Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 18

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 18
. I . 18 Fimmtudagur 2. febrúar 1989 ÞRÍR ÁRATUGIR frá mesta flugslysi rokksögunnar: ÚT í ÖVISSUNA REYNSLULAUSI Enn þann dag í dag er óljóst hvort félagi hans, Norman Petty, haföi féflett hann, en Ijóst þykir í öllu falli aö Petty var ekkert aö flýta sér að greiða félaga sinum hans hlut. Þar eö Buddy Holly hafði sagt skiliö viö gamla félaga sína í The Crickets varð hann aö stofna nýja hljómsveit til aö taka meö sér í Vetrardans- veisluna. Tommy Allsup tók aö sér aö leika á gítar. Vinur Buddys, altrylltur plötu- snúöur viö útvarpsstöðina KLLL, Waylon Jennings aö nafni, var meira en til í aö vera með og spila á bassa. Eftir nokkra leit aö trommu- leikara fékkst Charlie Bunch til að koma meö. Þeir kölluöu sig reyndarThe Crickets þótt vafalaust varöaöi viö lög aö nota nafn þekktrar hljóm- sveitar sem enn var viö lýði. SLÆMIR DRAUMAR Janúarmorguninn er Buddy Holly hélt upp í sína siðustu hljómleikaferö meö félögum sinum snæddi hann morgun- verö meö Mariu konu sinni og Tommy gítarleikara. Þá kom í Ijós aö þau hjónin haföi bæöi dreymt illa um nóttina. Þaö var aö sjálf- sögöu síðar ráðiö sem slæm- ur fyrirboði. Draumur Mariu var í stuttu máli þannig aö hún og maður hennar voru stödd á einhverjum ótil- greindum staö. Þarvarmikið öngþveiti. Fólk hljóp skelf- ingu lostiö í allar áttir. Þá þótti Mariu sem hún væri skyndilega stödd alein í eyði- mörk eöa á stórri sléttu. Áöur en hún vissi hvaðan á hana stóö veðrið heyröi hún hróp og köll. Fólk kom hlaupandi aö henni í hundraðatali og kallaði: „Sjáðu, það kemur!“ Mannfjöldinn æddi framhjá og Maria fór aö gá aö því hvaö þaö væri sem fólkið hræddist svo mjög. Þá sá hún eldhnött koma þjótandi ofan úr geimnum. Hann flaug framhjá, lenti nokkra metra frá henni og gróf djúpa holu í jarðveginn. Viö það vaknaði Maria meö slíku ópi aö Buddy vaknaði líka og kvaöst sömuleiðis hafa dreymt undarlega. „Honum fannst sem við værum saman í flugvél meö Larry bróöur sínurn," haföi Maria eftir Buddy Holly. „Larry vildi ekki að ég væri meö í förinni, en Buddy sagöi í sífellu: Maria fer meö mér hvert sem ég fer. Þeir rif- ust um þetta. Larry lenti flug- vélinni öðru hverju til aö hleypa mér út en Buddy bannaði mér aö fara. Loksins haföi Larry betur, lenti á þaki stórrar byggingar og skildi mig þar eftir. Buddy kallaði aö skilnaöi: Engar áhyggjur, vertu tilbúin. Ég kem seinna og sæki þig. Og síðan hófu þeir sig á loft að nýju.“ FERÐAST í ÍSKULDA Draumar þessir þóttu ekki góöir. Og raunveruleikinn var litlu skárri. í hálfan mánuö ferðuöust poppararnir um í illa upphituöum langferðabíl- um og héldu tónleika í norð- anverðum miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Einhverju sinni bilaói bíllinn. Þá varð Aðfaranótt 3. febrúar er svört nótt í sögu vestrænnar dægurtónlistar. Þá fórust í flugslysi rokkstjörnurnar Ritchie Valens, J.P. Richardson - The Rig Bopper - og Buddy Holly. Þrjátíu ár eru nú liðin frá þessu hörmulega slysi. Árið 1958 haföi verið Ritchie Valens einstaklega gott. Gamli draumurinn rætt- ist. Hann sló í gegn á lands- vísu meö laginu Come On, Let’s Go og undir lok ársins fylgdi hann sigrinum eftir með laginu La Bamba, gamla einfalda þjóölaginu sem hann rafmagnaði og rokkaöi upp. Hinum megin á La Bamba-plötunni var Ijúft ró- legt lag, Donna, sem átti eftir aö njóta jafnvel enn meiri vin- sælda er fram liðu stundir en lagið á A-hliðinni. Þvf fylgdu hins vegar ýmsir vankantar á sjötta áratugnum að slá í gegn að hausti eöa vetri. Þá tíðkaðist að hljóm- sveitir og söngvarar tækju sig saman að sumri til og færu í hljómleikaferðir. Fáir treystu sér hins vegar til að standa í slíku að vetrinum er allra veöra var von. Ein slík var þó í uppsiglingu. „Winter Dance Party“ eöa Vetrardans- veislan var ferðin kölluö og umboðsmaöur Valens bókaöi hann í ferðina frekar en aö láta hann sitja heima og treysta alfariö á aö útvarps- stöövar yrðu skjólstæðingi hans hliðhollar. BUDDY EINN Á BÁTI Og þaö var svo sem engin skömm aö slást í hóp hinna listamannanna í Vetrardans- ASGEIR TÓMASSON veislunni. Þarvoru Dion And The Belmonts, Frankie Sardo, The Big Bopper og siðast en ekki síst Buddy Holly, sem nú var í fyrsta skipti á ferö án félaga sinna í The Crickets- hljómsveitinni. Ritchie Valens passaöi því ákaflega vel í félagsskapinn, söngvari sem mikils var vænst af á ár- inu 1959. Ef einhver stakk í stúf í hópnum var þaö Buddy Holly. Hann var rétt að hefja sóló- feril sinn. Þegarorðinn stjarna með The Crickets en ætlaði nú að reyna einn. Tveggja laga plata meö lög- unum It Doesn’t Matter Anymore og Raining in my Heart var svo nýkomin út aö tæpast var tímabært aö fylgja henni eftir strax. Piltur- inn var nýkvæntur. Kona hans, Maria Elena, átti von á barni og Buddy haföi sótt leiklistartima í leiklistarskóia Lees Strasberg. Hins vegar bendir ýmislegt til aö fjárhagur Buddys hafi ekki verið upp á hiö besta.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.