Fréttablaðið - 27.05.2006, Síða 22

Fréttablaðið - 27.05.2006, Síða 22
 27. maí 2006 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Heppinn Fjölnismenn efndu til happdrættis á heimaleik sínum gegn Haukum í fyrstu deildinni í knattspyrnu á dögunum. Giltu aðgöngumiðarnir sem happdrætt- ismiðar og var farseðill til einhvers af áfangastöðum Icelandair í vinning. Tals- verðrar spennu gætti meðal áhorfenda þegar kom að því að draga út vinninginn enda kætir farseðill út í heim flesta landsmenn. Heyra mátti saumnál detta þegar kynnir las upp vinningsnúmerið og í kjölfarið skrjáf í miðum þegar fólk athugaði hvort það hefði haft heppnina með sér. Ekki er ljóst hvaða máttarvöld voru að verki þennan daginn en alltént er það lyginni líkast að sigurnúmerið var í eigu Jóns Karls Ólafssonar, forstjóra Icelandair. Óvænt „Við treystum Degi B. Eggertssyni og Samfylkingunni best til þess að leiða áframhaldandi uppbyggingu Reykjavík- ur...“ segir meðal annars í auglýsingu sem birtist í Fréttablaðinu á fimmtudag og prýddi myndir af fjölmörgu þekktu fólki. Athygli vekur að Grímur Atlason þroskaþjálfi er í þeim hópi en hann tók þátt í prófkjöri Vinstri grænna vegna kosninganna nú. Hafði hann ekki erindi sem erfiði og virðist hafa snúið baki við flokknum í kjölfarið. Í það minnsta treystir hann Degi og Samfylkingunni betur en Svandísi og VG. Ólíkar fléttur Svandís Svavarsdóttir gerði athugasemd við val á þáttarstjórnendum á kosninga- vökum NFS í umræðum oddvitanna í Reykjavík á fimmtudag. Taldi hún óhæft að aðeins karlar kæmu að verkinu og spurði hvar konurnar væru eiginlega. Sigmundur Ernir Rúnarsson spurði á móti hvers vegna í ósköpunum Árni Þór Sigurðsson væri í öðru sæti hjá VG, hvers vegna þar væri ekki kona líka. Svaraði Svandís því til að framboðið notaði fléttulista og því væri þetta svona. „Þetta er okkar fléttulisti,“ sagði þá Sigmundur og benti á Egil Helgason. bjorn@frettabladid.is Í dag er gengið til kosninga. Auð- vitað væri freistandi að nota tæki- færið og hvetja lesendur til að kjósa rétt. Kjósa eins og ég. Ætli það sé ekki nokkuð ljóst hvern ég styð. En ég féll ekki fyrir þessari freistingu. Mér finnst ekki viðeig- andi að ryðjast inn á ykkur, lesend- ur góðir, með áróðri, þegar kjör- dagur er runninn upp og svo er lika hitt að sjálfsagt mundi enginn taka mark á mér og kannske eru þið öll búin að gera upp hug ykkar og ég get engu breytt um afstöðu fólks sem er nú þegar harðákveðið hvernig það ætlar að ráðstafa atkvæði sínu. Það er í rauninni með ólíkindum hvað lagt er í málatil- búnað, auglýsingar, fundahöld og áróður hjá öllum flokkum, þegar það er haft í huga, að langflestir kjósendur eru fyrirfram ákveðnir og hvorki loforð, lausnir né lóðarí frambjóðenda breyta þar neinu um. Frambjóðendur geta talað af sér, lofað upp í ermina á sér, drukk- ið sig fulla, ekið á ljósastaura eða bullað út og suður, án þess að það haggi hinum staðfasta kjósenda: ég er sjálfstæðismaður, ég er vinstri grænn, ég er jafnaðarmaður segir hinn tryggi fylgismaður og kjós- andi, sama hvað á gengur og krossar svo við sinn flokk, þegar í kjörklefann er komið. Ég man eftir því í árdaga, þegar ég vann á kosningaskrifstofu fyrir minn gamla flokk, að aðalvinnan var fólgin í því að merkja