Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 24
anna og bölva hástöfum, var ég komin að stig- anum og farin að klifra upp. Ég fann kalt loftið leika um andlit mitt niður i gegn um opinn gluggann... Það var hægt að komast út um opið á glugg- anum, og það varð að takast. Með skjálfandi fingrum fann ég eitthvað að halda mér i úti á þakinu og svo skreið ég eins og áll út i gegn um rifuna á glugganum. Hver taug var spennt til hins ýtrasta, viðbúin þvi, að glerkúpullinn skylli niður. Nú heyrði ég að hann var að prila upp stig- ann. Utan við mig af skelfingu yfir að ég yrði nú ef til vill ekki nógu fljót sló ég i spýtuna, sem hélt glugganum uppi, og kippti um leið að mér handleggnum. Glugginn skall niður með háu braki. Var mér borgið? Það hafði þurft tvo sterka menn til þess að opna gluggann. Ég var hólpin. Ég lá i hnipri á þakinu, og fann að hjartað sló ekki eins hratt og áður, en ég andaði að mér isköldu vetrarloftinu og það lék um andlit mitt. Það var ekki kolsvartamyrkur lengur. Þótt ég sneri andlitinu frá bænum sá ég birtuna af eld- inum þarna fyrir handan. Og ég heyrði ein- hvern nið, sem hlaut að koma frá brennandi húsunum, hljóð, sem barst til min frá viðnum, sem var að springa og brenna, og svo heyrðist ómur af hrópum fólksins og frá vagnhjólunum, þegar vögnunum var ekið um götur bæjarins. Ekkert hljóð heyrðist neðan úr húsinu. Hann var sigraður. Þó að hann reyndi að brjóta glerið i glugganum tækist honum ekki að kom- ast i gegn um járnrimlana sem lágu yfir glugg- anum. Hann kæmist heldur ekki upp á húsþak- ið utan frá. Það var hvergi til nægilega langur stigi til þess. Ég reyndi lika að telja sjálfri mér trú um, að hann myndi ekki reyna að kveikja i húsinu. Þetta var þó hugsun, sem ég átti erfitt með að losna við. Næstu nágrannar okkar myndu þá auðvitað koma strax og þeir sæju eldinn og slökkva hann. Ég var heldur ekki i raun og veru neitt hrædd um, að hann myndi gera Lizu eða Rose eitthvert mein, né heldur Ephraim. Hann vr ekki brjálaður á þann hátt. Hann var ekki blindaður af hefndarþorsta, heldur aðeins staðráðinn i að bjarga sinu eig- in lifi hversu ömurlegt sem það hlaut þó að vera að lifa með alla þá sektartilfinningu sem hann hlaut að þjást af, og herja á hann um nætur. Nei, hann myndi nú fara, ekki aðeins frá hús- inu heldur reyna að komast i burtu frá Sag 24 Harbor og Long Island, ef honum aðeins tækist það. Ég sá fyrir mér hvernig hann þaut niður stigann og i átt að bakdyrunum. Jafnvel þó ég væri svona viss um, hvað hann myndi gera, létti mér, þegar ég heyrði hann draga slag- brandinn frá þarna niðri. Nokkrum sekúndum siðar heyrði ég iskrið i lömunum á hliðinu. Ég sá hann þarna i dimmunni hlaupa i átt að vagn- inum. Hann hvarf inn i vagninn. Á næsta augnabliki ók hann i burtu. Ég hnipraði mig saman og hlustaði á hófatakið fjarlægjast. Allt i einu heyrði ég hljóðið. Ég gat ekki leng- ur hugsað og mér fannst hjartað hætta að slá. Magnlaus lá ég þarna þar til ég heyrði eins og verið væri að skrapa málm. Og þá mundi ég eftir einu. Þakrennunni! Breiða rennan með niðurfallsrörinu, sem lá upp eftir húsinu og fest var við tigulsteinavegginn með breiðum klemmum. Hann hafði lagt af stað upp i renn- una. Hann ætlaði að ná mér og fara með mig niður i vagninn, leggja mig undir teppið sem hafði legið samanbrotið i aftursætinu svo mörgum sinnum... Andlit hans, hvitur óhreinn blettur i myrkrinu gægðist upp fyrir þakbrúnina. Ég greip um jarnrimlana yfir glugganum, þrátt fyrir það að ég vissi að það væri ekki til neins og reyndi að lyfta glerkúplinum. Svo sleppti ég takinu aftur og horfði á hann. Hann var kominn með annað hnéð upp á þakbrúnina. Ég kastaði til höfðinu og æpti upp yfir mig. Æpti full skelfingar og tryllings, þegar hann nálgaðist hægt á fjórum fótum. Hann var nú aðeins fáeina metra frá mér. Ég æpti og æpti... — Irene! Það var Jason sem kallaði neðan frá heim- keyrslunni. — Jason! Jason! Skriðandi maðurinn hafði numið staðar. Hann leit við, þegar hann heyrði að einhver kom upp þakrennuna á eftir honum, og svo reyndi hann að risa á fætur á glerhálu þakinu. Ég sá hann falla til hliðar og missa fótfestuna. Svo rann hann niður eftir þakinu, reyndi að ná handfestu á einhverju, en að lokum hvarf hann út fyrir þakbrúnina. Ég háifreis upp á hnén og hélt mér um leið dauðahaldi i þakmæninn. Jason var kominn upp á þakið. En það var eitthvað að honum. Hann skreiddist til min en bar olnbogana fyrir sig. — Nú er allt i lagi, ástin min, sagði hann. — Nú er allt i lagi.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.