Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 18. mars 1979 dgBafar <♦ Dufgus hefur veriö litt ritfær aö undanförnu eins og lesendur blaösins hafa ef til vill oröiö varir viö. Og þó aö honum sé ennþá erfitt aö lyfta penna eru samt til þau mál aö hann getur ekki látiö fara fram hjá sér. Dufgusi hefur nú um nokkurra ára skeiö veriö lltt aö skapi sú þróun sem viröist vera aö ná tökum á þjóöinni. Sannleikur og hófsemi I málflutningi ásamt manneskjulegri framkvæmd viröist ekki eiga upp á pallboröiö nú um sinn. öfgar viröast vera kjörorö dagsins og öfgamenn menn dagsins. Alþýöuflokkurinn uppskar rikulega meö málflutningi af þessu tagi i siö- ustu kosningum. En vissulega ber aö hafa þaö I huga aö ekki tók allur Alþýöuflokkurinn þátt i þeim leik og hafa þeir aö flestu leyti tekiö eölilega og ábyrga af- stööu siöan. öfgaöflin eru ennþá til innan Alþýöu- flokksins og' á þeim þarf aö hafa gát, þó aö þessa dag- ana viröist þau ekki vera hættulegri samfélaginu en það að manna á milli eru öfgamennirnir kallaöir skemmtikratar. ( En það stóð ekki til að fjalla um öfgar og öfgamenn innan Alþýöuflokksins aö þessu sinni. Hins vegar getur maður með óbrenglaðar hugmyndir um rétt og skyldur mannsins i þessum heimi, maöur meö snefil af virö- ingu fyrir réttu og röngu, maður meö einhvern vott af samúð með öðrum mönnum, ekki látiö fram hjá sér fara svivirðingu þá sem birtist I Þjóðviljanum um siö- ustu helgi undir nafninu „Ómerkileg sápuópera eöa þörf áminning?” Þjóöviljinn hefur vandlega breitt yfir nafn og númer siöan hann fór að fiska i landhelgi ann- arra skoðana en aöstandendur blaösins aöhyllast i raun. Þess vegna hafa slik ósköp eins og þessi grein er ekki sést á siðum blaösins um árabil, eöa ekki siöan i kjölfar ungversku byltingarinnar. En þeir sem gerst hafa þótt þekkja til hafa jafnan haft grun um, aö þó aö þvi væri vandlega leynt, væri stutt aö grafa niöur á mannfyrirlitningu blaösins og takmarkalausa fyrir- litningu á réttu og.röngu. Tilgangurinn helgar meðaliö. Þýskir nasistar leiddu 6 milljónir gyðinga til slátrun- ar á 12 ára valdaferli sinum og urðu siöustu 5 árin drýgst. Saga mannkynsins geymir ofboö af ofsóknum, grimmd, misþyrmingum, pyndingum, fjöldamoröum og hvers kyns öörum djöfulskap. Þó hafði mannkyninu varla auðnast aö afreka jafn mikið I þessum efnum frá upphafi sögu og fram að dögum nasismans og nasism- anum tókst aö koma i verk á sinum stutta valdaferli. Tuttugasta öldin slær öll met i sögu mannkynsins I grimmd og djöfulskap og haföi þaö þó áöur komist I kynni við galdrabrennuöld og rannsóknarrétt. En sunnudaginn 11. mars 1979 hentar Þjóöviljanum aö vita ekkert um þetta. Þann dag er raunveruleiki Þjóö- viljans sá aö nasistarnir limdu andgyðinglegan áróö- ur á búðarglugga Gyðingakaupmanna. Hvers vegna veit Þjóðviljinn ekki betur nú? Hann hefur stundum vitaö betur. Frá stofnun Þjóðviljans til ágústloka 1939 vissi hann allt um útrýmingarherferö nasista á hendur Gyöingum og var þó sú herferö vart hafin þá. A þeim tima vissi Þjóöviljinn hins vegar ekk- ert um hreinsanirnar i Sovétrikjununi. Þær,uröu ekki Dufgus ..Mvndir úr veru- leikanum” Ómerkileg sápuópera eða þörf áminning? aðsannleika i Þjóöviljanum fyrr en 1956 þegar þaö var gert að sannleik i Sovétrikjunum viö hátiölega athöfn. Frá ágústlokum 1939 og fram I júni 1941 var Þjóðvilj- anum gjöi^samlega. ókunnugt um útrýmingu Gyðinga. En þá gerist þaö skyndilega og varir I meira en 10 ár aö Þjóðviljinn veit fátt betur. En þá breytist aftur veður- farið i Moskvu. 