Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 28
Ráð undir rifi hverju Gerviblóm Helliö svolitlu salti í plastpoka og stingið siðan gerviblómunum niöur i pokann oghristið ákaft. 1 byrjun finnst ykkur ekki saltið hafa tekið i sig óhreinindi, en ef þið látið vatn renna á saltið sjáið þið, hvernig þaö hefur óhreinkazt, og blómin þá um leið hreinkazt. Kúlupennar Ef stifla eöa óhreinindi hafa komizt i kúlupennaoddinn, þá er gott aö stinga honum inn i filter á sigarettu, og snUa honum nokkrum sinnum. Eftir þaö á blekið aö renna eðlilega úr honum aftur. Messing Núiö messinghluti með samblandi af sitrónusafa og salti. Einnig má núa hlutinn meö tusku vættri i' tómatsafa, Worcestershire- sósu eða tómatsósu. Þá má setja messinghluti i pott með fáeinum teskeiðum af bökunarsóda i vatninu. Sjóðið i nokkrar minútur, og pússið svo með finni stálull, sem vætt . hefúr veriöi sódavatninu. Ef hluturinn er lakkaöur fer lakkið af viö að sjóöa hann i sódavatninu og þá verður að lakka hann aftur. Kerti Ef þið þurfiöaðhreinsakerti er gottaö gera það meö bómullarhnoðra, sem vættur hefur verið í spritti. Sigarettureykur Setjiö litlar skálar með ediki 1 hvert horn herbergisins, ef mikiö er reykt. Einnig má kveikja á kerti, það dregur úr reykjarlyktinni. Kristalkrónur Ef þiö þurfiö að hreinsa kristalljósa- krónur, sem á eru hangandi kristal- kúlur, er gott aö taka hvert band af fyrir sig ogdýfa þvi i skál, sem i hefur veriösettur einn hluti af spritti og þrir af vatni. Kristallinn þomar strax og veröur ekki blettóttur. Ef ekki er hægt að taka niður einhverja hluta krón- unnar, sem eru úr kistal, er hægt að strjúka af þeim með þessari spritt- vatnsblöndu, og þeir veröa skinandi fallegir Rammar Sagt er, að mjög gott sé að þvo gyllta spegiiramma upp úr bjór. Hann á ekki að setja bletti á gyUinguna. Einnig er hægt aö strjúka af römm- unum með svampi vættum i terpen- tinu. Ef gyllingin virðist svolitiö lim- kennd eftir að þetta hefúr veriö gert, verður aö gæta þess að koma ekki við rammann i einn eða tvo daga, eða þar til hann er orðinn vel þurr aftur. (Jtigrillið Þegar grillkolin eruorðin svo að segja gegnheit skuluð þið taka þykkan ál- pappir og breiða hann alveg yfir grillið. Þrýstiö pappirnum niður á grillteinana og leggiö þá niður i kolin og látið þá vera þar i ca. 10 minútur. Þegar álpappirinn er tekinn af aftur, á öll fita og matarleifar að vera horfnar af teinunum. # <a? K0 'íí? ^0 t&> sk, sk. sk. sk sk Vandamál þeirra Violet og Daisy Hiiton voru mörg. Þegar þær feröuöust um á sýningarferöum urðu þær alltaf að sitja I sérstökum sætum, sem þeim voru ætluö I flugvélunum. Mikið uppistand varö þegar þær heimtuöu að komast um heiminn á einum farmiða. Daisy 0 Las I bók Daisy var ógift I mörg ár og hún svaraöi hreinskilnislega spurningum forvitinna um að húnlæsi venjulega i bók eöa svæfi þegar Violet heföi manninn sinn hjá sér i rúminu. Það var ekki fyrr en áriö 1941 að Daisy gifti sig og þá einnig manni úr skemmtanaheiminum. Hjónabönd beggja systranna fóru þó út um þúfur um slöir. I um tuttugu ár voru systurnar þekktar stjörnur oggræddu mikla peninga. Þegar þær tóku svo eftir þvi að áhugi fólks fór dvinandi, tóku þær sig til og léku I kvik- mynd sem fjallaði um lif þeirra, til þess að komast aftur I sviðsljósið. Þeim tókst þó ekki að vekja aftur á sér þá aðdáun sem þær áður höfðu notið. Að lokum urðu þær aö fá sér vinnu á bilaveit- ingahúsi þar sem þær færðu fólki veiting- ar úr I bilana. Þegar þær höfðu s vo ekki mætt til vinnu i nokkra daga lét veitingahúsaeigandinn lögregluna vita og fariö var heim til þeirra, þar sem þær fundust látnar. Daisy og Violet Hilton höfðu fengið Hong Kong-inflúensuna sem herjaði I Bandarikjunum 1969 og þegar önnur þeirra fékk hjartaslag dó hin einnig. Þfb 28

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.