Fréttablaðið - 27.05.2006, Page 84

Fréttablaðið - 27.05.2006, Page 84
������� ���������������� ����������������������������� �� ��������������������������� ������ ��������� Í dag verður hið árlega Gróður- og grillblót ásatrúarmanna haldið í Aronsbústað við Mógilsá. Jóhann Harðardóttir Kjalnesingagoði helgar blótið sem hefst kl. 14. Blótið er sannkölluð fjölskyldu- skemmtun þar sem grillað er úti í skógi og skógarbrauð bakað. Krakkarnir geta svo leitað að eggjum á milli trjánna. Heimildar- myndin Huldufólk 102 verður sýnd og eru allir boðnir velkomnir á skemmtunina. Grill verða á staðnum en fólk verður sjálft að koma með eigin grillmat. Blótað á Kjalarnesi Leynilegt partí í boði Coca-Cola- fyrirtækisins í Evrópu verður hald- ið í Iðuhúsinu í Lækjargötu í Reykjavík í kvöld. 300 manns hefur verið boðið í partíið, þar af 200 Íslendingum sem margir hverjir eru þekktir. Ýmiss konar tónlistaratriði verða í boði og verður aðalnúmer kvöldsins danska danshljómsveitin Filur sem kemur fram ásamt Jose- phine Philip. Einnig troða upp Kas- per Björke frá Danmörku sem er einnig meðlimur Filur, Hermi- gervill, Blake, Jack Schidt, Dr. Mister & Mr. Handsome og DJ Margeir. Margeir er tónlistarstjóri kvöldsins og lofar hörkustuði í kvöld. „Ég fékk einföld fyrirmæli um að finna það ferskasta í dans- músík fyrir partíið með áherslu á lifandi flutning. Ég fór á stúfana og fann mjög spennandi listamenn bæði frá Danmörku og vel valda frá Íslandi,“ segir Margeir. Eins og áður sagði er partíið haldið í Iðuhúsinu þar sem skemmti- staðurinn Tunglið var áður til húsa. „Það má eiginlega segja að maður sé kominn í Tunglið aftur, sem er mjög skemmtilegt. Ég held að ég hafi spilað síðasta kvöldið áður en Tunglið brann,“ segir Margeir. „Við skulum vona að það gerist ekki á laugardagskvöldið þótt það verði örugglega heitt í kolunum.“ - fb Heitt í kolunum DJ MARGEIR Plötusnúðurinn DJ Margeir er tónlistarstjóri leyniveislunnar í Iðuhúsinu í kvöld. ���� ��� �������� ������ �������� NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ! LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI. NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS. SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MAGNAÐUR SUMARSMELLUR SEM ENGINN MÁ MISSA AF! HEIMSFRUMSÝNING SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu X-MEN 3 kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 5, 8 og 11 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M/ÍSL. TALI kl. 2 SKROLLA & SKELFIR Á SALTKRÁKU kl. 3.25 X-MEN 3 kl. 3, 6, 8.30 og 10.50 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 3, 6 og 9 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 3, 6 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSL. TALI kl. 3 og 6 PRIME kl. 8 og 10.15 CRY WOLF kl. 8 B.I. 16 ÁRA X-MEN 3 kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 2, 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.I. 14 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 2, 5, 8 og 11 B.I. 14 ÁRA CRY WOLF kl. 10 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 12, 6 og 8 RAUÐHETTA M/ÍSL. TALI kl. 12 og 2 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 12 og 2 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA MYND ÁRSINS VINSÆLASTA MYND Í HEIMI MAGNAÐUR SPENNUTYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA! - SV MBL - VVV TOPP5.IS 50.000 MANNS LEITIÐ SANNLEIKANS  HVERJU TRÚIR ÞÚ? [KVIKMYNDIR] UMFJÖLLUN Stökkbreyttu ofurhetjurnar sem kenna sig við X hafa oft barist