Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 15

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 2. febrúar 1989 PRESSU e ^^igendur Herralnissins og Adains eru sagðir ætla að selja fyr- irtækið, sent í gegnum árin hefur þótt meðal þeirra bestu á sviði lierrafatnaðar. Fyrirtækið hefur staðið í stórræðum og byggt nokkr- ar hæðir ofan á Adam-verslunina á horni Frakkastígs og Laugavegar. Ekki fylgir sögunni hvort eigend- urnir hafi reist sér hurðarás um öxl... yrrverandi eigendur verslunar- innar Víðis í Starmýri láta ekki deigan síga þrátt fyrir erfiðleika i smásöluverslun. Fregnir herrna að þeir hafi í gær gengið frá kaupum á versluninni Gæðakjör í Breiðholti. Þykja kaup þessi hin mesta dirfska á krepputímum og þá ekki síst vegna nálægðarinnar við sam- bandsrisana Kaupstað í Mjodd og Kron í Fellagörðum... B^iokkrir lögfræðingar Reykjavik eru sagðir afar pitradir með afgreiðslu mála hjá bæjartog- etaembættinu á Siglufirði. Sagt er að lögtök og fjárnám gangi mjög seint og að fógeti gefi sér lítinn tíma til að ljúka afgreiðslu mála, sem þó séu komin á rekspöl. Lögfræðingur nokkur er m.a. sagður hafa klagað i dómsmálaráðuneytið. Til rök- stuðnings benda menn á að mjög láar auglýsingar birtist frá fógeta í Lögbirtingablaðinu, þótt þarsésíð- ur en svo allt eins og best verður á kosið. Aðalskýringin á seinagang- inum er þó talin vera álag á fógeta. F.rlingur Óskarsson bæjarfógeti mun ekki liafa neinn löglærðan fulltrúa sér við hlið. Auk þess þurfti hann að taka að sér heilmikla auka- vinnu sl. haust, þar sem hann hefur gegnt starfi bæjarfógeta á Ólafs- firði jafnhliða embættinu á Siglu- firði... L H Heimsblaðið Kinancial Times vinnur að sérstakri aukaútgáfu um ísland. Vegna þessa var staddur hér á landi Mikael Heiniö, fram- kvæmdastjóri blaðsins fyrir Norð- ur-Evrópu. Heiniö kynnti blaðið fyrir auglýsingastofum og forsvars- mönnum íslenskra lyrirtækja. Víð- ast hvar mun honum hafa verið vel tekið, en eitthvað stendur auglýs- ingaverðið þó í íslensku forstjórun- um. Heilsíðan kostar nefnilega 1.700 þúsund íslenskar krónur... ÞÚ STJÓRNAR var gjalddagí 16. febrúar leggjast dráttarvextír á íán með íánskjaravísitölu. Það er í þínum höndum hvað verður um peninga heímilisins Þegar kemur að afborgunum lána, er því undir þér komið að borga á réttum tíma. har með sparar þú óþarfa útgjöld vegna dráttarvaxta, svo ekki sé.talað um innheimtukostnað. Og getur notað pening- ana þína til mun gagnlegri hluta, ekki satt? L febrúar 1. mars leggjast dráttarvextír á lán með byggíngarvísítölu. Gjalddagar húsnæðislána eru: 1. febrúar - 1. maí-1. ágúst - 1. nóvember. Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn. Merktu gjalddaga þíns láns ínn á dagatalið þítt, þá gleymír þú síður að gera tímanlega ráð fyrír næstu greíðslu. Greiðsluseðlar fyrir 1. febrúar hafa verið sendír gjaldendum og greiðslur má ínna af hendí í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum Betri heilsa meó góóum vítamínum og hollefnum I Tóró25eru 15 vítamín og 10 steinefni í réttum hlutföllum. Eitt hylki gefur fullan dag- skammt allra helstu vítamína og steinefna. Tóró 25 er e.t.v. besta fáanlega fjölvítamínið, hvað varðar verð og gæði. jóItdró „Sífellt fleiri rannsóknir á efn- um til varnar sjúkdómum benda til þess að nokkur næringarefni dragi úr tíðni krabbabeins í þekjuvef líkam- ans. Meðal þeirra eru A, C og E vítamín, B-karótín (for- vftri a vítamíns) og se!en“. Hollar og fjölmettaðar fitusýr- ur fyrir hjarta og æðakerfi. Ekkert annað lýsisþykkni á íslandi er ríkara af omega-3 fitusýrum, þ.e. 50% innihald af EPA og DHA. Hylkin inni- halda ekki A og D vítamín. Gerið verðsamanburð. TOIRÓ HF Siöumúla 32. 108 Reykjavik. o 686964 C&J HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ L.AUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK 8:8969 00

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.