Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 16

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 2. febrúar 1989 EFTIR SONJU B. JONSDOTTUR Alíslensk mynd eða ekki? Likast til hefur engin ís- lensk kvikmynd fengið eins neikvæða umfjöllun og kvik- myndin MEFFÍ — áður en hún varð til — og likast til hefur enginn islenskur leikstjóri verið gagnrýndur eins harkalega og Hilmar Odds- son — áður en hann hófst handa um gerð myndarinnar. Upphafið að þeirri umræðu allri saman er samningur Bíós hf. við kanadískt kvikmyndafyrirtæki, sem fól í sér að handritið að Meffí yrði skrifað upp á nýtt af sérfróðum handritaskrifara, og þótti úthlutun- arnefnd kvikmyndasjóðs nýja handritið svo frábrugðið því upp- runalega að hún dró til baka styrk- veitingu upp á 10 milljónir. Síðan hafa aðstandendur mynd- arinnar væntanlega gert tæplega 100 milljóna króna samning við bandaríska risann Columbia Pict- ures um dreifingu myndarinnar til allra landa annarra en Bandarikj- anna og Kanada og rift samningn- um við kanadiska fyrirtækið. Nú vinna þeir að því að selja dreifing- arréttinn í Bandaríkjunum og Kan- ada og til að dæmið gangi upp hafa þeir sótt um allt að 50 milljóna króna styrk til kvikmyndasjóðs sem breytist í lán ef myndin selst fyrir kostnaði, sem er áætlaður allt að 200 milljónum króna. Ennfremur hafa aðstandendur myndarinnar sótt um ríkisábyrgð á lánum sem tekin verða til að fjár- magna gerð myndarinnar, en með því móti minnkar fjármagnskostn- vináttusagan úr gamla handritinu færð í bakgrunninn, en ég Iít svo á að það sé okkar að ákveða hvernig við segjum söguna. Meffí verður enginn aulatryllir heldur metnaðar- full spennumynd og ég er viss um að þær raddir sem nú hafa hæst þagna þegar fólk sér myndina, því ég veit hvað ég er að gera. Ég lít ekki á spennumyndir sem ómerkilegri en aðrar tegundir kvikmynda og ég hlakka til að takast á við þetta form. Mér er það fyllilega Ijóst að við verðum að fara varlega í því að opna landið fyrir alþjóðlegri kvik- myndagerð og við eigum að sjálf- sögðu ekki að láta útlendinga ræna okkur stærstu trompunum. En ég er ekki útlendingur, ég er íslending- ur, og Meffí er íslensk mynd.“ Framkvæmdastjóri kvikmynda- sjóðs um úthlutunarnefndina: Nefndarmenn hafa óbrenglaða_______________ dómgreind Að sögn Þorsteins Jónssonar, formanns Félags kvikmyndagerð- armanna, eru margir þeirra óánœgðir með skipan úthlutunar- nefndar kvikmyndasjóðs. Samkvæmt lögum um kvik- myndasjóð skipar stjórn sjóðsins úthlutunarnefndina og eru engin ákvæði um það hvernig nefndin skuli skipuð, en Guðbrandur Gísla- son, framkvæmdastjóri kvik- myndasjóðs, segir mikilvægast að nefndarmenn séu vel menntaðir, víðsýnir, þekki til kvikmynda- og handritsgerðar og síðast en ekki síst hafi þroskaða og óbrenglaða dóm- greind. Þeir sem nú sitji í úthlutun- arnefnd uppfylli þær kröfur, en þeir eru Birgir Sigurðsson rithöf- undur, Þorvarður Helgason rithöf- undur og Knútur Hallsson ráðu- neytisstjóri. Guðbrandur sagði ennfremur að kvikmyndagerðarmenn hefðu aldrei verið ánægðir með skipan nefndarinnar og yrðu það heldur aldrei, eðli málsins samkvæmt. Hann sagði einnig að í fyrra hefði verið ákveðið að allar styrkveiting- ar til stærri verkefna skyldu háðar ákveðnum skilyrðum og hefðu styrkþegar fengið tilkynningu um það um leið og þeim var skýrt frá styrkveitingunni. Eitt af þessum skilyrðum væri það að ef meirihátt- ar breyting yrði á verkinu áskildi út- hlutunarnefnd sér rétt til að endur- skoða afstöðu sína. Hilmar Oddsson með mánaðargam- alli dóttur sinni, Heru: ,,Ég er viss um að þær raddir sem nú hafa hæst þagna þegar fólk sér myndina, þvi ég veit hvaö ég er að gera!