í bökkum en hefur ekki verið ógnað jafn harkalega og í The Last Stand. Komið hefur á daginn að hægt er að „lækna“ hetjurnar af ofurmann- legum eiginleikum sínum með ein- faldri lyfjagjöf og yfirvöld eru mjög áfram um að uppræta liðið í eitt skipti fyrir öll. Okkar fólk sættir sig ekki við þetta og er tilbúið að berjast fyrir tilverurétti sínum. Góða gengið hans Professor X vill að sjálfsögðu gera það með góðu en Magneto og hans lið er reiðubúið að beita ofbeldi. Togstreitan endar vita- skuld með því að fylkingunum lýstur harkalega saman í mögnuð- um lokabardaga þar sem framtíð mannkyns er undir. Leikstjóranum Bryan Singer (The Usual Suspects) tókst með glæsibrag að flytja X-Men frá hasarblöðunum yfir á hvíta tjaldið með myndunum X-Men og X2. Aðdáendur myndasagnanna voru sáttir og í þessum bransa fær fólk ekki betri staðfestingu á að það sé á réttri leið. Singer leyfði persónunum að þróast milli mynda og með því að að teygja dæmið upp í þríleik fékk hann svigrúm til þess að grafa dýpra í fortíð lykilpersónanna og gefa vísbendingar um það sem beið þeirra í framtíðinni. Singer gat þó ekki glárað þrí- leikinn þar sem hann sneri sér að endurlífgun Súpermanns í bíó og það kom því í hlut Bretts Ratner að loka hringnum. Honum ferst verk- ið ágætlega úr hendi og lokakafl- inn kemur í rökréttu framhaldi af myndum Singers þótt honum tak- ist ekki að toppa forverann. Singer er einfaldlega hæfileika- ríkari kvikmyndagerðarmaður og hafði mjög skýra sýn á það sem hann vildi fá fram. Ratner reynir þó að hlaða The Last Stand meiri tilfinningum en þar sem hann eykur einng á hasarinn gengur það upp og ofan. The Last Stand er þrátt fyrir þetta fyrirtaks skemmtun og svíkur alls ekki. Þar sem myndin lokar sögunni er enginn skortur á dramatískum uppgjörum á milli persóna sem gefa tilfinningum sínum lausan tauminn. Þetta hjálpar The Last Stand mikið og þegar manni stend- ur ekki á sama um blessað fólkið getur maður ekki annað en hrifist með. Heildaráhrif The Last Stand eru því býsna góð og þegar upp er staðið gæti maður vel hugsað sér að fá að sjá meira af ævintýrum X- fólksins. Wolverine hefur hingað til verið í forgrunni en dregur sig aðeins til baka að þessu sinni til þess að Jean Grey fái notið sín betur en hún rís nú upp úr öskustó síðustu myndar sem náttúruaflið Phoenix sem getur á vondum degi lagt heiminn í rúst. Leikararnir standa sig upp til hópa með prýði. Hugh Jackman getur leikið Wolverine blindandi, Patrick Stewart er traustur að vanda sem X og Ian McKellen fer hamförum sem Magneto. Þá gerir Famke Janssen tvöföldu eðli Jean Grey góð skil og Halle Berry fær loksins að moða eitthvað úr Storm. Nokkrir nýliðar bætast í hópinn og þar er mestur fengur í Kelsey Grammer í hlutverki Beast auk þess sem fótboltabullan Vinnie Jones er sjálfum sér líkur og á ágætis innkomu. The Last Stand er því fyrir- myndar sumarsmellur sem klikk- ar ekki á neinum grundvallaratrið- um þótt hún jafnist ekki fyllilega á við forverana. Þórarinn Þórarinsson Málin gerð upp með látum og dramatík X-MEN: THE LAST STAND LEIKSTJÓRI: BRETT RATNER AÐALHLUTVERK: HUGH JACKMAN, HALLE BERRY, IAN MCKELLEN, FAMKE JANSSEN Niðurstaða: The Last Stand er ekta sumar- smellur; hlaðinn sprengingum, bardögum og stórstjörnum. Myndin jafnast þó ekki á við fyrri myndirnar tvær en ætti þó ekki að svíkja dygga aðdáendur. Hún kemur í rökréttu framhaldi þess sem á undan er gengið og lokar sögunni á sannfærandi og eftirminni- legan hátt. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.