Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 21

Pressan - 02.02.1989, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 2. febrúar 1989 21 Un þíðýngar! Þessi fyrirsögn vekur eflaust furðu hjá þeini seni hana lesa. „Un þíðýngar“, þetta inniheldur enga merkingu. Réttara vceri: „Um þýð- ingar“. Þessi grein fjallar einmitt um þýðingar og vonbrigði sem tengjast þeim. Það var ekki a/ls fyr- ir löngu að tveir ungir menn gerðu sérferð I myndbandaleigu hér í bce, I leit að myndefni af einhverju tagi, til ágláps. Eftir nokkurt þref var ákveðið að leigja myndina „Big Easy“. Eftir að leigusala hafði verið greitt fyrirfram umsamið verð var haldið heim á leið. Er inn var komið voru strax gerðar þœr tceknilegu ráðstafanir sem til þurfti og því nœst tekið til við glápið. I upphafi myndarinnar kom fram hver dreif- ingaraðili hennar vceri en af ein- hverjum ástceðum kom ekki fram hver þýðandi vceri. Það kom heldur ekki fram í lok myndarinnar en þá var það líka orðið Ijóst að viðkom- andi aðili hefði sennilega ekkert nema illt upp úrþví, þarsem þýðing og atlur frágangur texta var í einu orði sagt: HÖRMULEGUR. Þýðendur hafa verið ört vaxandi stétt nú á níunda áratugnum enda hefur verkefnum óneitanlega fjölg- að með myndbandafárinu og til- komu Stöðvar tvö. Eitthvað virðist þó vanta upp á gæðaeftirlit í þess- um bransa, því í óteljandi tilvikum virðist vera gengið út frá því að áhorfandinn sé af enskumælandi ættum og þurfi þess vegna ekkert að lesa textann. Þetta er vitaskuld fáránlegt og þá ekki síst þegar hugs- að er út í. þá baráttu sem íslensk tunga þarf að heyja gegn áhrifum engilsaxneskunnar nú á dögum. Hér er verkefni fyrir menntamála- ráðuneytið því þeir eru ófáir og þá ekki síst af yngri kynsióðinni sem horfa á margar slíkar myndir í viku hverri og áhrifa er líka farið að gæta í ríkum mæli. KYRTAN Margar gerðir af villum eru til. Þar ber fyrst að nefna villur sem virðast koma inn við textaritun. í þeim tilvikum er ýmist einunt eða fleiri stöfum van- eða ofaukið. Dæmi úr „Big Easy“: Lífsháttur- lísháttur, hópur-hóur, morðingj- arnir-morðingarnir, fylgja-fylga, hjálpar-hjápar, ertu-eru, þennan- þenna, tónlistina-tónlisina, kærði- kæri, Launaávísun-Iaunaávisaun, mismunandi-mismundandi, tala- tal, Lyrktan-kyrtan. Næst ber að nefna hreinar og beinar stafsetning- arvillur (d. úr Big Easy). Gaman- gamam, álit-ályt, ungfrú-úngfrú, óheiðarlegur-óheyðarlegur. Því miður er hér ekki pláss til að sýna allar þær málfræðivillur sem koma fyrir en þess ætti tæplega að þurfa. Það virðist sem sagt duga í flestum tilvikum að þýðendur kunni tungu- málið sem þeir þýða úr ágætlega, en hafi þess í stað íslenskukunnáttu í algjöru lágmarki, og sem minnst kynni af ritvélum. Gaman væri að leggja veglegt próf í íslensku og vélritun fyrir þessa rnenn sem hafa að atvinnu sinni að þýða. í venjulegunt staf- setningaræfingum er tekið mjög strangt á villum og í vélritunarpróf- um grunnskóla dragast frá finnn slög fyrir hverja villu (200 slög þarf til að ná 10). Ef Iitið er á Big Easy sem próf í stafsetningu og vélritun kemur í Ijós að prófþreytandi þyrfti að ná 300 slögum á mínútu. Nú kann ýmsurn að finnast þessi eink- unn óréttlát þar sem texti við heila kvikmynd er mun lengri en