Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 6
Lillian Rogers Parkers saumakona: Sögur hennar úr Hvíta húsinu komnar á prent og í sjónvarp Lillian Rogers Parks I bil á leið til þess aö horfa á sjónvarpsþættina um sjálfa sig — Hvita húsið hefur verið allt mitt lif, segir Lillian Rog- ers Parks.— Ég vildi bara að nýja fólkið þar hætti að ganga um i gallabuxum allan daginn. Ef ykkur finnst frú Parks sem nú er 82 ára gömul, tala með valdsmannshreim um Hvita húsið og íbúa þess, þá er það engin furða; þar sem hún starfaði þar i áraraðir sem þjónustustúlka og saumakona en hætti þó störfum fyrir um 20 árum. Lillian Rogers Parks samdi bók um ár sin i Hvita húsinu, og nefndist hún My Thirty Years Backstairs at the White House. Bókin seldist betur en aörar bækur og nú hefur veriö saminn s jónvarpsþáttur og þeir reyndar fjórir um ævi Lillian i Hvi'ta húsinu. Sú sem fer meö hlutverk Lillian er Leslie Uggams. Þaö er banda- riska sjónvarpsstööin NBC, sem hefur látiö gera þessa sjónvarpsþætti. Frú Parks er mjög hrifin af þeirri at- hygli sem bók hennar og nú sjónvarps- þættirnir hafa hlotiö. Eitt liggur henni þó þungt á hjarta en þaö er, aö fólk kunni aö Lillian og Robert Vaugham viröa hér fyrir sér málverk af leikaranum I hlut- verki Woodrow WUsons forseta. kaUa hana kjaftakerlingu. — Ég vildi óska aö fólk hætti aö segja ljótar sögur um forsetafjölskyldurnar, og færiaö bera viröingu fyrir þeim I staöinn eins og þetta fólk á rétt á aö sé gert, segir hún. Auövitað kemst maöur ekki hjá þvi, aö kynnast fólki nokkuö náiö ef maöur er nálægt þvi langti'mum saman. Þiö skuluð þó ekki imynda ykkur, aö ég ætli aö segja ykkur, hvaö Roosevelt forseti sagöi I raun og veru viö syni sina, þegar hann var reiður. Nei, þar fariö þiö vUlur vegar. Til eru þeir hlutir, sem ég myndi ekki segja ykkur þótt ég fengi fyrir milljón dollara. Maggie Rogersmóðir Lillian fékk vinnu I Hvita húsinu árið 1909 og þá fór Lillian þangaö meö henni. Ein af elztu minning- um hennar úr Hvita húsinu er þegar hún fékk Is meö karamellusósu sem William Howard Taft haföi sent aftur 1 eldhúsið ósnertan. — Aumingja frú Taft, segir Lillian. — Hún var alltaf aö reyna aö halda i' við hann, svo hann ekki fitnaði. Þaö varö aö koma fyrir sérstöku baðkeri I Hvitahúsinu, vegna þess aöforsetinn sat fastur I venjulegu baökari og þaö þurfti tvo menn til þess aö ná honum upp úr þvi. Móöir Lillian vann í Hvita húsinu undir stjórn fimm forseta og fór með sauma- skap heim til dóttur sinnar, og einnig flutti hún henni sögur af forsetafjöl- skyldunum hverju sinni. Coolidge forseti var talinn mjög sam- haldssamur maður, en hann var þó ekki nlzkur á aökaupa föthanda konu sinni. Ef hann sá hana klæðast sama kjólnum tvi- vegis var hann vanur aö segja: — Mamma, hef ég ekki séö þig i' þessum kjól áöur? Þess vegna notaöi frú Coolidge kjólana aðeins einu sinni en gaf þá svo móöur Lillian. Frú Parks (sem giftist áriö 1935 en skildi tíu árum síðar, án þess aö hafa eignazt nokkur börn) gekk einu sinni i einum þessara notuöu forsetafrúarkjóla I nokkur ár áöur en hún sendi hann I Smithsonian safniö. Einhverju sinni áriö 1929 kom frú Her- bert Hoover (sjálfur talaði forsetinn aldrei viö starfsliöiö) til Lillian og fékk hana til þess aö ráöa sig aftur I Hvita 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.