðust til í upphafi. Einn aðalkosturinn við Þorlákshöfn umfram Straumsvík er sparnaður í flutningslínum fyrir orkuna... BILL COSBY koiniiiii aftur. Skyldi nokkur „pabbi“ nokkru sinni hafa dregið að sér jafn almenna athygli? Á hverju laugardagskvöldi. Föðurleg ábending til auglýsenda. jO. Tf SJÓNVARPIÐ ekkert rugl.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.