Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 2
2 27. maí 2006 LAUGARDAGUR SKÁK Íslensku skáklandsliðin gerðu bæði jafntefli í fimmtu umferð Ólympíumótsins í Tórínó á Ítalíu á fimmtudag. Karlaliðið tefldi gegn Rúmeníu og lyktaði viðureigninni með tveimur vinn- ingum gegn tveimur. Kvennaliðið mætti Portúgal og þar fóru leikar einn og hálfur vinningur gegn einum og hálfum. Stefán Kristjánsson og Lenka Ptacnikova unnu sínar skákir og Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Ólafsson og Guðlaug Þorsteins- dóttir gerðu jafntefli. Að loknum fimm umferðum er karlaliðið í 17.-27. sæti með 13 vinninga en kvennaliðið er í 57.- 68. sæti með 7 vinninga. Frí var frá taflmennskunni í gær en sjötta umferð verður tefld í dag. - bþs Ólympíuskákmótið í Tórínó: Jafntefli í fimmtu umferð JÓHANN HJARTARSON ER Í HÓPI LANDS- LIÐSMANNANNA. DANMÖRK Mikil örtröð skapaðist á aðallestarstöðinni Hovedbanegår- den í Kaupmannahöfn í gær, þegar lestaryfirvöld buðu alla miða á miklum afslætti. Kostaði lestar- miðinn yfir Stórabelti til dæmis einungis 50 danskar krónur, eða 625 íslenskar krónur, en aðrir miðar voru á verðbilinu 312 til 1250 íslenskar krónur. Strax klukkan hálf fimm í gær- morgun var orðið fullt út að dyrum í lestarstöðinni, en glatt var þó á hjalla í Hovedbanegården þrátt fyrir örtröðina og sátu Danir sælir á svip með kaffibolla í höndum og biðu rólegir eftir næstu lest. Gerðu yfirvöld ráð fyrir því að um 50.000 manns hefðu nýtt sér afsláttinn í gær með því að ferðast yfir Stórabelti. - smk Örtröð myndaðist í lestum: 50.000 fóru yfir Stórabelti í gær KOSNINGAR Atkvæði sem greidd eru í Hrísey í kosningunum í dag verða talin á Akureyri enda Hrís- ey hluti af Akureyrarbæ eftir sameiningu sveitarfélaganna á síðasta ári. Kjörfundi í Hrísey lýkur klukkan 18 og verður kjörkassinn fluttur með ferjunni til Árskógs- sands klukkan 19. Þangað verða þau sótt og flutt með lögreglubíl til Akureyrar. 132 eru á kjörskrá í Hrísey. - bþs Kosningarnar í Hrísey: Atkvæðunum siglt og ekið Kennsla í íslensku Sumarskóli fyrir nýbúa, sem hafa búið á Íslandi skemur en fjögur ár, verður starfræktur í sumar. Boðið verður upp á kennslu í íslensku og fræðslu um íslenskt samfélag. INNFLYTJENDAMÁL BRUNI „Það er alveg ótrúlegt hvað þeir voru fljótir að koma, þetta var svo skelfilegt þegar ég vakn- aði,“ segir Ragnhildur Árnadóttir, íbúi á Vesturgötu 17, en eldur kom upp í íbúð hennar snemma í gær- morgun. Ragnhildur komst út af sjálfsdáðum og gat gert öðrum íbúum viðvart. Hún segist vera mjög þakklát slökkviliði og lög- reglu fyrir að bregðast skjótt við. Ragnhildur hljóp út og fór til syst- ur sinnar í næstu íbúð og hringdi þaðan á Neyðarlínuna. „Maður náttúrulega byrjar að hafa áhyggj- ur af nágrönnunum, þarna er gamalt fólk og öryrkjar.“ Að sögn Ragnhildar ætlar Rúm- fatalagerinn að lána henni rúm og aðra muni meðan hún býr hjá syni sínum. Ragnhildur og aðstandend- ur hennar vilja koma til skila miklu þakklæti til þeirra sem stóðu að björguninni. Tilkynning barst til Neyðarlín- unnar klukkan hálfsex og fóru allar þrjár stöðvar slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins á staðinn. Að sögn Friðjóns Daníelssonar, varð- stjóra hjá slökkviliði höfuðborgar- svæðisins, var mikill reykur í íbúðinni en eldurinn breiddist ekki út um húsið. Systurnar, sem búa í íbúðum hlið við hlið, voru fluttar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með snert af reykeitrun ásamt öðrum íbúa hússins. Að sögn vakthafandi lækn- is var þeim gefið súrefni en þær voru útskrifaðar fyrir hádegi í gær. Tveir lögreglumenn fóru inn í húsið til þess að vekja aðra íbúa þess en mikill reykur myndaðist í stigahús- inu og voru þeir einnig fluttir á slysadeild vegna reykeitrunar. Slökkvistarf gekk vel en því var lokið klukkan tuttugu mínútur yfir sex og að sögn Friðjóns unnu sex- tán menn að því að slökkva eldinn. Íbúðin er um 60 fermetrar og að sögn lögreglu er talið að eldurinn hafi kviknað í stofunni. gudrun@frettabladid.is Skelfilegt að vakna upp við eldsvoðann Ragnhildur Árnadóttir, íbúi við Vesturgötu, komst út af sjálfsdáðum þegar eld- ur kom upp í íbúð hennar. Hún hljóp þegar í stað yfir til systur sinnar í næstu íbúð. Þær voru ásamt öðrum íbúa fluttar á slysadeild með snert af reykeitrun. RAGNHILDUR ÁRNADÓTTIR Íbúi í íbúðinni sem brann í gær, töluverðar skemmdir eru á henni en persónulegir munir björguðust. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR BRUNI Á VESTURGÖTUNNI Eldur kom upp á Vesturgötu 17 snemma í gærmorgun, fimm voru fluttir á slysadeild. