Morgunblaðið - 19.02.2005, Side 4

Morgunblaðið - 19.02.2005, Side 4
4 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GLITSKÝ glöddu augu margra íbúa Suðvest- urlands í gærmorgun. Halldór Björnsson, veð- urfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að glitský hafi sést víðsvegar um allt landið í vet- ur. „Við höfum fengið tilkynningar að austan og frá Húsavík,“ sagði Halldór við Fréttavef Morgunblaðsins og bætir við að óvenjumikið hafi verið um þetta í vetur. Hann segir að glitský séu ekki algeng sjón en hafi sést mikið að undanförnu vegna þess að óvenjukalt hafi verið í heiðhvolfinu á norðurhjara og því kjör- skilyrði til myndunar glitskýja. Halldór segir að margir hafi samband við Veðurstofuna þegar glitský sjáist. „Við fáum líka tölvupóstsendingar með myndum,“ segir Halldór. Fróðleik um glitský er að finna á vefsíðu Veðurstofunnar. Þar segir að glitský séu ákaf- lega fögur marglit ský sem myndast í heið- hvolfinu, gjarnan í um 15–30 km hæð. „Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sól- arlag eða sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð,“ segir á vefsíðunni. „Litadýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er innan á sumum skeljum (s.n. „perlu-móður“-lag í perluskeljum), og eru þau í ýmsum tungu- málum því nefnd perlumóðurský,“ segir m.a. á vefsíðunni. Fjöldi lesenda Morgunblaðsins sendi því ljósmyndir af glitrandi skýjum á morgunhimn- inum. Eru þeim færðar bestu þakkir fyrir hugulsemina. Ljósmynd/Þórir Sigurgeirsson Gullfalleg glitský á morgunhimni  Meira á mbl.is/itarefni PFS hafnar kröfu um bráða- birgðaákvörðun PÓST- og fjarskiptastofnun hefur hafnað kröfu Og fjarskipta um bráðabirgðaákvörðun vegna við- skiptavina sem voru með netþjón- ustu hjá Margmiðlun en ADSL- þjónustu hjá Símanum. Telur stofnunin að skilyrði fyrir bráða- birgðaákvörðun séu ekki fyrir hendi. Fram kemur að fyrirtækin hafi um nokkurt skeið deilt um hvernig líta beri á umrætt viðskipta- samband. Ágreiningur aðila snúist um það hvort líta beri á við- skiptavini sem voru með netþjón- ustu hjá Margmiðlun en ADSL- þjónustu hjá Símanum sem við- skiptavini Margmiðlunar, nú Og Vodafone, eða hvort þeir séu við- skiptavinir Símans. Samkvæmt kærunni hafa um níu- tíu beiðnir ekki verið afgreiddar af þessum sökum. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr- skurðaði í gær karlmann sem við- urkennt hefur aðild að fimm versl- unarránum í Reykjavík fyrr í þessum mánuði í áframhaldandi gæsluvarðhald þar til dómur fellur í máli hans, þó ekki lengur en til 1. apríl. Lögreglan í Reykjavík stefnir á að ljúka rannsókn málsins um helgina og verða rannsóknar- gögnin send ríkissaksóknara að því loknu. Mun hann taka ákvörðun um hvort maðurinn verði ákærður fyr- ir ránin. Áfram í gæslu vegna rána Rúmlega 50 vilja starfið MIKILL áhugi er á stöðu fram- kvæmdastjóra starfsvettvangs um hönnun. Samkvæmt frétt frá iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytinu sótti 51 um starfið. Meginmarkmið vett- vangsins er að efla þróun og ímynd íslenskrar hönnunar á alþjóðlegum vettvangi. Um er að ræða þriggja ára þró- unarverkefni sem hefur það hlut- verk að staðfesta gildi hönnunar fyrir íslenskt atvinnulíf og sam- keppnishæfni þess, segir í frétt ráðuneytisins. Aðstandendur vettvangsins eru FORM-Ísland, iðnaðarráðuneyti, Reykjavíkurborg, Útflutningsráð, Impra og Samtök iðnaðarins. sjónvarpsstöðvum. Póst- og fjar- skiptastofnun hefur nýlega ákveðið að bjóða út rásir fyrir stafrænt sjón- varp á UHF-tíðnisviðinu. Fjallað er um þetta mál á vefnum bb.is, en þar kemur m.a. fram að Stöð 2 ætli sér að uppfæra alla nú- verandi senda á landinu á einu ári yf- ir í stafrænt form og með því gefist tækifæri á því að fjölga til muna þeim sjónvarpsrásum sem í boði séu á landsbyggðinni. Nægilegt rými Ákvæði útvarpslaga getur þó sett strik í reikninginn þegar kemur að því að senda út erlendar sjónvarps- rásir en þar er kveðið