Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 14

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 2. febrúar 1989 er timinn mjög svo skipulagður þegar ég er t.d. hér á landi. Og ótrú- lega mikið af fundum. Ég skil ekki afhverju íslendingar þurfa að vera stöðugt á fundum. Þeir þurfa jafn- vel fundi til að skipuleggja hvar fundirnir eigi að vera. Þetta er oft þreytandi, sérstaklega af því að aðr- ir skipuleggja fyrir mann tímann, maður gerir það ekki sjálfur.“ Svo keinur að tónleikunum. Sem oftast eru ekki endurteknir. Getur það ekki verið leiðinlcgt eftir alla vinnuna sem btiið er að leggja á sig, að spila svo verkefnin bara cinu sinni? „Tónleikarnir eru auðvitað að- eins toppurinn af ísjakanum, enda- Iokin á ákveðnu ferli. Meginatriðið er auðvitað æfingatíminn. En það er rétt, það er leiðinlegt að það skuli ekki vera fleiri tónleikar, stundum finnst mér það næstum vera sóun á orku að eyða miklum tíma í verk og spila það svo aðeins einu sinni. Við stefnum á að reyna að endurtaka hverja tónleika í framtíðinni. Frá og með 1990.“ Hvað er það sem skapar góðan stjórnanda? „Það er erfitt að segja. Hann verður auðvitað að vera músíkalsk- ur! — Siðan held ég að sálfræðileg- ur skilningur sé mjög mikilvægur. Hann verður að geta umgengist fólk á réttan hátt. Alla sem eru í hljómsveitinni — fleiri tugi manna, hvern með sín sérkenni og sín vandamál. Svo eru það auðvitað handahreyfingarnar. Það er mjög mikilvægt að geta komið því til skila sem niaður vill fá fram með þeim. Það er auðvitað hægt að læra grunnatriðin í stjórnun, sé maður músíkalskur, á stuttum tíma. Ég held hinsvegar að til að komast lengra veröi maður að hafa með- fædda hæfileika. En þetta er auð- vitað lífstíðarnám." Þegar þó færð verkin á nótum, ómar þá öll lieila hljómsveitin í hausnum á þér um leið og þú lítur á nóturnar? „Já, þaðgerir hún. Ég Iesnóturn- ar yfir eins og aðrir lesa skáldsögu. Síðan legg ég þær til hliðar og leyfi þeim að valsa um í höfðinu á mér áður en ég lít á þær aftur og fer að skoða og skilgreina nánar, læra lín- urnar. Þegar ég kem á æfingarnar verð ég að vita nákvæmlega hvað ég vil fá fram, öllu heldur, hvað tón- skáldið vildi fá fram. Ég nota mjög lítið píanóið til að styðjast við nema í nútímaverkum." Áttu þér uppálialdstónlist? „Ég reyni að láta það vera þá tón- list sem ég fæst við hverju sinni, en auðvttað !íka manni verkin mis- jafnlega. Frægur stjórnandi, Ge- orge Zolti, sagði einu sinni að hann reyndi mest að fást við verk sem honum líkaði ekki, það væri eina leiðin til að sigrast á þeim. Ég hef ekki sérhæft mig, ekki enn, tel það ekki rétt. Hinsvegar hef ég mikið fengist við rómantíska músik; Brahms, Bruckner, Richard Strauss, Af tuttugstu aldar mönnum líkar mér einna best við Stravinsky, Nielsen og svo auðvitað Sibelius.“ Ertu harður stjórnundi? „Þú verður að spyrja hljómsveit- ina að því. Það fer held ég mikið eftir henni. Ég reyni að vera strang- ur en ekki um of. Þolinmæðin er ákaflega mikilvæg, annars næst aldrei neinn árangur.“ Það hefur nokkuð verið rætt um agaleysi Islendinga að undanförnu. Finnur þú fyrir því að islenskir hljóðfæraleikarar séu agalausir eða agalausari en aðrir? „Þvert á móti. Mér finnst mjög mikill agi ríkja hér, íslendingar vinna svo mikið, þeir hljóta að vera agaðir, verða að vera það. Mér finnst þeir agaðri en Finnar t.d. Agi getur hinsvegar verið tvíbent fyrir- brigði. Mér er illa við aga sem þröngvað er upp á fólk. Þar sem það tekur öllu með þögn en eitthvað kraumar undir. En varðandi tónlist- armenn þá verða þeir að sjálfsögðu að vera agaðir.“ Hefurðu einhverntíma lent í að klúðra hljóinleikum algerlega? „Nei, til allrár hamingju hefur það ekki gerst og gerist vonandi aldrei. Ég hef hinsvegar verið áheyrandi að slíkum hljómleikum. Það getur allt gerst, jafnvel hjá bestu hljómsveitum.“ Þcgar Petn Sakan, adalstjórnandi Sintöníuhljóm- svcitar íslands, kom fyrst til landsins, t'yrir u.