Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 9
landsvinurinn frægi og náttúruskoöandinn er sigldi til Islands skipi sinu haustið 1772. Magnús Stephensen ritaði sir Jóseph bréf oglétþýöa þaöá ensku. Hann greindi honum frá vandræðum Islands og bað hann ásjár. Bréflð er varöveitt I skjölum sr. Jósephs og er prentað í bók Halldórs Hermannssonar um sir Jóseph Banks. 2 Magnús Stephensen byrjar bréf sitt meðþvi að minna sir Jóseph á ferð hans til Islands árið 1772, og þann mikla greiða er faðir hans veitti honum i einu og öllu, greiddifyrir honum af sönnum drengskap og höföingslund. Clafur Stephensen var mikill höfðingiog varvinur vinasinna, og ef til vill hefur hann veriö meiri vinur Breta, en kemur fram i eftirlátnum heimildum. Hann greindi frá þvf, að hann væri elsti sonur Olafs Stephensens og væri hann nú i nauðum staddur. Hann sagði, að hann hefði farið að heiman og ætlað til Dan- merkur, og ekki haft hugmynd um striöiö milli Danmerkur og Breta. Skip hans var hertekið, en það var eign tveggja Is- lenskra kaupmanna og hét De tvende Söstre og flutt sem herfang til Bretlands. Skipið væri nú I haldi I Bretlandi en hefbi ekki enn þá verið gert upptækt, en sam- kvæmt lögum og tilskipunum her- stjórnarinnar bresku yrðu þaö örlög þess. Hann greindi frá þvf, aö ef kaup- mennirnir islensku missi skip sitt og farm og annað góss veröi þeir öreigar. En verra fylgi I kjölfarið. Siglingar myndu verða engar til Islands og það myndi valda þar hungri og margs konar hörm- ungum. blandþolir það alls ekki að verða án siglinga, ekki um ársbil, hvað þá heldur lengur. 1 landinu séu ekki nema um 47.000 manns, og hafi ibúatala þess stórlækkaö á 18. öldinni. Siöan rekur hann sögu Islensku verslunarinnar, og greinir, að hún hafi veriö gefin fr jáls öllum þegnum Danakon- ungsárið 1788,oghafi þá margir vonaö að hún batnaði. En það hafi brugðist. Harð- indi hafa herjað landiö, og grasbrestur, aflaleysi, hafls og eldgos, svo að sauöfé og nautgripum hafi stórfækkað og út- flutningur hafi oröið lltið annaö en skreiö og saltfiskur. Nú bætast afleiöingar styrj- aldarinnar ofan á þetta og sé þvl ekki sjáanlegt annað en framundan sé hungur og margvislegar hörmungar I landinu, ef siglingar stöðvist til landsins. Magnús leggur mikla áherslu á það aö hann treysti þvi að Bretar muni ekki gera þau fáu kaupför Islendinga upptæk, né stöðvi þau i kaupferðum til og frá landinu. Hann vitnar til þess, að við uppgjör Kaup- mannahafnar, hafi þvi verið lofað að eignir einstakra manna verði friðhelgar ogekki gerðar upptækar, en á íslandi eigi einstakir menn allt. Hann biöur sir Jóseph Banks að tala máli Islands við bresk yfir- völd svo aö hin herteknu skip verði gefin frjáls og leyft að sigla með nauðsynjar til og frá Islandi annað hvort með eða án breskra leyfisbréfa meðan strlðið standi. Magnús bætir þvl við I lokin, að hann telji að ekki sé til of mikils mælst, þó sir Jóseph neyti áhrifa sinna sem mest til þess, aö kaupför, sem islensku kaupmennirnir eigi i Bretlandi, Petræus, Bjami Sivertsen og Adser Knudsen verði losuö úr haldi I Leith og þeim leyfðar siglingar. Magnús lýkur bréfi sinu með þvl að beiðast svars, svo aö hann geti fengið að vita, hvort Banks hafi borist bréfið með skilum, oghversuhann vilji bregöast viö málaleitan hans. Að lokum afsakar hann, að hann skuli ónáöa mann, sem kominn er á hans aldur, en segist hafa gert það vegna nauðsynja þjóðar sinnar, og telur það sér til afsökunar að hann þekki göfugt hjartalag hans og vinarhug til ættar sinn- ar. Hann notar hér persónuleg sambönd og hefur taliö það áhrifamest og ef til vill hefúr þaö veriö rétt. Magnús geturþessí bréfisínu til Banks, að hann þurfi að fá upplýsingar til þess aö geta lagt landinu lið og visar til þess að verslunin þurfi aö hverfa fyrir fullt og allt úr höndum konungs, en þar hefur hann að sjálfsögðu að mestu átt við styrjaldar- ástandið. Þaö var svo að af völdum styrjaldarinnar gátu þau skip sem á ein- hvern hátt voru á snærum konungs ekki fengiö bresk leyfisbréf. 