Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 22
Ég heyrði ekki þegar hann opnaði dyrnar bak við mig og gekk hljóðlaust á teppinu. Röddin var beint fyrir aftan mig, þegar hann sagði: — Er eitthvað að? Hjartað hoppaði i brjósti mér, og ég sneri mér snöggt við. Það liðu nokkrar sekúndur áður en svipurinn breyttist á andlitinu, áður en undrunarsvipurinn vék fyrir skelfingunni, og svo sagði hann: — Frænka þin leit nákvæmlega eins út þarna um kvöldið og þú núna. í fyrsta skipti frá þvi ég kynntist honum leit hann út fyrir að vera jafngamall og hann var i raun og veru. Nei, reyndar eldri. Með bros á vör, sem hlaut að vera óttalega ónáttúrlegt, sagði ég: — Ég veit ekki við hvað þú átt, Paul. — Mér féll vel við hana, muldraði hann, eins og hann heyrði ekki hvað ég var að segja. — Mér þótti leiðinlegt að hún skyldi vera með þannan höfuðverk, svo hún gat ekki komið niður og verið með okkur i afmælisveizlunni. Þess vegna faldi ég læknatöskuna við bekkinn bakdyramegin, áður en ég fór út i garðinn. Hefði hann svo mætt einhverju okkar, þegar hann kom til baka siðar um kvöldið, hefði hann sem sagt getað sagt, að hann hefði gleymt töskunni. En hann hafði engan hitt, nema frænku mina, sem var á leiðinni upp til min til þess að tala við mig... Ég mátti alls ekki fara að gráta, ég mátti ekki láta sjá að ég væri að bugast. Ég varð að halda þetta út, þar til Jason kæmi heim. Ég stóð þarna með bakið þétt upp að skápnum, orðlaus og lömuð af umhugsuninni um, að Paul, sem ég hafði verið svo hrifin af og hafði næstum orðið ástfangin i, væri þessi hræðilegi, yfirvegaði morðingi. Hann beygði sig niður og tók litlu bókina upp af gólfinu og blaðið i henni. — Jæja, það var þá svona, sem þetta gerðist, sagði hann tilbreytingarlausri röddu. Það var eins og eitthvað dæi innra með honum. — Ég vissi, að einhvers staðar hlyti eitthvað þessu likt að vera til.... En þegar ég leitaði hér i her- berginu á eftir fann ég ekkert. Dagbók, hélt | FRAMHALDSSAGAN | © VspA**®1** Fonsell-hússins Þess vegna fór ég og bankaði hjá henni, þegar ég var að leggja af stað heim um kvöldið. Hún opnaði og þá sá ég hvernig ... hvemig hræðslan hafði breytt útliti hennar. Ég gat ekki sagt eitt einasta orð, og starði á hann án afláts. Hann myndi ekki gera mér neitt, eða þvi trúði ég að minnsta kosti ekki. En þó hafði hann tvivegis... Hann hélt áfram: — Ég sagði eitthvað við hana, ég man ekki hvað það var, og svo lokaði hún dyrunum. En ég vissi, að hún hafði getið sér til um sannleikann, á einn eða annan hátt. 22 hann áfram. —-Fyrsta daginn i New Ýork sagði hún mér, að hún skrifaði dagbók. Siðar sagði hún, að hún væri hætt að skrifa i hana. Þessar konur, sagði hann milli samanbitinna tanna, og fór að rifa blöðin út úr bókinni. Hann kastaði þeim i eldinn og kápunni á eftir. Ég horfði undarlega hrifin og um leið hrædd á það, þegar pappirinn fór að brenna i eldinum, og hvarf að lokum. Andlitið hafði breytzt, og það var kominn hörkusvipur á hann. Ég fann æða- sláttinn utan á hálsinum, og það suðaði fyrir eyrum minum, þegar ég sagði:

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.