kjósend- ur í næsta húsi, í hverfinu, á vinnu- staðnum og sjá svo um að koma þessu réttrúnaðarfólki á kjörstað. Og þá var nóg að vita hvar fjöl- skyldufaðirinn stóð í pólitíkinni. Það var jafnan gengið út frá því að eiginkonan, börnin, já fjölskyldan öll stæði og sæti eins og húsbónd- inn gerði og segði til um og sjálf- sagt var það rétt mat. Eitthvað hafa þessi tryggðar- bönd flosnað upp ef maður gefur sér að jafnréttisbaráttan hafi skil- að einhverjum árangri, en er það ekki makalaust hvað flokksholl- usta gengur í erfðir, hvernig maður fram af manni, kynslóð eftir kyn- slóð, fetar í fótspor feðra sinna og fylgi flokkanna skilar sér í nokk- urnveginn sömu prósentunum, kosningar eftir kosningar? Og það þrátt fyrir allan áróðurinn og aug- lýsingaflóðið. Hvern er verið að blekkja? Hverja er verið að tala við? Eða er þetta friðþægingar- árátta gagnvart sjálfum sér? „Gerðu eitthvað maður, vertu sýni- legur, ræddu við kjósendur,“ segja spunameistararnir og frambjóð- endur fara á taugum og hamast við að bjóða allt sitt gull og alla sína grænu skóga, sundabrautir í stokk, flugvöll út í sjó, ókeypis leikskóla, ókeypis allt, bara ef þú kýst mig. Sem maður gerir auðvitað, hvort sem er, hvað sem á gengur, því þetta er minn flokkur og þetta var flokkurinn hans pabba og flokkur- inn sem börnin mín kjósa, þegar þau verða stór. Æ, ég veit það ekki, fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús. Jú, það eru víst einhverjir óákveðnir kjós- endur til í þessu landi, eftir því sem skoðanakannanir benda til, einhverjir sem ekki eru flokks- bundnir, einhverjir landlausir hringhugar, sem skipta um lit og flokk, af því að þeir hafa ekki feng- ið rétt uppeldi og enga pólitíska fótfestu að erfðum. Verst er að það er oftast vegna þess að þeir hafa engan áhuga á stjórnmálum eða kosningum og hlusta bara ekki neitt. Og kjósa víst ekki heldur. En svona er lýðræðið og við erum öll þátttakendur í þessu sjónarspili og vissulega má ekki gera lítið úr gildi þeirra mannrétt- inda að fá að kjósa og velja þannig þá einstaklinga og þá flokka, sem við treystum best. Jafnvel þótt við vitum úrslitin fyrirfram. Og svo snýst þetta vitaskuld um völd. Pólitík er barátta um völd. Heilir stjórnmálaflokkar geta jafn- vel dagað uppi með sín úreltu við- horf, en lifað engu að síður sjálfa sig, í krafti þeirra hagsmuna- tengsla sem hafa orðið til í krafti valdsins. Og það getur enginn bannað þeim að halda lífi, meðan kjósandinn ljær þeim atkvæði sitt til að vernda þá hagsmuni sína sem felast í því að flokkurinn heldur völdum. Sem hefur ekkert með öll loforðin að gera og ekkert með hugsjónir að gera, heldur bara hitt, að eiga góða að. Við skulum samt vona að ein- hver hugsi sig um, að þetta sé ekki allt til einskis og þessir nokkur þúsund kjósendur, sem segjast vera óákveðnir, láti ekki kylfu ráða kasti, heldur láti hjartað og sann- færinguna og dómgreindina ráða för. Og bjargi því að kosninganóttin verði spennandi. Við kjósum í dag Í DAG KOSNINGAR ELLERT B. SCHRAM Og þá var nóg að vita hvar fjölskyldufaðirinn stóð í pólitik- inni. Það var jafnan gengið út frá því að eiginkonan, börnin, já fjölskyldan öll stæði og sæti eins og húsbóndinn gerði og segði til um og sjálfsagt var það rétt