Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 27.05.2006, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 27. maí 2006 39 Til eru ýmsar skilgreiningar á stjórnmálum, en samkvæmt flest- um þeirra fjalla stjórnmál um ákvarðanatöku. Þó eru ekki allar ákvarðanir stjórnmál. Ákvarðanir einstaklinga sem fyrst og fremst varða þá sjálfa eru til dæmis ekki stjórnmál. Því er iðulega bætt við skilgreininguna að ákvarðanatak- an varði tiltekinn hóp, hvort sem um er að ræða lítinn klúbb, heilt samfélag eða þjóðríki. Ákvörðunum þarf að fylgja vald Ákvarðanir hafa ekki mikil áhrif nema þeim sé framfylgt. Þannig gerum við ennfremur ráð fyrir að um sé að ræða bindandi ákvarðan- ir sem ákveðið vald þurfi til þess að framfylgja. Slíkt vald getur verið fólgið í lögreglu- og dóms- valdi sem og þrýstingi frá viðkom- andi hópi ef ákvörðunum er ekki fylgt eftir. Valdið getur líka verið lögmætt eða ólögmætt. Lögreglu- og dómsvald felur ekki endilega í sér lögmæti því beita má þess konar valdi jafnt í einræðisríkjum sem lýðræðisríkjum. Þrýstingur frá almenningi getur á hinn bóg- inn falið í sér ákveðið lögmæti. Almennt séð má segja að ákvarð- anir séu lögmætar ef almenn sátt ríkir um það ferli sem notað er við ákvarðanatökuna. Að lokum er oft gerður greinar- munur á ákvörðunum sem varða einkalíf fólks og opinbert líf þess. Þannig er yfirleitt litið svo á að ákvarðanir teknar innan fjöl- skyldna, til dæmis um hvert skuli fara í sumarfrí, séu ekki stjórn- mál þrátt fyrir að þar sé um vel skilgreindan hóp að ræða, ákvarð- anir séu bindandi og að valdi sé dreift milli fjölskyldumeðlima. Í reynd má því segja að skilin á milli opinbers lífs og einkalífs séu ekki alltaf skýr. Víðtæk áhrif stjórnmála Draga má skilgreiningu á stjórn- málum saman á þann hátt að stjórnmál fjalli um bindandi ákvarðanir sem varða hópa. Í ljósi þessarar skilgreiningar er ljóst að stjórnmál snerta líf okkar á nán- ast óendanlega marga vegu. Ákvarðanirnar um það hvort við göngum í skóla, hversu lengi, hvað við lærum þar, hvaða kröfur eru gerðar, hvað við eða samfélag- ið borgum fyrir skólagönguna og hvaða réttindi námið veitir eru allar stjórnmálalegs eðlis. Utan veggja skóla eða vinnustaða móta stjórnmálaákvarðanir líf okkar áfram. Þær geta varðað frelsi okkar til að taka þátt í stjórnmál- um, hvort við getum ferðast til útlanda, hvort við keyrum hægra eða vinstra megin á götunni, hvort við eigum færi á að horfa á sjón- varpsútsendingar á fimmtudög- um, og svo mætti lengi telja. Ákvarðanataka Flestar þessara ákvarðana eru teknar af ríki eða ef til vill sveitar- félögum. Svo eru mörg okkar félagar í ýmsum félagasamtökum, til dæmis verkalýðsfélögum eða íþróttafélögum, sem taka ýmsar ákvarðanir sem snerta okkur. Aðrar ákvarðanir sem hafa áhrif á líf okkar eru teknar í sam- skiptum ríkja. Slíkar ákvarðanir geta til dæmis haft áhrif á neyslu- venjur okkar og möguleika okkur til búsetu í öðrum ríkjum. Marg- ar þess konar ákvarðanir eru teknar í alþjóðlegum stofnunum, til að mynda hjá Evrópusamband- inu eða með samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Af þessari stuttu upptalningu má sjá að stjórnmál snerta flesta þætti lífs okkar á einn eða annan hátt þó að vissulega megi líta svo á að ákvarðanirnar séu misjafnlega mikilvægar. Hvað er stjórnmálafræði? Stjórnmálafræði er sú fræðigrein sem leitast við að auka þekkingu okkar á stjórnmálum, það er að segja að öðlast skilning á því hvers vegna tilteknar ákvarðanir eru teknar. Í þeim tilgangi rannsaka stjórnmálafræðingar hverjir koma að ákvörðunartökuferlinu og hverjir hafa möguleika á að hafa áhrif á niðurstöðurnar. Samspil einstaklinga og stofnana Stjórnmálaákvarðanir eru afurð tveggja þátta, einstaklinganna sem koma að ákvarðanatökunni og stofnana sem móta samskipti þeirra. Forsetaræði og þingræði eru dæmi um stofnanir sem hafa áhrif á samskipti þeirra sem að ákvarðanatökunni koma og hvernig valdi er dreift þeirra á milli. Í þingræðisríkjum er fram- kvæmdavaldið (ríkisstjórnin) háð stuðningi þingsins og getur ekki setið í óþökk þess. Í ríkjum með forsetaræði eru skilin á milli framkvæmdavaldsins og löggjaf- arvaldsins hins vegar skarpari. Þar getur þing ekki nema í undan- tekningartilfellum vikið forseta frá völdum. Skipting valdsins gerir það svo að verkum að þing slíkra ríkja eru að öðru jöfnu ekki jafnháð framkvæmdavaldinu og þing í þingræðisríkjum. Innan for- setaríkja eru síðan ýmsar stofnan- ir sem aukið geta áhrif forseta á löggjöf, til dæmis neitunarvald og heimild til að gefa út tilskipanir. Áhrif ákvarðana Stjórnmálafræðin leitast við að skýra hvaða áhrif stofnanir sem þessar hafa á þær ákvarðanir sem teknar eru og hvaða áhrif þær hafa á samfélagið. Tilgangurinn er að skapa forsendur fyrir skyn- samlegri ákvarðanatöku. Ef raun- in er til að mynda sú að þingræði auki jafnræði í samfélaginu eða að forsetaræði leiði til aukins hag- vaxtar, þá er rétt að ný lýðræðis- ríki notfæri sér þá vitneskju þegar þau velja sér stjórnarskrá. Sömu- leiðis geta gömul ríki nýtt sér slík- ar upplýsingar þegar þau endur- skoða sínar stjórnarskrár. Það sama á að sjálfsögðu við um ákvarðanatöku annarra en ríkis- valdsins. Hópur hlýtur að vilja velja sér reglur sem eru líklegar til að vera gagnlegar við að ná markmiðum hópsins, þótt vissu- lega geti ríkt ágreiningur um hver þau markmið eigi að vera. Þetta svar er stytt útgáfa lengra svars sem hægt er að lesa á Vís- indavefnum. Indriði Haukur Indriðason, lektor í stjórnmálafræði við HÍ Hvað eru stjórnmál? ������������� ��������������� Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Er hægt að stjórna þjörkum með huganum, er fátækt á Íslandi og hvað er afstæð fátækt, af hverju er svona mikill munur á útliti og persónuleika fólks, er hægt að deyja úr hræðslu, hver er ástæðan fyrir því að Snæfellsjökull var gerður að þjóðgarði og ef einhver er nirfill, hvað er hann þá? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. GETUR NOKKURT LIÐ STÖÐVAÐ FH Í SUMAR? –þú veist það ef þú lest Fréttablaðið – Vel lesið! F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.