1 þetta skiptið gerist þaö hægt og hægt, ! svo hægt og hægt, aö það er ekki fyrr en áriö 1979 aö | nasistarnir eru orðnir þeir englar i augum Þjóöviljans | að þeir lima miöa á glugga. í greininni „Ómerkileg sápuópera eöa þörf áminn- ing?” er fjallaö um sjónvarpsmyndina Holocaust, sem mjög hefur veriö til umræöu að undanförnu. Þaö hefur vafist fyrir mönnum að þýöa Holocaust á islensku og verður ekki bætt úr þvi hér. En i minni vitund þýðir holocaust gereyöing I eldi. Sjónvarpsmyndin Holocaust fjallar um afdrif einnar Gyöingafjölskyldu i riki nasismans. örlög þessarar Gyðingafjölskyldu eru ekkert frábrugöin örlögum fjölda annarra Gyðinga- fjölskyldna, henni er aö mestu útrýmt. Þjóðviljinn reynir á allan hátt að gera sjónvarpsmyndina tor- tryggilega. Þaö vantar aö gerö sé grein fyrir hug- myndafræði nasismans, segir Þjóöviljinn. Rétt eins og það skipti einhverju máli eftir hvaða hugmyndafræöi fólk er myrt. Eöa kannski skiptir þaö Þjóðviljann máli. Danir og Norðmenn ætluöu ekki að sýna myndina I sin- um sjónvörpum af þvi aö hugmyndafræöi nasismans vantaði, segir Þjóöviljinn. Það voru fjársterkir Gyð- ingar sem komu þessari mynd á laggirnar og skin glöggt i það aö það sé öllu verri verknaður aö koma lýsingu á glæpnum á framfæri en að fremja hann. Að minnsta kosti ef fjársterkur Gyöingur á i hlut. En þó varast Þjóöviljinn eins og frekast er kostur aö láta nokkuð afgerandi koma fram i greininni sjálfri. Þjóðviljinn kann sina tækni. Óþverrinn skal siast inn I fólk smátt og smátt þannig að enginn verði þess var. Þess vegna skulu ailar’grófustu og ósvifnustu blekk- ingarnar settar óbeint fram. Með grein Þjóðviljans fylgja tvær. myndir. önnur er úr sjónvarpskvikmyndinni og texti hennar er: „úr sjónvarpskvikmyndinni: Naktir Gyðingar biöa eftir að vélbyssur nasista brytji þá niöur”. Texti hinnar mynd- arinnar er: „Myndir úr veruleikanum: Nasistar lima andgyðingalegan áróöur á búðarglugga Gyðingakaup- manns”. Þarna kemur það fram svart á hvitu: Veruleikinn er sá að engilhreinir nasistar limdu áróðursmiða á glugg- ana hjá vondum Gyöingakaupmönnum. Þessi veru- leiki er nokkuö annað en þaö sem fjársterkir Gyöingar eru að reyna aö telja okkur trú um i sjónvarpskvik- myndinni. Arið 1979 þarf Þjóðviljinn ekki einu sinni að depla auga til þess aö taka afstööu með moröingjum nasism- ans gegn ofsóttum og varnarlausum Gyðingum. Þaö eina sem skiptir máli er hvaö þjónar málstaðnum. Drottinn minn dýri. Sá besti frá JAPAN Frá 1. maí veröur P. Stefánsson hf. meö einkaumboð á Islandi fyrir Mitsubishi Motor Corporation í Japan. Þá bjóóum vió hinn frábæra GALANT SIGMA sem fariö hefur sigurför um heiminn, vegna framúrskarandi gæöa ogöryggis. Verdkr. 4.185.000.- Miðað við gengisskráningu 12. 3.1979 Fyrsta sending til afgreiðslu i maí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.