Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 12
Tom Jones snýr sér að kvikmyndaleiknum Tom Jones hefur ekki hugsað sér að þeytast um á sviðinu og syngja fyrir stynj- andi kvenfólk um alla eilifð, þótt hann hefði kannski ekkert á móti þvi að gera það. Hann hefur ákveðið að leggja kvik- myndaleik fyrir sig i framtíð- inni. — Ég heföi ekkert á móti þvf ef ég gæti stöðvað timansrás, þar sem rní er komiö, og verða áfram þaö sem ég er I dag, segir Tom Jones, söngvarinn frá Wales sem I augnablikinu býr i Kaliforniu. — Flestir setja sér einhver takmörk i lifinu og mér finnst ég hafa náð þvl marki sem ég eitt sinn setti mér. Ég veit þó mæta vel að ég get ekki stöðvað timann og ég verð ekki ungur aftur. Daginn sem röddin fer að gefa sig, ogmaginn fer aðstækka verð ég að hætta. Þá er gott aðhafa eitthvað fyrir sig að leggja.Þess vegnahef ég ákveðið að koma fótunum undir mig sem leikari. Þrátt fyrir þessi orð er ekkert sem bendir tilþessaöTom Jones.sem er 37 ára gamall,sé að verða búinn að vera sem söngvari. Hann kom nýlega fram á Caesar’s Palace i Las Vegas, og þangað streymdu allir sem vettlingi gátu valdíð til þess að hlusta á hann og voru ánægðir meö þaðsem þeir heyrðuogsáu. Og þrátt fyrir þaðaðhannnotiekki lengur háu tón- anasem hann beittifyrir tiu árum er rödd hans góð. Tom Jones hefur alltaf lagt mikiö upp úr þvl aö leika þegarhann kemur fram og syngur, svo þaðætti enginn að veröa hissa á þvi að hann skuli nú hafa ákveðið að reyna sig viö kvikmyndaleikinn. Margir hafa meira að segja haldið þvi fram I mörg ár, aö hann ætti einmitt að leggja leiklistina fyrir sig. Tom Jones hefur þegar leikið 1 sjón- varpsmyndaflokki en hann mun þó ekki hafa verið sýndur enn, svo vitaö sé. Tom Jones og umboðsmaður hans Gordon 12 Mills eru nú að undirbúa áætlanir um frekari leikstarfsemi söngvarans. Arið 1969 hafði Tom Jones lesið The Gospel Singer, en Mills gat þá ekki fundið neina aöila sem vildu leggja fé i fyrirtæk- ið. I þessari fók kemur fram bæði trúar- legur boðskapurogkynlif, viðkvæmt efni, svo ekki sé meira sagt eða var þaö að minnsta kosti fyrir tiu árum, en nú munu einhverjir hafa sýnt áhuga á að nota sparifé sitt I aö kvikmynda verkið með Tom Jones I aðalhlutverkinu. — 1 nóvember vorum við búnir að ákveöa að kvikmynda verkið, segir Tom Jones, — en okkur vantaði bara einhvern til þess að skrifa kvikmyndahandritiö. Hlutverkið sem Tom Jones mun fara með gefur honum tækifæri bæöi til söngs og leiks. Það eina, sem hann þarf að gera áður en hann getur tekiö til við leikinn er að læra Suðurrikjamálhreiminn, sem verður að fylgja með i myndinni. Þeir Tom Jones og Gordon Mills hafa stofnað eigið fyrirtæki Britannia, Inc., og á það að byggja upp leikferil Toms. Þeir félagar hafa komið sér upp nýjum upp- tökusal þarsem þeir geta tekið upp plötur og þar á að taka upp alla tónlist i kvik- myndina. Ekki hefur Tom Jonesfundizt erfitt að snúa frá söngnum að kvikmyndaleiknum. — Ég hef árum saman starfaö við það að segja áheyrendum mínum sögur, þótt með söng sé. Eini munurinn er sá að nú á ég að tala I staðinn fyrir að syngja. Ahorf- endur veröa sjálfir að dæma um, hvernig til hefur tekizt, og þaö geta þeir gert, þeg- ar þeir sjá sjónvarpsþættina Pleasure Cove á skjánum. þfb Tom Jones 1 sólbaði 1 sundlauginni sinni I Kalifornlu.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.