þ.b. tveim- ur og hált'u ári, var hann hermaður í finnska hernum. Fckk frí til að koma og stjórna Sinfóníunni á tónleikum. Hann mátti ekki klæðast einkennisbúningi var annað skilyrðið af tveimur sem hann átti að uppfylla í fríinu. Hitt var að koma ckki nákcgt herstöðvum annarra herja. Kaldhæðnislegt að þegar hann steig út úr flugvél- inni var það fyrsta sem mætti honum herstöðin á Kefla- víkurfluevelli. Með 70 man hliómsveit _ i höfðinu Sakari er ungur maður, ótrúlega ungur miðað við þann árangur sem hann hefur þegar náð sem liljóm- sveitarstjóri, en hann er aðeins þrí- tugur. Hann hefur þegar náð nokk- urri alþjóðlegri frægð í sínu fagi og auk þess að vera aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar íslands vinn- ur hann með hljómsveitum um öll Norðurlönd og reyndar einnig í fleiri löndum. Hljómsveitarstjórn- un er, ásamt tónsmíðanámi, lengsta nám sem menn leggja stund á í list- um. Sakari byrjaði sjö ára að Iæra á fiðlu og hann hefur reyndar einn- ig lokið prófi í fiðluleik þrátt fyrir að hann leggi ekki svo ýkja mikla áherslu á fiðluna sem stendur. Þeg- ar hann var fimmtán ára og var konsertmeistari í skólahljómsveit í Tampere, heimabæ sínum í Finn- landi, ákvað hann að skipta yfir í hljómsveitarstjórnun. Segir að það sem fyrst hafi í raun vakið áhuga sinn á stjórnun hafi verið þættir í sjónvarpinu þarsem Leonard Bern- stein kynnti ýmsa tónlist, stjórnaði tónleikum og talaði við áhorfendur milli verka. Sjónvarpsþættir sem reyndar voru einnig sýndir hér á landi einhverntíma í árdaga sjón- varps. Bernstein hamaðist með sprotann og svitinn bogaði af hon- um, dansaði nánast á pallinum. Sakari er ráðinn til tveggja ára hjá Sinfóniuhljómsveitinni og sem aðalstjórnandi leggur hann linurn- ar i verkelnavali, mælir með ein- leikurum og öðrum stjórnendum, reyndar allt saman í samráði við verkefnavalsnefnd. Sakari: „Auðvitað varþaðáskor- un að koma hingað og takast á við það verkefni að verða aðalstjórn- andi Sinfóníunnar. Ég hafði reynd- ar komið hingað nokkrum sinnurn áður, bæði til að stjórna á tónleik- um og svo stjórnaði ég hljómsveit- inni við upptökur á nútima íslensk- um hljómsveitarverkum. Ég vissi því að hverju ég gekk þegar ég þáði boð um að verða aðalstjórnandi. Það er mjög skemmtilegt að takast á við ábyrgðina sem því fylgir að móta verkefnaval og þróa hljóm- sveitina. Kannski sérstaklega vegna þess að þetta er eina fullskipaða at- vinnumannahljómsveitin hér á landi sem vinnur með reglubundn- um hætti og um leið hápunkturinn í íslensku tónlistarlífi. “ Líturöu á þessa stöðu sem stökk- pall til frekari landvinninga í hljóinsveitarstjórnun síðar meir? „Alls ekki sem stendur. Hinsveg- ar er þessi staða auðvitað ekki til frambúðar. lnnan listarinnar ætti engin staða að vera það, getur ekki verið það. Ef svo væri þá blasti stöðnun við. En það eina sem ég hugsa nú um er að finna út hversu langt égget komist með hljómsveit- inni. Ef mér býðst eitthvað annað verður það bara að hafa sinn gang, ég hugsa ekki um það núna og vinn alls ekki að neinu slíku marki.“ Hvernig hefur islcnskt tónlistar- líf komið þér fyrir sjónir? „Ég verð að segja að ég var undr- andi á hversu mikið það er og hversu gott. Sinfóníuhljómsveitin er mjög góð, hér eru góðir kórar, söngur reyndar á mjög háu stigi í landinu. Sömuleiðis eru tónskáldin góð og þau eru ótrúlega mörg í svona litlu Iandi. El' litið er til Finn- lands þá er tónlistarlífið auðvitað mun dreifðara þar þó svo Helsinki sé miðpunkturinn. Þar eru t.d. þrjár fullmannaðar sinfóníuhljóm- sveitir og samkeppnin miklu meiri. Það er kannski það eina sem hér vantar, samkeppni. M.a. þessvegna fer Sinfónían í tónleikaferð um Norðurlönd 1990, sem er reyndar, þótt ótrúlegt sé, fyrsta tónleikaferð hljómsveitarinnar til Norðurlanda. Mér hefur komið nokkuð á óvart hversu lítið samstarf er á milli Norðurlandanna í heildina tekið, hljómsveitin hefur lítið Ieikið af verkum frá hinum Norðurlöndun- um, bæði gömlum og nýjum. Von- andi bætum við þó úr því á næsta starfsári, en þá verða leikin hér nor- ræn verk og heimsþekktir skand- inavískir einleikarar munu spila með hljómsveitinni." Hvernig er líf hljómsveitarstjórn- andans i nútímanum, lífir liann mest í fcrðatöskum og á hótelum? „Bæði og. Ég vinn að vísu mikið í Finnlandi en ég ferðast mjög mik- ið; t.d. frá janúar til júní á síðasta ári eyddi ég þremur og hálfri viku heima hjá mér.“ Þreytandi? „Já, það getur verið það. Og erf- itt fyrir fjölskyldulífið. Konan mín er hinsvegar tónlistarmaður líka, þannig að ef til vill skilur hún þetta betur en aðrir myndu gera. En mér Iíkar vel að vinna á ferðalögum þrátt fyrir að það séu á því ýmisleg vandkvæði. Erfitt að fá upplýsing- ar af söfnum og þau tæki sem mað- ur þarf oft á tíðum til að vinna sína vinnu. Það er það versta. Auk þess

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.