Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 13
Hér hafa hermennirnir raöaO sér upp til þess aö ná I matarskammtinn sinn. Hermannamaturinn ekki eins vondur og af er látið Án matar og drykkjar endist maðurinn skammt. Brezki sælkerinn og matmaðurinn Paul Dickson hefur staðfest þetta og það meira að segja i bók, sem komin er út og fjallar um fæði hermanna — frásögn matreiðslumanns af matseld- inni i hernum. Ekki er óliklegt, aö margir af mestu sælkerum heimsins reki upp stór augu, þegar þeir komast aö þvi, aö matar- geröarlistin á margt aö þakka mat- reiösluaöferöum, sem notaöar hafa veriö fyrir hermenn I styrjöldum. Gildir þetta ekki slöur um allan ffnasta og bezta mat- inn en þann, sem minna lætur yfir sér Mörgum finnst þetta líkara spaugi en al vöru, en hermannamatur hefur ekki alltaf verið eins slæmur og lélegur og sagan segir. Paul Dickson, einn af færustu mat- reiðslumönnum Breta og sjálfur mikill matmaöur, hefur undanfarin ár leitaö aö þeim matseölum, sem hetjunum, sem barizt hafa fyrir fööurland sitt, hefur verið ætlaö aö snæöa eftir. Arangurinn af könnun Dicksons er nd kominn á markaö- inn I formi bókar. Þetta er sögö hin skemmtilegasta lesning, sem auk þess er prýdd mörgum myndum frá sögulegum augnablikum. Menn hafa löngum trúaö þvl, aö hermenn hafi lengst af þurft aö nærast . Htilfjörlegan mat, dósamat nú I seinni tlö og aö þeir hafi þurft aö leggja út i dauö- ann, án þess að hafa fengið aö seöja löng- un slna leinhverjarkræsingar,— Þetta er alrangt, segir Dickson. — Stjórnendur herja hafa alltaf vitað, aö ekki þýöir aö senda hermann á vlgvöllinn hálfsoltinn og illa haldinnaf matarleysi. Þannig getur enginn hermaöur barist. Þaö er hins vegar allt annaö, þótt her- mönnunum sjálfum finnist þeir hafa þurft að éta eitthvert rusl. Ekki erhægt aö bú- ast viö, aö hermennirnir séu dómbærir á þetta atriöi, né sjái þaö I réttu ljósi. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.