á um að „við- stöðulaust, óstytt og óbreytt endur- varp heildardagskrár erlendra ÍSLENSK stjórnvöld telja að ekki verði séð að knýjandi þörf sé á því að viðhalda algeru banni á endurvarpi á hefðbundnum sjónvarpsrásum eftir að stafrænt sjónvarp hefur verið inn- leitt hér á landi. Þetta kemur fram í bréfi sem samgönguráðuneytið sendi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna fyrirspurnar frá stofnuninni um endurvarp erlendra sjónvarps- stöðva með UHF-tækni. Bréfið er sent í samráði við menntamálaráðu- neytið. ESA sendi fyrirspurn til íslenskra stjórnvalda vegna ákvæðis í útvarps- lögum sem bannar endurvarp er- lendra sjónvarpsstöðva með UHF- tækni. Sú tækni gerir kleift að sjón- varpa mun fleiri rásum en með núverandi tækni þ.m.t. erlendum sjónvarpsstöðva skal einvörðungu heimilað um þráð og/eða þráðlaust um örbylgju“. Þetta þýðir að verði útvarpslögum ekki breytt má ekki endurvarpa beint erlendum sjón- varpsstöðvum með UHF-tíðni. „Þegar umrætt ákvæði var sett í lög var rými á þessari tíðni mjög lítið og því þótti rétt að setja skorður við því að hugsanlega gætu erlendar sjónvarpsstöðvar náð þessu tíðni- sviði og þar með væri ekki pláss til útsendinga á innlendum stöðvum. Með aukinni tækni er nú hægt að endurvarpa mörgum stöðvum á hverri rás og því má segja að upphaf- legar röksemdir eigi ekki við lengur. Á Faxaflóasvæðinu er fjölda er- lendra sjónvarpsstöðva endurvarp- að. Þar er hinsvegar notuð örbylgja og nú nýverið hóf Síminn að endur- varpa erlendum sjónvarpsstöðvum með ADSL-tækni,“ segir í frétt bb.is um þetta mál. Í bréfi samgönguráðuneytisins til ESA um þetta mál, sem sent er í samráði við menntamálaráðuneytið, segir: „Ekki verður séð að knýjandi þörf sé á því að viðhalda algeru banni á endurvarpi á hefðbundnum sjón- varpsrásum eftir að stafrænt sjón- varp hefur verið innleitt hér á landi. Þó þarf að vera tryggt að ákveðinn lágmarksfjöldi sjónvarpsrása sé til staðar fyrir innlendar dagskrár.“ Samkvæmt upplýsingum úr sam- gönguráðuneytinu hefur engin ákvörðun verðið tekin um hvort lagt verður til við Alþingi að lögunum verði breytt. Ekki knýjandi þörf að viðhalda algeru banni á endurvarpi NÁMSKEIÐ um vesturfarana sem Mímir símenntun heldur í samstarfi við Borgarleikhúsið hefur slegið í gegn í vetur að sögn Sigríðar Einarsdóttur verkefna- stjóra hjá Mími. Um 100 manns sóttu námskeiðið fyrir áramót og nú eru um 30 manns á námskeiðinu en Böðvar Guðmundsson, höfundur bókanna sem leikritið Híbýli vindanna er m.a. byggt á, er meðal fyrirlesara á nám- skeiðinu. Þá hefur áhugi á japönsku meðal yngri kyn- slóðarinnar stóraukist undanfarin misseri. Sigríður segir að námskeið Jóhönnu Kristjónsdóttur blaðamanns og rithöfundar, Menningarheimur araba, hafi einnig verið mjög vinsælt og færri komust að en vildu í vetur. Jóhanna hefur einnig kennt arabísku hjá Mími og hafa Íslendingar brugðist vel við því. Að sögn Sigríðar eru tungumálanámskeið stærsta deild Mímis og vinsældir ítölsku, spænsku og ensku eru og hafa verið miklar undanfarin ár. Núna hefur hins veg- ar áhugi ungs fólks og unglinga á japönsku tekið kipp og telur Sigríður að skýringin sé áhugi unga fólksins á jap- önskum teiknimyndum. Matreiðslunámskeið hafa einnig verið vinsæl í vetur, t.d. námskeið í indverskri matargerð og marokkóskri. Þá er mjög mikil ásókn í námskeið Kristins R. Ólafs- sonar fréttaritara í Madríd um þá borg. Er námskeiðið haldið í samstarfi við ferðaskrifstofu. Segir Sigríður að margir komi á námskeiðið og fái svo leiðsögn Kristins í Madríd sumarið eftir. Sigríður nefnir að svo virðist vera sem Íslendingar séu sífellt að fá meiri áhuga á hönnun og skipulagi því nám- skeið sem fjallar um það efni og Hrönn Sævarsdóttir innanhússarkitekt heldur, er mjög vinsælt. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja námskeiðin. Mikill áhugi á vesturförum, japönsku og framandi matargerð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.