Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 05.04.1979, Blaðsíða 14
Staðreyndin er sú, matseðlarnir, sem hermennirnir hafa borðað eftir, eru ekki ólikir þeim matseðlum, ssm gestir fínustu veitingahúsa fá I hendur til þess aö panta eftir. Reyndar er framreiðslan dálitið ööruvlsi, og umhverfiö lika, en maturinn hins vegar ekki. Dickson vitnar 1 tilkynningu, sem send var til bandariskra herstjóra i siðari heimsstyrjöld. Þar stendur m.a.: — Matreiðslumaöur á vígvelli, sem skortir hugmyndaflug, er ekki annað en lélegur þræll launa sinna. Það sem skiptir mestu máli, er að strá ofurlitlu aukalega af kryddi Ut á réttina, bæta rUsinum i salatiðogglassUr á kökuna. Aðsjálfsögðu getur of mikið hugmyndaflug einnig verið hættulegt. En við væntum þess, að yfir- matreiöslumennirnir I hermannaeldhUs- unum okkar kunni að rata hinn gullna meðalveg milli hófs og óhófs, og noti þekkingu sina til hins ýtrasta. Þetta hefði rétt eins getað verið leið- beining til yfirmatreiðslumanns i einhverju veitingahúsi. En þarna var ver- iðað hvetja til þess aö veita hermönnun- um ofurli'tinn aukakraft tii þess að geta staðiö sig i striðinu. Þá er þvi haldiö fram i bókinni, að eftir að styrjöldinni var lokið, hafi matreiöslu- mennirnir i stórum stil fengið atvinnu hjá þekktum og flnum veitingahúsum og hótelum, þar sem kunnátta þeirra var Framfarir í matvæla- framleiðslu mestar á stríðstímum nýtt til hihs ýtrasta. Þaö hlýtur aö vera eitthvert gagn að þvi aí> hafa æft sig I matargeröinni undir byssukíilnaregni. Hinir mörgu hermenn, sem börðust I Vietnam eiga eflaust eiftir að minpast hörmunga striðsins alla 'ævi. En þeih ku lika eiga aörar og betri minningar, minn- ingar um matinn, sem þeir fengu með sér, þegar þeir fóru I langar ferðir, en þessi matur var nefndur LURP. Þetta var endurbætt Utgáfa á matnpm, sem kallaður var C-skgmmtur i siþari heimsstyrjöldinni. Þetta er þurrfryítur mátur, sem er sagður hafa verið hinn ágætasti i alla staöi. Að minnsta kosti hef- ur hermönnunum þótt maturinn góður, þvf daglega berast herst jórninni bandarisku fyrirspurnir um það frá fyrr- verandi hermönnum, hvar hægt sé að fá LURP. Tilgangurinn er þá venjulega sá, að geta haft með sér framUrskarandi góðan mat á veiði- eða fjallaferðum, eða öðru álika. 1 hita striösins geröu hermennirnir sér trUlega ekki grein fyrir þvi, að þeir fengu fyrirmyndar mat að boröa, en nú hefur það auðsjáanlega runnið upp fyrir þeim að lokum. Sitthvað, sem til er i dag, á rætur að rekja til þess, er menn reyndu aö uppfylla kröfur hermannanna til góðs matar. Þar m a til dæmis nefria kaffiduft, og þurr- mjólkurduft, sem notað er m.a. út i kaffið. Hvort tveggja var fundið upp á striöstim- um. Aö lokum er I bók Dicksons getið um hina gullnu reglu, sem sprottin er af að- stæðunum, sem hermennirnir hafa orðið að búa við þrátt fyrir allt, en sem betur fer á ekki við á friðartlmum og heima I eldhúsinu hjá manni sjálfum : An nokk- urrar áhættu er hægt að leggja sér til munns hvaða lifandi veru, sem hugsazt getur. Þetta er leiðbeining, sem er svo sannar- lega nokkuð vitæk! þfb Er það rétt, að vasinn stóri, inni i stofu sé búinn að vera i eigu fjöl- skyldunnar í fimm ættliði? — Já, en hvers vegna spyrðu? — Jú, vegna þess, að þaö er komiö að minum ættliö að brjóta hann. Ég hlýt aö Hta mjög hraustlega út, úr þvi þið þurfið að vera f jórir. Flugmaður til siglingafræðings: Eru fleiri fyrirmæli að fara eftir.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.