Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 8
Jón Gislason ísland og siglingar um norðanvert Atlantshaf í byrjun 19. aldar ÍSLANDSVINUR Á BRET- LANDI VERÐUR STERKARI HAFNBÖNNUM STÓR- VELDANNA í EVRÓPU 1 Þar var áöur skiliö viö Magnús Step- hensen háyfirdómara frá Innra Hólmi, aö hann var kominn til Kaupmannahafnar fyrir miöjan október 1808. Hann var i vanda staddur, aö leysa vandamál þjóöar sinnar í höfuöstaö hennar, þar sem æösta stjórn Islands var og konungur þess, ef konung skyldi kalla. Magnús Stephensen var konungshollur maöur og vildi gera konungi sinum og veldi hans allt þaö gagn, sem hann mátti. Þaö var ekkert sem rýröi konungstraust hans. En þaö er á stundum erfitt aö þjóna konungi svo aö vel fari og sérstaklega, þegar konungur er einfaldur og jafnvel ekki af fullum sans til almennra hluta, hvaö þá heldur til stjórnarstarfa. 1 utan- feröinni i byrjun 19. aldar, varö þaö svo, aö Magnús Stephensen missti aö miklu traust danskra stjórnvalda, þó þau gengu aldrei beinlinis i' berhögg viö hann, til þess var hann of voldugur, átti of sterka ætt á bak viösig i landinu. En hitt er annaö mál og veröur betur vikiö aö þvi siöar, aö 5. grein dönsk stjórnvöld og dansk sinnaöir rnenn á tslandi, fóru undir græna torfu, án þess aö vita þaö hvaö þaö var sem Magnús Stephensen geröi á móti lögum og reglum danska rikisins og konungi þess haustiö 1808. En vikjum nú frá þessu aö sinni. Þaö sem Magnús Stephensen haföi mestar áhyggjur af, var aö fá Islandsför- in, sem hertekin höföu veriö af Bretum, laus úr banninuog til siglinga aftur til ís- lands. Þau höföu ekki veriö gerö upptæk, en voru samt sem áöur I umsjá hernaöar- yfirvaldanna I Bretlandi. En eftir réttum lögum á styrjaldartimum biöu þeirra aö- eins ein örlög, og þaö var aö veröa gerö upptæk, eins og tilskipanir herstjórnar- innar bresku mæltu fyrir um. Islenska þjóöin var mjög illa á vegi stödd, fengi hún engar siglingar til lands- ins. Hún þarfnaöist matvæla: kornmetis, kartaflna, kaffis og sykurs en langtum fremur efnis tii framleiöslu sinnar, — hamps, járns og margt fleira. Atvinnu- vegir landsins gátu ekki staöist nema að siglingar væru til landsins. Þaö hlaut aö veröa hungur og margs konar vandræöi i landinu ef siglingar og innflutningur stöövaöist um langan tlma. Styrjaldar- ástand var þvi geigvænleg tilhugsun fyrir islensku þjóöina. Magnús Stephensen var þaö fyllilega ljóst, aö til þess aö fá skipin losuð úr her- kvínni i Bretlandi, þurfti að fá aöstoö valdamanna i Bretlandi, — manna, sem höföu mikil áhrif. Engir slikir voru til I Danaveldi. Honum varö þaö bráölega ljöst, að hér var ekki von til að ná full- tingi, nema hjá ei:.um manni, — aöeins einum. — Þennan mann haföi Magnús séö þegar hann var barn aö aldri, tiu ára gamall heima I föðurgarði. Hann mundi eftir honum og hann dáöi hann af sögum og sögnum, gjöfum og skilrlkjum, er er- lendir menn höföu fært föður hans, þegar hann vildi mikiö viö hafa. Hann var þvi öruggur, aö mikil vinátta var milli hans og fööur hans oghún stóö föstum rótum I frjóum jarövegi. Nú hugöi hann á þaö ráö aö leita til hans i fyrrgreindum efnum. Þessi maöur var sir Jóseph Banks, Is-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.