grunn- skólapróf í stafsetningu, en rétt er að benda þeini hinum sömu á að við þýðingar sem þessar eru menn alveg lausir við þau skötuhjúin Þórarin og Signýju, sem árum saman hafa hrellt stafsetningarnema, og auk þess hafa menn mun frjálsari hend- ur við orðaval og ættu því að geta skilað villulausu. HORFÐU Á LITINN!!!! Hér á undan hefur eingöngu ver- ið minnst á villur i íslenskri mál- notkun. Það er ekki þar með sagt að þýðingarvillur séu ekki til, því þær eru einnig mjög algengar og má oft hafa hina mestu skemmtun af þeim. Margir hafa brennt sigá að þýða setninguna: „He’s in his room“ sem „Hann er í rúminu sínu“. Hér er auðvitað um það að ræða að umræddur aðili sé i her- berginu sínu. Það reynist oftast nær rétt og til að bæta á fáránleikann er herbergisbúinn oft á gangi unt góll' herbergisins eða sitjandi við skrif- borð þegar að honum er komið. Önnur villa sem hefur náð að festa sig í sessi er orðið „skirt“, sem þýðir pils, sem skyrta. í þessu tilviki hefði orðabókin getað bjargað miklu. í öðrurn tilvikum gerir hún aðeins illt verra. Dæmi um þetta var Það virðist sem sagt duga i flestum til- vikum að þýðendur kunni tungumálið sem þeir þýða úr ágætlega, en hafi þess i stað islensku- kunnáttu i algjöru lágmarki, — og sem minnst kynni af rit- vélum. að finna í myndinni „The Color of Money“. í einu atriðinu var Tom Cruise að kyssa lagskonu sína og hölluðu þau sér upp aö hvítlökkuð- um bíl sem var í eigu Pauls New- man. Við þetta tækifæri lét New- man eftirfarandi orð falla: „Watch the paint“, sem gæti útlagst á ís- lensku einhvern veginn svona: „Passaðu þig að skemma ekki lakk- ið.“ Ekki var þetta þó þýðingin þvi hún hljómaði svona: „Horfðu á lit- inn.“ Það má því hafa af þýðingat- villum nokkurt gaman. En öllu gamni l'ylgir einhver alvara og þetta er alvarlegt mál. Það er spurning hvort þetta sé ekki hreinlega við- komandi kvikmyndaeftirlitinu, þvi það skaðar unga glápendur senni- lega meira að horl'a á virkilega illa þýdda Disney-mynd en að liorl'a á þá félagana Rambó og Rocky; þeir hal'a það þó til síns ágætis að vera lámáiir og eins og ástandið er í dag verður það víst að leljast kostur. liÓh\mnh\m il VÖhU-HELGAFELLS _ __ |at»í omt iæg f II MOL Ekhl \ Dæmiumnokkursértilboð á bókamarkaðnum: Venjulegt vcrð Tilboðs- verð Afsláttur Ljóðmæli StelngrímsThorsteinssonar . Hagleiksverk Hjálmars í Bólu . 1990,- 295,- 85% eftir dr. Kristján Eldjárn Á matarslóðum—ferðahandbók . 1686,- 195,- 88% eftir Sigmar B. Hauksson Drykkir við allra hæfi . 795,- 195,- 75% —vönduð litprentuð handbók Kver meðútlendum kvæðum . 1880,- 795,- 58% Jón Helgason þýddi Ástardraumarrætast . 987,- 95,- 90% skáldsaga Georgette Heyer .. 1388,- 345,- 75% Mörg hundruð bókatitlar á einstöku verði bjóðast nú á bókamarkaði Vöku-Helgafells í forlagsversluninni að Síðumúla 29 í Reykjavík. Hér gefst einstakt tækifæri til þess að bæta eigulegum verkum í bókasafn heimilisins, - bókum af öllum gerðum við allra hæfi. Bókamarkaður Vöku-Helgafells stendur til 4. febrúar næstkomandi, margar bókanna eru til í takmörkuðu upplagi og því best að drífa sig sem fyrst! MU að 90% afsláttur! Verð niður í50 krónur! VAM HELGAFELL Síðumúla 29 • Sími 688 300.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.