Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 27
smáhvild við að draga hann yfir snjóinn. Jurkin sem hafði haldið i afturfæturna á varúlfinum, veitti tungu hans athygli. Honum virtisthún titra likt og kvikasilfur. Hann nefndi það ekki við veiðimanninn. Hann héít fað væri imyndun sin. Þeir luku við að reykja og tóku siðan úlfinn upp aftur á fótunum. Þeir hristu hræiösvolitiðtil þess aðkoma betri tökum áþað. Asama andartaki lifnaði varúlfur- inn allt i einu við.sleit sig úr greipum Jurkins sló veiöimanninn niður og réðist æðislega á hann með klóm og kjafti liggj- andi ofan á honum af allri sinni þyngd. Ósjálfrátt bar Vjazovoj hendur fyrir and- litið en hann gat ekki náð hnifnum úr belt- inu. Flugmaðurinn sem var þrumulostinn gat ekki hreyft sig andartak llkt og hann væri bundinn á höndum og fótum. Þá greip hann um hlaupiö á byssunni og lamdi skaftinu eins og kylfu I hausinn á úlfinum. Við annað höggið brotnaði skaft- ið i smátt en úlfurinn hélt áfram án af- láts að klóra í hendur og föt veiðimanns- ins. Þá uppgötvaði Jurkin að hlaupin sem hann enn hélt á voruhlaðin. Og gikkurinn var óskemmdur. Hann kraup á kné, bar hlaupið að höfði úlfsins og þrýsti á báða gikkina i einu. Hann fekk mikið högg á hægri handlegginn svo hann varð tilfinn- ingalaus I bili og byssuhlaupið rann gegn um handkrika hans og grófst I snjóinn um fimm metrum fjær. Flugmaðurinn rannsakaði Vj-azovoj vandlega. Hann var lifandi en hræðilega útleikinn. Másandi og tautandi i sifellu: „varlega, varlega”, dró Jurkin veiði- manninn að flugvélinni og reyndi aö koma honum sem þægilegast fyrir í far- angursgeymslunni. Siðan féll hann aftur á bak i flugmannssætið og gaf vélinni inn bensln en hann hafði skilið hana eftir I gangi til öryggis i kuldanum. I Tambov biðu menn þess að flugvélin lenti með dauðan úlfinn og urðu hissa, þegar flugmaðurinn var ekki fyrr lentur en hann stökk út úr vélinni hrópaöi á sjúkrabil og flýtti sér að opna farangurs- geymsluna. 1 stað dauðs úlfs lá Vjazovoj, úlfaveiðimaðurinn nær dauða en lifi i farangursgeymslunni. Engu að siður var verkefninu lokið: Varúlfurinn hafði veriö drepinn. Börn úr grannþorpinu urðu fyrst til þess að finna stórt hræið af honum. Fyrst I staö gátu þau ekki gert sér I hugarlund hvað hefði gerst. Allt i kring um fallinn ræningjann var snjórinn sundursparkaðúr, troðinn og blóðugur. Brotið byssuskefti lá þar i flis- um. En maðurinn sem drap varúlfinn hafði horfið á braut án þess aö taka með sér hina verömætu veiði. Þetta var óskiljanlegt og þess vegna óttalegt. A sama tima lá Ivan Vjazovoj vafinn frá toppi til táar eins og múmla I héraðs- sjúkrahúsinu. Aðeins sást i annað augaö hvasstmeð glænleitum blæ, út úr vefjun- um. „Sasja”, sagði hann með erfiðismunum viö Jurkin, „viltu gera það fyrh- mig að fljúga þangað aftur? Leitaöu aö hlaupun- um I snjónum. Ég ætla aö gera við byss- una. Ef til vill þarf ég enn á henni að halda einhvern tima...” 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.