“ aður verulega. Það hefur sem sagt ýmislegt ný- stárlegt verið reynt við undirbúning þessarar myndar og því ýmislegt verið til að tala um. Það sem málið hefur þó einkum snúist um er það hvort myndin sé íslensk eða ekki. „Ég skil nú eiginlega ekki þessa umræðu og mér liggur við að halda að hún stafi af öfund,“ sagði Hilm- ar Oddsson leikstjóri. „Við erum að reyna að reka kvikmyndagerð á öðrum grundvelli en gert hefur ver- ið hingað til og höfum eytt gífurleg- um peningum í kynningarstarf og undirbúning. Það hefur líka skilað sér í þessum samningi við Col- umbia Pictures. Með honum losum við okkur við kanadíska fyrirtækið og höfum algjörlega frjálsar hend- ur um gerð myndarinnar. Þetta er því alíslensk framleiðsla. Ég get að vissu marki skilið að menn séu hræddir við ákveðna „ameríkaníseringu“, en ég er ís- lendingur og ég ætla að setja mitt mark á myndina. Ástæðan fyrir því að við ætlum að nota handritið sem bæði Micha- el Taav og Karl Schiffman unnu upp úr upprunalega handritinu að Meffí er einfaldlega sú að það er betra að mati sérstakrar stofnunar sem skoðar og metur kvikmynda- handrit. Þó ég sakni að ýmsu leyti gamla handritsins, og eigi ef til vill eftir að vinna betur úr því síðar, er ég sannfærður um að núna er ég með betra handrit frá faglegu sjón- armiði, en það sem helst hefur verið fundið að íslenskum myndum hing- að til er einmitt handritin. í nýja handritinu er spennuþátt- urinn í sögunni settur í forgrunn og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi: Gott fyrir íslenska kvikmyndagerð Sá Islendingur sem hefur einna mesta reynslu af erlendum kvik- myndaiðnaði er Sigurjón Sig- hvatsson, en hann hefur stundað kvikmyndagerð í Bandaríkjunum um margra ára skeið. Við slógum á þráðinn til Sigurjóns og spurð- um hann álits á samningi aðstand- enda Meffíar við Columbia Pict- ures. „Þetta er mjög góður samning- ur um dreifingarrétt utan Banda- ríkjanna, 80—100 milljónir eru toppverð á mynd í þessum verð- fiokki. Ég er þó viss um að Col- umbia er ekki að kaupa íslenska mynd heldur spennumynd á ensku með erlendum leikurum sem söluagni. Þrátt fyrir það finnst mér þetta mjög jákvætt, því það eru íslend- ingar sem standa að myndinni, leikstjórinn er íslenskur og mynd- in gerist á íslandi. Með svona samningum geta íslendingar smám saman komist í sambönd við dreifingaraðilana. Það eru ekki nema 3.000 manns sem stjórna allri kvikmyndadreifingu i heiminum og hún stjórnast mjög mikið af persónulegum sambönd- um. Það er einnig mikilvægt að með þessu móti fást peningar inn í landið til að gera kvikmyndir og í framhaldi af því fá íslenskir kvik- myndagerðarmenn þjálfun sem þeim er nauðsynleg." Birgir Sigurðsson rithöfundur. Þorvarður Helgason rithöfundur. Knútur Hallsson ráðuneytis- stjóri. Þessir menn skipa úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs. Formaður Félags kvikmyndagerðarmanna er óánægður með skipan nefndarinnar og segir að í hana vanti menn með bæði fræðilega og verkiega þekkingu á kvikmyndagerð.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.