Fréttablaðið - 27.05.2006, Side 16
16 27. maí 2006 LAUGARDAGUR
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
3
6
2
.0
13
SVfi - Samtök verslunar og fljónustu flakka sveitarstjórnum í landinu samstarfi› á flví kjörtímabili sem nú er a› lí›a
og hvetja n‡jar sveitarstjórnir til a› n‡ta hin fjölmörgu tækifæri til a› búa fyrirtækjunum enn betri starfsskilyr›i.
fia› ver›ur me›al annars gert me› flví
• A› færa verkefni frá sveitarfélögum til einkarekinna fljónustufyrirtækja ef flau geta reki› verkefnin hagkvæmar.
• A› vi› flróun skipulags ver›i tryggt nægt frambo› ló›a fyrir verslunar- og fljónustufyrirtæki á samkeppnisfæru ver›i.
SVfi óska landsmönnum til hamingju me› daginn og hvetja fólk til a› n‡ta kosningaréttinn og a› hafa flannig áhrif á
hverjir fara me› stjórn sveitarfélaganna næstu 4 árin.
SVfi- Samtök verslunar og fljónustu eru málsvari verslunar- og fljónustugreina á Íslandi. Samtökin ry›ja n‡jum hugmyndum braut og koma á framfæri röksemdum
fyrir jákvæ›u starfsumhverfi atvinnulífsins.
Í tilefni dagsins
VÍSINDI, AP Þó að 25 ár séu liðin
síðan fyrstu alnæmisjúklingarnir
voru greindir hafa vísindamenn
fyrst nú fengið staðfestan gruninn
um að HIV-veiran hafi upphaflega
borist úr mannöpum í mannfólkið.
Þetta kemur fram í bandaríska
tímaritinu Science á föstudag.
Vísindamenn hefur lengi grun-
að að veiran kæmi úr simpönsum,
en hingað til hefur enginn getað
fært sönnur á það. Nú hefur veir-
an fundist í simpönsum í Suður-
Kamerún, en þeir eru í útrýmingar-
hættu þó að HIV-veiran valdi þeim
engum skaða.
Yfir 1.300 saursýnum var safn-
að úr öpunum, en áður höfðu vís-
indamenn eytt sjö árum í að þróa
leið til að erfðagreina vírusinn
sem lifir í öpunum án þess að
þurfa að taka simpönsunum blóð.
Enn er óljóst hvernig veiran
barst í mannfólkið, en líklegt þykir
að mannapi hafi bitið íbúa í
Kamerún eða að maður hafi skorið
sig á meðan hann var að gera að
mannapahræi og smitast þannig.
Veiran hafi síðan borist um allan
heim með þeim hætti sem hún
smitast nú. Læknar telja að fyrstu
alnæmisjúklinganna hafi orðið
vart í Kongó árið 1930. - smk
Vísindamenn staðfesta gamlan grun um HIV:
Kom úr mannöpum
MANNAPAMÓÐIR Vísindamenn hafa
staðfest að HIV-veiran barst úr mannöpum
í fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NÝFÆTT JARÐSVÍN Jarðsvínið Paatsy er
nýjasta viðbót Brookfield dýragarðsins í
Illinois í Bandaríkjunum, en hún fæddist
30. mars síðastliðinn. Jarðsvín eru afrískar
mauraætur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÍBÚÐALÁN Eftirstöðvar íbúðalána
hafa hækkað verulega á örskömm-
um tíma, jafnvel svo nemur millj-
ónum króna, eftir því hver upp-
hafleg fjárhæð lánsins var og til
hversu langs tíma það var tekið.
Hækkun eftirstöðva getur skipt
hundruðum þúsunda króna og
jafnvel allt upp í milljón.
Hjá Glitni fást þær upplýsing-
ar að 10 milljóna króna lán, sem
tekið var 1. júní í fyrra miðað við
7,5 prósenta verðbólgu í eitt ár
aftur í tímann, standi nú í tæplega
10,2 milljónum króna hafi lánið
verið tekið til 25 ára með jöfnum
mánaðarlegum afborgunum.
Ef lánið hefur verið tekið til 40
ára með jöfnum mánaðarlegum
afborgunum stendur það í rúm-
lega 10,3 milljónum króna.
Hjá Kaupþingi banka eru eftir-
stöðvar af 10 milljóna króna láni
sem tekið var í maí í fyrra með
4,15 prósenta vöxtum og jöfnum
afborgunum nú tæplega 10,3 millj-
ónir króna hafi það verið tekið til
25 ára. Hafi það verið tekið til 40
ára eru eftirstöðvarnar rúmar
10,4 milljónir króna.
Hafi lántaki fengið 25 milljónir
króna að láni til 25 ára eru eftir-
stöðvarnar nú ríflega 25,7 milljónir
króna og 40 ára lánið stendur nú í
rúmlega 26,1 milljón. Það er hækk-
un upp á 1,1 milljón. - ghs
Eftirstöðvar íbúðalána hafa hækkað verulega á aðeins einu ári:
Skipta hundruðum þúsunda
HÖFUÐSTÓLLINN HÆKKAR
Íbúðalán tekið hjá Kaupþingi
banka í maí í fyrra með 4,15
prósenta vöxtum og jöfnum af-
borgunum. Annars vegar er það 10
milljónir og hins vegar 25 milljónir króna.
10 millj. 25 ár Eftirstöðvar 10.299.977
10 millj. 40 ár Eftirstöðvar 10.440.359
25 millj. 25 ár Eftirstöðvar 25.749.945
25 millj. 40 ár Eftirstöðvar 26.100.894
Eins og sjá má er 25 milljóna króna lán
sem tekið var til 40 ára í maí í fyrra búið að
hækka um rúma 1,1 milljón króna á einu
ári. 10 milljóna króna lán hefur hækkað um
tæplega hálfa milljón.
ÁFENGI Einn áfengur drykkur á
dag getur komið í veg fyrir
hjartasjúkdóma hjá karlmönn-
um, en ekki hjá konum, sam-
kvæmt nýrri danskri rannsókn
sem fjallað var um í breska
læknatímaritinu British Medical
Journal í vikunni.
Rannsóknin náði til 50.000
manna og kom í ljós að karlar
sem drukku daglega voru 41 pró-
sentum minna líklegir til að fá
hjartasjúkdóma, á móti 7 pró-
senta minni líkum hjá þeim sem
drukku einu sinni í viku.
Sérfræðingarnir sögðu að
óhófleg drykkja væri eftir sem
áður óholl fyrir bæði kynin. - smk
Hjartasjúkdómarannsókn:
Áfengisdrykkja
hollari körlum