Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 38

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 38
FICCIC náftúrunnar Ungar skrofunnar (puffinus puffinus) eiga erfitt uppdráttar i byrjun. Þegar þeir eru um þaB bil lOvikna hverfa foreldrar þeirra á braut og koma ekki oftar til hreiöursins til þess aB þá. Og þegar þeir hafa svo soltiB sam- fleytt i 14 daga verBa þeir aB koma sér niBur aB sjó til þess aB reyna vængina og bjarga sér eins og bezt gengur. Margir unganna farast i fyrstu flugtilraununum, og enn aBrir verBa fórnardýr svartsbaksins. Skrofurnar er aB finna á Islandi i Englandi og i Færeyjum. Stöku fugl hefur borizt meB vindi til NorBurlandanna. Þetta eru mjög góBir flugfuglar og sigla eiginlega meB miklum glæsibrag yfir hafiB. Þeir fara ekki á land nema á meBan á varptimanum stendur, og þá eínungis aB næturlagi. Karl- og kvenfuglinn hjálpast aB viB aB byggja sér hreiBur I holu i brattri fjallshliB viB hafiB. Þau skiptast einnig á aB liggja á eggjunum, og liggja stundum á i fimm daga i senn, hvort. Þá færir sá fuglinn sem á flugi er, hinum, sem liggur á eggjunum mat I hreiBriB. For- eldrarnir mata ungana svo aB næturlagi. FæBan er hálfétinn fiskur, sem foreldrarnir gubba upp úr sér. Skrofurnar fara lang- ar leiBir til þess aB sækja matinn. Visidamenn hafa merkt skrofur og á þann hátt komizt aB raun um, aB þær fljúga á einum degi frá Englandi allt til Biscaya-flóa og aftur til baka. I Biscaya-flóanum veiBa fuglarnir sardinur, ansjós- ur og smásild. Eftir þvi sem ung- arnir stækka fækkar ferBum for- eldranna i hreiBriB til þeirra, og nú fara ungarnir aB færa sig út úr hreiBrinu á daginn, til þess aB reyna vængina. Þegar svo for- eldrarnir hafa yfirgefiB þá aB fullu og öllu veröa þeir aB fara aB sjá fyrir sér sjálfir, og þá enda lif- dagar margra þeirra á hinn hörmulegasta hátt. A haustin fljúga skrofurnar suBur á bóginn m.a. til Biscaya- flóans og koma svo aftur I febrúar eBa marz. DENNI DÆMALAUSI Séröu! Finnst þér hann ekki svakalega likur blöörunni minni? 38

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.