Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 32
Bernhard Stokke Þýðing: SIGURÐUR GUNNARSSON 1 „þessi skepna hefur meira en 3000 tennur i kjaftinum”. „Já,” sagði Arni kennari, „ég tek....;’ Hann hætti skyndilega, greip riffilinn öðru sinni og hleypti af, þegar hann heyrði skvamp i vatn- inu. Siðan þreif hann ifæruna af Halla, óð upp i hné, eins og hann stóð, og hjó henni i aðra geddu, sem var sizt minni en hin. Eftir skamma stund lá hún svo á bakkanum hjá þeirri fyrri og glennti upp ginið. Arni kennari sýndi þeir ör, sem hann hafði á annarri hend- inni, og var gamalt geddubit. Það minnti á, að það það var ekki hyggilegt að koma of nærri kjafti þeirra. Siðan settust þeir allir á vegarbrúnina aftur og biðu þess, að fleiri geddur gerðu vart við sig. Gulleitt ryklag þakti yfirborð vatnsins. „Brennisteinsregn,” sagði forstöðumaður- innogbrosti, — frjókorn frá barrskóginum inni i dölunum.” Dökkur skýjabakki teygði sig lengra og lengra upp á austurloftið...Þvi næst héldu þeir áleiðis heim. Halli stakk öngli, sem snæri var bundið við, i talknablöð fiskanna og slengdi þeim á bak sitt. Geddurnar voru svo langar, að þær löfðu alveg niður á læri. Á leiðinni heim var hann enn að hugsa um, hve framkoma hans hefði verið ómerkileg. Allt benti til, að það mundi bráðum fara að rigna á ný, enda varð sú raunin á. En áður en það gerðist, var Halli sofnaður, og svifinn inn á lönd draumanna. Villi hafði ekki komið niður á bryggjuna. Honum hafði vafalaust tekizt að reykja ein- hvers staðar i laumi, og til allrar hamingju hafði dagurinn liðið án þess að nokkuð alvar- legt kæmi fyrir. Vonandi yrði hann ekki uppvis að þessu broti Þeir töluðu ekkert saman, þegar Villi korr 32 inn i svefnskálann, seint um kvöldið. En Villi var samt enn vakandi, brosti út að eyrum i rúminu og veifaði til hans. Daginn eftir voru veðurhorfurnar aftur betri. Þótt himininn væri raunar þakinn skýjum allan daginn og stundum rigndi litið eitt, full- yrti Einar umsjónarmaður, verðuspámaður heimilisins, að góðviðri næri i nánd, og nefndi margt til sönnunar máli sinu. Drengirnir voru þvi bjartsýnir og harla glaðir, og hlökkuðu mjög til morgundagsins, sem var sunnudagur. Þá skyldu þeir sannar- lega vinna i keppninni. Já, þvilikur hátiðis- dagur! Það dró ekki heldur úr gleðinni, eins og nærri má geta, að um kvöldið létti mikið til, og sólin skein um stund. Allt benti þvi til, að Einar um- sjónarmaður hefði spáð rétt um verðrið, eins og oft fyrr. 4. kafli. Daginn eftir, þegar drengirnir voru tilbúnir að leggja af stað niður á Tanga, þar sem kappleikurinn átti að fara fram, var komið bezta veður, og sólin hellti geislaflóði sinu gegnum hreint loft og á nýþvegna jörð. Blómin höfðu opnað krónur sinar og brostu unaðslega. Og úti á firðinum glitraði á litlar silfurtærar öldur. Drengirnir gengu niður eftir i röðum, undir stjórn kennara sinna og umsjónarmanna. Þeir voru i bezta skapi, eins og vera bar, og spjöll- uðu margt, i gamni og alvöru. Fjölskyldur starfsfólksins, eiginkonur og börn, stefndu lika sömu leið, skömmu siðar, þvi að allir, sem vettlingi gátu valdið, vildu fylgjast með kappleiknum.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.