Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 33
ekki harkalega til ska&a. Allt i einu fann hiín samhengi I óráöstali hans. Hann endur- lifði muna&arleysi æsku sinnar, sorgbitinn og kviðinn. ,,É£ er hræddur”, sagöi hann. „Éger hræddur, þegar hvessir. Mér er alltaf ógiatt. Þeir strlöa mér. Ég er hræddur viö þá”. „Þú þarft ekki aö vera hræddur”, sagöi hún lágt. Hann heyröi til hennar, lauk upp augunum , deplaði þeim og spuröi: ,,Er hann eitthvaö aö lægja?” ,,Alveg logn”, hvislaöi hún. Þá var hann rólegur um stund. En gleymdur kviöi lét hann ekki I friöi. „Ég hætti alveg og fer ekki fleiri túra. Dagarnir eru eins og heilar vikur. Og alltaf er rok á nóttunni. Þeim finnst aldrei rok. Þeir eru aldrei veikir, aldrei hræddir, aldrei gia&ir, aldrei góöir — ” „Ég skal tala viö þá, svo aö þeir veröi góöir”, sagöi hún lágt. Hann áttaöi sig og leit á hana undrandi fyrst, slöan skilningslaust, gafst upp viö aö finna samhengi, en héit áfram: „Þaö er logn. Viö erum bráðum komnir. Alveg iogn viö bryggjuna.” „Og sólin aö koma upp”, sagöi hún. „Ég er líka hræddur viö aö koma i land”, sagöi hann meö aftur augun. „Þeir vilja hafa mig meö sér. Allar þessar flöskur. Allt þetta rifrQdi. Allur þessi asnalegi hlátur. Þetta ljóta kvenfólk, sem hlær eins og hálfvitar. Ég verö aö fela mig. Égvil fá aö sofa. Ég vil vera einn. — Ég vil ekki vera einn”. „Þú ert ekki einn. Viö erum hérmörg. Viösofum öll. Og þú sefur lika. ,,Já, ég sef”, umlaöi sjúklingurinn. „Ég séf — ég sef. — ” Þetta endurtók hann þar til hann sofnaöi. Nokkrum dögum seinna, þegar sjúkiingurinn var orö- inn málhress, spuröi hún hann, hvaö hann heföi fariö gamall til sjós. Hann sagöist hafa veriö fimmtán ára. Ætla&i hann aö halda áfram á sjónum? Hann sagði, að sér liði hér svo vel, aö héöan færi hann aldrei. Hún vissi, að honum leið ekki vel. Sjúklingar kvarta vonum minna. Hún yrti oft á hann, af vorkunnsemi, af þvi að hann átti bágt, þegar hann var drengur. Hann losnaði viö höfuö- trafiö, og hún sá hann. Hann virtist yngri en hann var. Og eitthvaö i svipnum minnti á drenginn, sem kveiö fyrir aö fara á sjóinn og kveið fyrir koma íland. Fyrst gekk hann viö hækjur, siöan staf, og aö lokum gekk hann fullum fet- um. Þegar hann var farinn, mundi hún þetta litla, sem þau höföu talaö saman, þegar hún átti leið um stofuna. Hún fann, að honum þótti vænt um hana. Þess vegna saknaöi hún hans, og langaði til aö sjá hann aftur. Næst þegar hann kom af sjónum, spurði hann eftir henniogbeiöhennar frammi á gangi, allt að því sparibú- inn. Þau töluöu aöeins litla stund saman, þvi aö hún var aö vinna. Stallsvstir hennar gekk framhjá og leit til hennar kankvisiega. ,,Mikiö, hvað feimnir menn geta verið hugrakkir”, sagöi hún glettin, þegar Lilja kom inn aftur. Næst, þegar hann kom I land, fór togarinn I siglingu. Þaö tók sinn tlma, og þá átti hún fridag. Hann var ekkiaö hugsa um, að hætta á sjónum. Þar átti hann heima, sagöi hann, I fyrstu hefði hann reyndar verið óheppinn, menn eru mis- jafnir á sjó eins og á landi. En hann sagði henni aldrei þetta, sem hún vissi. Hann var svo miklu orðvarari en hún. Um þessar mundir fór hún aö skynja hvert veðurhljóö og hverja bliku á lofti meðnýjum næmleika. Enn sigldi togarinn, án þess aö hann færi meö. Þá kom þeim saman uin — aö þriggja herbergja ibúö væri mátuleg. Hún var ekki lengi að hugsa sig um, frekar en fyrri daginn, Hún beiö framtiöarinnar von- glöö i ijóma nýrra daga. Lilja var komin aö rósa- bekknum á peysunni, og hugur hennar sneri aftur frá landinu helga, til þess aö telja lykkj- urnar. Hún ætlaöi aö selja þessa peysu, og var aö veröa ofsein meö hana. Þess vegna gat hún hæglega látiö þaö eftir sér að blða eftir Unu Heiöu. Hún varvissum, aö Una kæmi beint heim aö loknu erindi. Una Heiöakom von bráöar og gekk varlega um. „Ertu ekki háttuö, niamma? Ég læddist eins og mús”. ,,Mér liggur ekkert á. Viltu eitthvaö?” ,,Ni, þakka þér fyrir. Ég drakk kaffi. Mamma, ég vissi ekki, hvaö þetta var sorglegt allt meö Aslaugu. Satt aö segja þekkti ég hana ekki neitt. Mamma hennar var fjarska góð við mig. Hún var ein heima, þegar ég kom”. ,,Þetta datt mér I hug”. Una Heiöar settist og þagöi um stund. „Hún Aslaug var trúloiúö. Ég vissi þaö ekki. Og hún átti von á barni. Mamma hennar sagöi mér þetta allt, áður en hann koni. Þessi pilt- ur, hann heitir Kári. Mamma, þaö var eins og þú hélzt. Mamma hennar var aldrei gift, og hún átti ekki neitt annað barn. Svo nú á hún — ekkert — ekki neitt — og situr þarna ein. Hún sagöi, aö Aslaug hefði ætlað i kennaraskólann, henni hefði alltaf þótt svo gaman að börnum. Kannske hef&i hún orðiö að hætta við þaö, af þvi aö hún átti von á barni sjálf. Þau voru farin aö hlakka til og ætluöu aö gifta sig á afmæiinu hennar. Svo kom Kári. Og hún sagöi honum, hvers vegna ég væri komin. Og mér fannst honum þykja vænt um, að ég ætiaði að skrifa eitthvaö um Aslaugu”. ,,Þú hefur þó ekki sýnt hon- urn þetta, sem þú sýndir mér”. „Nei, nei. En nú er ég i vandræöum. Mig langar til að skrifa, þaö, sem ég var aö hugsa um á leiöinni heim. En *g veit ekki, hvort krökkunum þykir það eiga við”. „Segðu þessum blessuöum k- ökkum, aö þú ætlir aö skrifa 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.