mat. Kjördagur er rétt eins og liggjandinn stilla milli aðfalls og útfalls eða kyrrðarstund milli kosningabaráttu og þess veruleika sem felst í niðurstöðum kosninganna. Mikilvægt er að kjósendur hafi tækifæri á kjördag til þess að taka upplýsta ákvörðun. Í skoðanakönnun þessa blaðs hefur komið fram að kjósendur í Reykjavík telja sig hafa fengið full- nægjandi upplýsingar í kosningabaráttunni. Ekki er ástæða til að ætla að annað sé upp á teningnum í öðrum sveitarfélögum að þessu leyti. Í aðdraganda kosninga er það skylda frambjóðenda að gera upp við liðna tíð og boða nýjan tíma. Kjósendur geta að vísu tekið ákvörðun á hvaða forsendum sem vera skal. En hvernig svo sem því víkur við þarf málefnaumræðan að vera nægjanlega skýr til þess að geta verið grundvöllur ákvarðanatöku fyrir allan almenning. Það er því í þessu ljósi góðs viti að kjósendur skuli svara því til að þeir hafi fengið nauðsynlegt viðbit. Stjórnmálaflokkarnir geta að því leyti verið sáttir við kosningastarfið. Aukheldur sýn- ast fjölmiðlarnir hafa staðið við sitt með því að koma skilaboðum áleiðis og vera vettvangur umræðu. Mynstur íslenskra stjórnmála er á þann hátt óskýrt að kjós- endur hafa sjaldnast möguleika á að draga einn aðila til ábyrgð- ar fyrir liðna tíð og veita honum eða öðrum meirihlutaumboð fyrir komandi tíð. Oftast nær eru samningar um meirihluta eitt- hvað sem forystumenn flokka véla um sín á milli eftir kosning- ar. Ýmislegt bendir til að kjósendur kalli í vaxandi mæli eftir skýrari kostum að þessu leyti og þar af leiðandi meiri völdum sér til handa á kostnað forystumanna flokka. Þar um eru tvenns konar kennimerki: Annars vegar hafa sterkir bæjarstjórar í nokkrum bæjar- félögum myndað slíka stöðu og þannig opnað möguleika fyrir kjósendur á skýrari kostum. Hins vegar háttar sums staðar svo til að einstakir flokkar hafa reynt að búa vígstöðu af því tagi til með sameiginlegum framboðum. Þar sem þessar aðstæður eru fyrir hendi verður ábyrgð stjórnmálamanna gleggri og kjósendur hafa meiri áhrif á hverjir endanlega bera bagga valdanna. Um margt er þetta til styrktar lýðræðinu. Í sveitarstjórnarkosningum geta aðstæður vitaskuld verið æði ólíkar frá einum stað til annars. Alhæfingar eiga því ekki endilega við. Í Reykjavík hafa aðstæður jafnan verið með þeim hætti að kjósendur hafa átt skýrt val um meirihluta. Það er hins vegar meir á reiki nú en áður. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa hins vegar bætt nokkuð úr skák með afdráttar- lausum yfirlýsingum sem í raun réttri þýða að þeir hafa útilokað samstarf þessara flokka. Í ljósi skoðanakannana merkir þetta að í meginatriðum eru tveir kostir í boði í höfuðborginni: Annars vegar gæti Sjálfstæðisflokkurinn hugsanlega náð hreinum meirihluta eða farið fyrir meirihlutasamstarfi núver- andi minnihlutaflokka ellegar, með minni líkum, ríkisstjórnar- flokkanna. Hins vegar gæti Samfylkingin hugsanlega endurreist útvíkkaðan Reykjavíkurlista eða jafnvel myndað meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna. Aðalatriðið er að menn standi við þær yfirlýsingar sem skapað hafa þessa kosti. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Kostir og kosningar: Á liggjandanum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.