3 Astandiö var þannig með Islensku sk4>in sem voru I vörslu bresku her- stjórnarinnar i Bretlandi aö þau höfðu ekki enn þá verið gerð upptæk né farmur þeirra. En þegar hér var komið sögu, mátti búast við þvi að það yrði gert þá og þegar, sérstaklega eftir að Danakonungur gaf út tilskipun um að taka Breta fasta og gera upptækar eignir þeirra. Einnig voru bréfaviðskipti bönnuð milli landanna og næðist I bréf til enskra manna eða frá þeim, átti að afhenda þau embættis- manni, en hann sendi þau til konungs. Hélt konungur siðan brennur miklar, þar sem hann brenndi þau ásamt breskum leyfisbréfum. Tók hatrið á Bretum langt fram yfir allt velsæmi og var magnaö af ofstæki hins einfalda og vitskerta konungs Dana, gerði hann þegnum sinum mikinn skaða með einkennilegum athöfnum sln- um I stjórnarstörfum. Máttí nú búast við mótleik af hendi Breta, en sem betur fór fyrir Islendinga varð hann ekki leikinn fyrr en 4. nóvem- berogmátti þvl Magnús Stephensen ekki vera öllu seinni til að rita sir. Jóseph Banks en lagöi sig samt I nokkra hættu með þvl aö brjóta bann konungs síns og herra. Magnús Stephensen gat ekki leitaö til heppilegri manns, en sir Jósephs Ðanks. Hann var valdamikill I landi sinu og mikils metinn af þjóð sinni og stjórn, og var á stundum nefhdur ágætasti Eng- lendingurinn. Hann tók málaleitan Magnúsar afskaplega vel og lagði sig fram eins oghanngat til að vinna málstað Islands allt það gagn er hann mátti. Þegar hér var komið sögu, var sir JósephBanks á 64. aldursári.fæddur 1743. 1 æsku var hann mikill útivistarmaður, stundaöi fjallgöngur og unni náttúrfræöi ognáttúruskoöun I hverri mynd sem var. Hann varlandkönnuður ogfór I leiöangra tiifjarlægra landa. Hann safnaði miklu af náttúrlegum hlutum og er sumt af þvl varðveitt enn þann dag í dag. Hann lagði með öðrum vlsindamönnum grunninn að framþróunarkenningu Darwins og hefur hún mótað llfskoðun og heimsmynd vest- rænna þjóöa mest frá þvl aö hún kom fram. Sir Jóseph Banks fór til íslands árið 1772. Hann varstolturaf ferðsinni þangað og haföiupp frá þvi landallkan af lslandi I nafnspjaldi sinu, og sýndi það greinilega, að Island liggur við heimskautabaug. Þetta hlaut að vekja athygli þeirra er vildu skilja og var vitni um það aö sir Jóseph var sannur vinur landsins á mörk- um hinsbyggilegaheims. Enskir mennta- menn geta þess I minningargrein um sir Jóseph Banks, nýlátinn, aö hann hafi hjálpað íslendingum undan einokun Dana hvort heldur þeir eiga við áhrif hans eftir Islandsferðina eða það sem hann gerði I verslunarmálum þjóðarinnar I byrjun 19. aldarinnar! En eftir feröina til Islands áriö 1772 fékk Jóseph Banks mikla vegsemd og trúnaðarstörf I heimalandi slnu. Hann var kosinn forseti breska vlsindafélagsins 34 ára gamall, en þremur árum slðar var hann herraður eða sæmdur lárvarðartign. Arið 1795, varð hann leyndarráð konungs og slðar kjik-inn i stjórn verslunarráöu- neytísins. Hann hafði mikinn áhuga á út- þenslu Breta I verslun og nýlendum, sér- staklega i fjarlægum heimshlutum. Hon- um varö það mikið áhugamál að Bretar köstuöu eign sinni á Island og Færeyjar. Hann gerðimeira að segja kostnaðaryfir- lit um hag þann, sem Bretland myndi hafa af þvl, og miðaði við það ástand á ls- landi eins og hann kynntist þvi fyrir Móðuharðindi.en þá hafði hann kynnst þjóðinni og verslun landsins sem hann taldi vera mjög slæma. Það má hiklaust gera ráö fyrir þvl að sirJósephBankshafiþótf vænt um þaöaö jafngeðþekkur og menntaður maöur frá Islandi og Magnús Stephensen skyldi leita til hans landi sinu til styrktar, enda leit hann ekki á bón hans sem kvabb heldur sem sjálfsagöa og nauðsynlega vanda- málum til lausnar. Hann tók þvi á málinu meöfullri alvöru og dugnaði. Hann sendi þegar I stað boö um fyrirgreiöslu til ráðherra þess, sem fjallaöium skipatöku- máliö. Það sýnir betur en nokkuö annaö aö sir Jóseph vildi gera allt fyrir Island og málefni þess. Til eru nokkur varöveitt bréf frá sir Jóseph Banks i söfnum i Bretlandi, þar 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.