Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 10

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 10
sem hann ritar um li&veislu til handa ls- lendingum. En liðveisla hans kostaöi hann mikiö erfiöi og tima, fyrirhöfn og könnun á gögnum og athugun á ástandi og viöhorfum breskra stjórnarvalda viö- komandi Islandi. Hann var oröinn las- buröa maöur, þegar hér var komiö sögu. Hann haföi slitið sér Ut á erfiöum feröa- lögum um frumstæö lönd og f jarlæg, þar sem öll skilyrði til feröalaga voru hin verstu. Hann var oröinn gigtveikur og var svo skjálfhentur.aöbréf hans eru tæplega læsilegfrá þessum tima. En sálarkraftar hans voru óskertir, þó hann væri hálf- farlama maöur, grár fyrir hærum og höndin óstyrk. En sir Jóseph Banks varö fullur áhuga, þegar hann fór aö sinna Islandsmálum. Hann varö eins og ungur i annaö sinn, þó likamlegir kraftar hans væru nær þrotnir. Hann lét aka sér til stjórnarskrifstofanna bresku og hitti þar vaidamenn aö máli. Hann lét þjóna bera sig inn i stjórnar- skrifstofurnar og um þær. Aþeim ti'ma, er sir JósephBanks var aö sinna Islandsmálum i stjórnarskrif- stofunum ensku, var hann varla fær um fótavist. Hann klæddist meö erfiðismun- um og ók i vagni til og frá stjórnar- deildunum. Aldrei hefur Islenska þjóöin átt jafn ákveöinn og dugmikinn talsmann. Hann kom málum sinum fram og fékk Is- lenskuskipinleyst úrbanni Breta og varö þar sterkari en hafnbönn stórveldanna. 4 Magnús Stephensen haföi miklar og þungar áhyggjur veturinn 1807-1808 Hann var I mikillióvissu um hag landsins og fékk engar fréttir frá vini sinum sir Jóseph Banks sökum þess aö ekki var póstsamband milli Bretlands og Dan- merkur. Þar aö auki bættust fleiri áhyggjur viö þar sem var, hvaö myndi veröa til tiöinda heima á Islandi. Veturinn varsérstaklegamildur iDanmörku og jók þaö á kviöa Magnúsar, þvi þaö var gömul trú aö þegar mild væri tiö I Danmörku yröu haröindi á Islandi. Magnús sendi tiilögur I Rentukammeriö og lagöi tii við þaö aö eftirfarandi yröi gert til aö bjarga Islandi og islensku þjóöinni frá siglingarleysinu: 1. aö samiö skyldi við Bretastjórn um leiöarbréf handa 10 til 20 skipum til ls- landssiglinga. 2. aö Bretum skyldi gefinn kostur á aö birgja landiö aö nauösynjum, þar til friöur yröi saminn. 3. að leyfa skyldi verslun hlutlausra þjóöa á Islandi og jafnvel ýtt undir hana meðan á ófriönum stæði. 4. aö stjórnin skyldi hlutast til um, aö send yröu I byrjun marsmánaðar aö minnsta kosti 4 stór skip frá Björgvin eöa Niöarósi til íslands, eitt i hvern landsfjóröung. Allt eru þetta athyglisverðar tillögur, en þær fengu litinn hljómgrunn h já dönsk- um stjórnvöldum, enda viröast þau litiö hafa skilið þarfir og nauösynjar Islands og islensku þjóöarinnar. En nú skal vikiö aö fleiru. 5 Trampe stiftamtmaðuryfir Islandi kom til Kaupmannahafnar um haustiö 1807, og var erindi hans aöallega einkamál, þar sem hann var aö taka arf eftir fööur sinn. Hann var aö vissu leyti litt i vináttu viö Magnús Stephensen, og vildi ekki auka áhrif hans i Danaveldi. Rentukammeriö sendi honum tillögur Magnúsar til um- sagnar og sendi hann umsögn sina til ráðuneytisins 9. janúar 1808. Umsögn greifans er mjög athyglisverð og sýnir ef til vill betur en nokkuö annaö hver hugur danskra embættismanna var til Islands og þarfa Islensku þjóöarinnar. Trampe teiur aö öruggast væri aö semja viö óvinina, þaö er Breta, til þess aö tryggja skipaferöir til íslands, en hann geti alls ekki hugsaö til þess, né heldur aö bjóöa Bretastjórn Island þangaö til friöur komist á. Hann greinir svo, aö ekki muni þaö ná tilgangi sinum aö leyfa hiutlausum þjööum aö versla viö landiö um stundar- sakir og muni þaö ekki ná tilgangi sinum, þviaðhlutlaustskip sé raunverulega ekki nema aö nafninu til, þaö þjóni einhverri þjóö. Eins og af þessu sést er svar greifans til þess eins aö tortryggja tillögur Magnúsar Stephensens og jafnframt til þess aö koma sér I mjúkinn hjá hinum vangefna og stlflynda konungi Danmerkur. Enda fékk hann uppskeru sem erfiði. En jafnframt þessu geröi Trampe stift- amtmaöur tillögur og vildi örva verslun- ina meö þvi aö verölauna hana, og draga úr áhættu kaupmanna meö vátrygging- um, en þó mælti hann meö tillögu Magnúsar aösenda4 skip til landsins eitt i hvern landsfjóröung. Hann vildi lika aö verölaginu yröi haldiö I skefjum meö þvl aö konungur ræki versluninaað nokkru og yfirvöldin festu verö á vörum. Hann bauðst sjálfur til aö fara til Noregs og kaupa þar vöru I skipin en láta skrifstofu sina á tslandi sjá um sölu þeirra. Einnig vildi Trampe banna alian útflutning á matvörum úr landinu. Nefnd var skipuð til aö athuga máliö. Hún settist á rökstóla. Hinn 12. febrúar 1808 var gefin út konungleg tilskipun um ráöstafanir tilþess aö birgja landiöupp af vörum meöan styrjaidarástandiö rlkti. En þaö var eins og tala I vindinn, þvi ekk- ert skip fór til landsins um voriö. 1 þessu sambandi er margt merkilegt að athuga. Trampe greifi haföi sjálfur I huga aöversla á Isiandi eins ogkom fram slöar. Dönsku stjórnarvöldin i Kaup- mannahöfn skildu ekki hiö alvarlega ástand er var á Islandi og þar aö auki voru þau vanmegnug aö leysa vanda is- lensku þjóöarinnar, eins og eölilegt var, þar sem þau voru oröin þátttakandi i styrjöld og voru aö missa tökin á efna- hagslifi landsins.eins og betur áttieftir að koma fram. Framhald 1. Hver er þetta? 2. Hversumarga hnúta hefur drómedari á bakinu? 3. Hver er lengst á I Evrópu? 4. Hvaö er Hekla há? 5. Hvar er eyjan Gotland? 6. I sumar á aö hefja kvikmyndum sögu eftir Indriða G. Þorsteinsson. Hvaö heitir sagan? 7. Hvaö þýöir skammstöfunin SINE? 8. Hver var Laonhard Seppala (1877-1967)? 9. Hvaöan er fyrrverandi aöalritari Sameinuöu þjóöanna, U. Thant? 10. Hvaö heitir borgin Gdansk i Póilandi áöur? Svör á bls. 39 10

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.