Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 23
— Það er bezt, að þú farir núna Paul. Ég mun aldrei segja nokkrum einasta manni frá þessu. Þetta var auðvitað kjánalega sagt. Hann svaraði mér heldur ekki, heldur starði á mig með áhyggjusvip á andlitinu, sem allt i einu var orðið svona gamalt. Þó að undarlegt væri, datt mér allt i einu i hug jafn litilfjörlegt og þetta: Mikið er hann ellilegur. Það var ekki til neins að reyna að læðast framhjá honum. Ekki var heldur til neins að æpa. Hver ætti svo sem að heyra til min? Gam- all rúmliggjandi maður og næstum sjötug þjónustustúlka og litið barn. Það mátti ekki hræða barnið, og ekkert mátti koma fyrir það. Það mátti ekki missa móður sina. Rose var hjá Lizu, og Roes var trygg eins og tröll. í sam- einingu gætum við ef til vill séð til þess að ekkert kæmi fyrir Lizu, að minnsta kosti á meðan Paul var upptekinn af mér. Ef hann reyndi á einhvern hátt að skaða barnið værum við þó tvær gegn honum. En hann var vist ekkert að hugsa um að snúast gegn Lizu, að minnst kosti ekki i byrjun og ég bað til guðs, að hann myndi ekki eftir henni. Ég lagði mig alla fram um að reyna að sýnast vera róleg og skynsöm, þegar ég sagði: — Paul, þú ert læknir. Skilur þú ekki sjálfur, að það hlýtur að vera eitthvað að þér? — Að ég sé vitlaus? Þegar um var að ræða Juliu var ég það kannski, vitlaus af bræði og sársauka, en ekki, þegar kom að frænku þinni, og ekki... Ekki núna. Þegar röðin var komin að mér. Ég fann hvernig iskaldur svitinn rann niður eftir baki'nu á mér, þótt ég væri i ullarkjól og með sjalið á öxlunum. — Ef þú ert ekki brjálaður, hlýtur þú að skilja, að nú kemst upp um þig. Þetta gengur ekki lengur, Paul. Hann kinkaði þreytulega kolli. — Jú, þú gleymir eldinum. Ég leit skilningslaust i átt til eldstæðisins. Siðustu leifar dagbókarinnar voru að hverfa. — Ég á auðvitað við eldinn i bænum. Það komu kippir i andlit hans. — Ó drottinn minn dýri. Hvers vegna þurftir þú að komast að þessu Irene? Og svo lækkaði röddin aftur, og varð tilbreytingarlaus. — Þegar þeir finna þig þarna úti i fyrra- málið vita þeir ekki, hvað hefur komið fyrir. Þá skildist mér i fyrsta sinn, hvað var á seyði. Ég sá sjálfa mið meðvitundarlausa, eða næstum dána, falda undir teppinu i baksæti vagnsins hans. Hann gæti ekið yfir brúna og komizt aftan að byggingunum, sem nú stóðu i björtu báli. Siðan myndi hann bera mig inn og hverfa á brott. 1 allri ringulreiðinni, i reyknum og brunarústunum, þar sem slökkviliðs- mennirnir voru að berjast örvæntingarfullri baráttu og skelfingu lostnir áhorfendur stóðu skammt undan, var samt ekki óliklegt, að hann gæti gert það, sem hann hefði hugsað sér, án þess að nokkur tæki eftir þvi. Ef einhver færi svo að spyrja hann, gæti hann alltaf sagt, að ég hefði farið aftur niður i bæinn, þótt hann hefði ráðið mér frá þvi, til þess að leita að Jason. Þetta væri hættuspil, en hættulegra væri þó fyrir hann að leyfa mér að lifa. Eitthvert skelfingaræði greip mig, og ég fann að ég efldist öll um leið og ég hugsaði: En ég skal samt lifa. Lizu vegna og vegna Jasons og vegna sjálfrar mín. Ég ætlaði ekki að láta honum takast að drepa mig, honum sem hafði drepið hina dásamlegu frænku mina, og á undan henni vesalings Juliu Fonsell. Ég sá hvernig hann gaut augunum i átt að eldstæðinu, þar sem eldfærin héngu á grind- inni. Á næsta augnabliki þaut ég i burtu, greip koladallinn og reyndi að kasta honum i hann Hann setti handlegginn fyrir andlitið og reyndi að verja sig. En á meðan tókst mér að stökkva fram á ganginn. Mér tækist aldrei að opna úti- dyrnar, svo ég þaut upp stigann. Kannski hafði hann misst jafnvægið og dottið, þegar ég henti dallinum i hann, vegna þess að ég var komin næstum upp allan stigann, þegar ég heyrði i honum á eftir mér. Ég þaut eftir stigapallinum og bölvaði i hljóði siðum pilsunum og þungu sjalinu, sem voru mér nú til trafala. Málarastiginn, hugsaði ég, stiginn uppi á þakglugganum. Nýmálaður þak- glugginn stóð nú opinn, vegna þess að máln- ingin var að þorna á honum Eg hljóp áfram upp næsta stiga i myrkrinu, en það var aðeins ljósglæta, sem barst þarna upp frá neðstu hæðinni. Hann var kominn nær, og svo nálægt að ég heyrði ekki aðeins fóta- takið heldur lika þungan andardráttinn. Ég myndi áreiðanlega finna hann gripa i mig áður en ég næði að stiganum, og svo myndi hann draga mig niður... Ég sá eitthvað hvitt rétt hjá mér þarna á efsta stigapallinum. Það var stór fata með málningu. Ef ég kæmist bara þangað ... Og með þvi að beita öllum minum kröftum tókst það, og ég sparkaði málningarfötunni niður .tröppurnar. Þegar ég heyrði hann missa fót- 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.