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KOSNINGAR Allt benti til þess í gær að atkvæði greidd fyrir kjördag í Reykjavík yrðu allt að 10 þúsund eða um 45 prósentum fleiri en greidd voru utan kjörfundar í borgarstjórnarkosningunum árið 2002. Adólf Adólfsson, lögfræðingur hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík, segir að venjan sé að um 70 prósent þeirra sem greiða atkvæði utan kjörfundar skili sér á kjörstað síðustu dagana fyrir kosn- ingar. „Vel á fimmta þúsund hafa komið síðustu þrjá dagana til að kjósa.“ Liðlega 85.600 manns eru á kjörskrá í Reykjavík. Verði kosn- ingaþátttakan svipuð og fyrir fjór- um árum, eða um 84 prósent, má búast við að heildarfjöldi greiddra atkvæða nú verði um 72 þúsund. Samkvæmt þessu hafa nærri 14 prósent kjósenda í Reykjavík greitt atkvæði utan kjörfundar frá 1. apríl síðastliðnum. Utankjörfundaratkvæði eru að venju talin sérstaklega eftir að búið er að telja atkvæði sem greidd eru á kjördegi. Ekki er ljóst hver sam- setning þessa hóps er, en Adólf segir að nýbúar hafi verið áberandi að undanförnu meðal þeirra sem greitt hafa atkvæði utan kjörfund- ar. Nýbúar á kjörskrá í Reykjavík eru á fimmta þúsund. sjá síðu 34 - jh Óvenju margir hafa nú þegar kosið í Reykjavík en um 86 þúsund eru á kjörskrá: Tíu þúsund hafa þegar kosið RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Áttundi hver kjósandi hefur þegar kosið þegar kjördagur rennur upp í Reykjavík. Vegna sveitarstjórnarkosning- anna í dag verður ritstjórn Frétta- blaðsins að störfum fram eftir nóttu. Reynt verður eftir megni að færa lesendum sem gleggsta mynd af niðurstöðum kosning- anna í blaði morgundagsins. Þess vegna mun dreifingu Fréttablaðs- ins seinka í fyrramálið. Fréttablaðinu seinkar: Beðið eftir niðurstöðum VIÐSKIPTI Ópera, félag í eigu Björg- ólfsfeðga, hefur keypt tæp sextán prósent í Fjárfestingarfélaginu Gretti af Sundi, fjölskyldu Óla í Olís. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Stærsti eignarhlutur Grettis liggur í Straumi-Burðarási og er talið líklegt að Björgólfsfeðgar hafi þar með tryggt sér meirihluta í stjórn Straums en á dögunum fengu þeir heimild Fjármálaeftir- litsins til að fara með yfir 20 pró- senta eignarhlut. Ætla má að hlut- ur Björgólfsfeðga í Straumi fari með beinum eða óbeinum hætti yfir 40 prósent en Grettir, sem er í eigu Landsbankans, TM og Óperu, á sextán prósent í Straumi og sjálfir eiga Björgólfsfeðgar hátt í fimmtungshlut. Átök voru milli Björgólfs Thors Björgólfsson, stjórnarformanns Straums, og Magnúsar Kristins- sonar varaformanns í stjórn Straums, og með þessu hefur sá fyrrnefndi styrkt stöðu sína. Í stjórn Straums sitja Björólfur Thor, Eggert Magnússon, Magn- ús, Kristinn Björnsson og Páll Þór Magnússon, framkvæmda- stjóri Sunds, sem situr fyrir hönd Grettis. Jafnframt hefur Sund selt þriðjungshlut sinn í TM til Blá- tjarnar sem er í helmingseigu Björgólfsfeðga og Sunds. Kaup- verð hlutarins er 10,4 milljarðar króna. Samson eignarhaldsfélaga, félag Björgólfsfeðga, keypti einnig eitt prósent hlutafjár í Landsbankanum í gær og fer með 41,2 prósenta hlut í bankaum. - eþa Björgólfsfeðgar kaupa hlutabréf í Gretti, Landsbankanum og TM: Herða tök sín á Straumi BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Félög í eigu Björgólfsfeðga voru umsvifamikil í gær þegar tilkynnt var um kaup þeirra í Gretti, Straumi og TM. Olíuborun heimiluð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings heimilaði í fimmta sinn á fimmtudag olíuborun á náttúrufriðlandi í Alaska, en líklegt þykir að öldungadeild- in stöðvi borunina, líkt og hún hefur gert hingað til. Óttast vísindamenn mjög um afdrif fjölmargra hreindýra, sauðnauta og ísbjarna, hefjist borun á svæðinu. BANDARÍKIN SPURNING DAGSINS Haraldur, eru þetta kornin sem fylltu mælinn? „Mælirinn er allavega orðinn tómur.“ Akrar kornbænda fjúka burt vegna vinda og slæmrar veðráttu. Haraldur Benediktsson er formaður Bændasamtakanna. KOSNINGAR Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt frá síðustu rað- könnun Gallup fyrir fréttastofu Ríkisútvarpsins og fengi 45 pró- sent atkvæða og sjö menn kjörna. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 5,9 prósent og dalar eilítið. Flokk- urinn kemur þó manni inn og tog- ast hann á við áttunda mann Sjálf- stæðisflokksins. Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentu- stigum, fengi 27,3 prósent og fjóra menn kjörna. Vinstri græn fengju tvo menn kjörna með 14,5 pró- senta fylgi. Frjálslyndi flokkurinn fengi 7,3 prósent atkvæða sem er nokkru minna en í síðustu könnun og einn mann kjörinn. - jh Síðasta könnun Gallup: Allir ná manni í borgarstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.