Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.03.1979, Blaðsíða 13
Sunnudagur 18. mars 1979 M'illlíi'i. 13 Harald Ofstad er mörgum kunnur hér á landi eftir viðræður hans og Thorkels Hansens um Hamsun f sjönvarpinu í vetur. Hann er norskur en hefur um ára- bil veriðprófessor i heimspeki við Stokkhólmsháskóla. Ofstad er eindreginn andstæðingur öfga- stefna og rangsnúinna skoðana. Eitt þekktasta rit hans heitir: Várt förakt för svakhet, en undir- titillinn er: Nazismens normer och varderingar — och vára egna. Þetta þýðir: Fyrirlitning okkar á veikleika. — Gildi og viðmið nazismans og okkar. Ofstad er þeirrar skoðunar, að fordómar og hindurvitni ráði miklu um afstöðu manna og i sér- hverju þjóðfélagi sé að finna merki um margs konar öfga- stefnur, og brengluð gildi. Það er ekki unnt að segja: ég er saklaus ég hefi réttar skoðanir. Yfir- lýsingar af þvi tagi eru merki yfirburðahroka. Nýlega birtist i sænska dag- blaðinu Dagens Nyheter viðtal við Ofstad um fasismann og hvort merki um hann sé að finna meðal sænsku þjóðarinnar. Viðtalið er tekið vegna sýninga bandarfeka sjónvarpsleikritsins Holocaust, sem fjallar um útrýmingu, gyðinga i gasofnum þýsku nazist- anna. Ofstad hóf mál sitt með að segja, að hann teldi ekki mikla hættu á, að fasismi næði fótfestu i Sviþjóð. Lýðræðislegar stofnanir landsins væru svo styrkar, að auðvelt ætti að vera að halda hon- um iskefjum. Við ogviðskjóta þó fasistiskar tilhneigingar upp kollinum. Þar segist hann fyrst og fremst hafa innflytjendurna i huga. Hann segir: — Sérfræðinga- veldi okkar og allir þeir hópar sem virða sjálfa sig li’tils er lika merki um hættuástand. Þegar einn hópur fer að telja sig öðrum hæfari og virtari, þá tekur hann sérrétt til að kiíga aðra. Viðerum hæfarien þeir.Við erum sterkari, þeir eru veikburða. Veikleiki er fyrirlitlegur. Sterkur er sá, sem sigrar, veikur sá sem tapar. Stétt- skipt samfélag eykur hættuna á fasisma. Hættan eykst þegar eftiahags-ástæður blandast slik- um hugmyndum, — eins og gerðist í Þýskalandi um 1930. Hinir sterkusegjast hafa rétt á að hafa áhrif á líf hinna veiku. Hinir siðamefndu fá að hafa það gott ef það hentar okkur, — alveg eins og slátrara er i hag að ala grfeinn vel þar til hann sker hann. — Eða riki, sem græðir á þvi að fá fólk frá öðrum löndum til að vinnastörf,sem heimamennvilja ekki vinna. 1 Sviþjóð hefur mynd- ast undirstétt innflytjenda. Þeir vinna óþrifalegustu verkin, þeir hafa ekki kosningarétt og geta þvi ekki haft nein bein áhrif á þing eða stjórnvöld. En eitt er þó hættulegra en af- staðan til innflytjendanna. Það er hve margir hafa litið álit á sjálf- um sér, hve sjálfsvirðing þeirra er á lágu stigi. Samkeppnisþjóð- félagiðberí sér visiað fasisma. 1 auðmagnshagkerfinu er reiknað með að hinir sterku sigri þá veiku. Þetta gildir jafnt um þjóðir sem einstaklinga. Sumir kalla þetta frjálsa samkeppni, — aðrir frumskógarlögmálið. Það er ekki langt i næsta þrep röksemda- færslunnar: sá, sem nær langt er góður, sá sem verður undir er ill- ur. Enda þótt þetta sé aldrei sagt beint út, þá gUdir þetta i skólan- um, i’ vinnunni, i þjóðfélaginu: þú ert einskis virði. Tilfinningin fyrir eigin gildi er nauðsynleg til að lýðræðið fái staðist. Sá, sem ekki á til sjálfs- virðingu leiðistút i sjálfseyðingu, eiturlyf, sjálfsmorð, eða þá að hann fær ómótstæðUega þörf fyrir að ráða yfir einhverjum, beita einhvern ofbeldi, pynda. Þá er um að gera að finna einhvern, sem er veikari en maður sjálfur 1 skólanum er byrjað að draga fólk i dilka. Margir koma úr skólanum vel búnir undir li’fið af þvi, að þeir hafa þá réttu tUfinn- ingu fyrir eigin gildi, sem þarf til að falla inn i samfélagið. Þeir sem standa sig vel i skólanum fá vinnu, þeir bjarga sér. Þeir eru urvalshópur. Þeir, sem ekki passa i skólann geta aldrei sýnt hvað þeir geta, — aðeins það sem þeir geta ekki. Af skóla og sam- félagi á að kref jast þess, að allir fái tækifæri tU að sýna til hvers þeir duga. Þeir, sem ekki falla að kerfinuverða út undan. Jafnrétt- ið verður aö auka ef koma á i veg Fasisminn er ekki taér.... fyrir, að hinir sterku kúgi þá veiku. Mikil hætta er fólgin i sér- fræðingaveldinu. Þeir túUca hina flóknu verðandi i þjóðfélaginu og segja okkur allt um erfðir, kjarn- orku, blý i bensini o.fl. Þaö er nauðsynlegt að hafa sérfræðinga, en þeir mega ekki taka völdin af kjörnum fulltrúum fólksins. Þá kemur að þvi, að fólkið fær ekki að fella endanlegan úrskurð af þvi, að aUt byggist á túlkun og þekkingu sérfræðinganna. Þannig var það með Hitler. Hann taldi sig vita betur en fóUiiðhvað þvi væri fyrir bestu. Þetta getur leitt til nokkurs konar þegjandi kúgunar. Fólk skrifar lesenda- bréf og gerir samþykktir og heldur að það sé að taka þátt i lýðræðislegum vinnubrögðum. En ákvarðanirnar eru teknar án þess að minnsta tillit sé tekið til skoðana fólksins. Einkenni á fasismanum er hve hann hefur litið samband við raunveruleikann. Fasistinn lýgur sjálfan sig fullan. Hann hylur veruleikann, býr hann tU. Fasistinn hefur þörf fyrir að álita sjálfan sig og land sitt sterkt og voldugt. Hann þolir ekki að vera hjálparlaus. Hitler var svo upptekinn af þessu, að hann Harald Ofstad neitaði að láta framleiða orustu- flugvélar i stað sprengjuflugvéla undir lok striðsins. Orustuflug- vélar eru til varnar og hann vildi ekki viðurkenna að Þýskaland þyrfti á vörnum að halda. — En það er auðvelt að blekkja sjálfan sig. Það er munur á þvi að vita hvaðmanni áaðfinnastog aö vita hvernig maður raunverulega finnur til, sagði Harald Ofstad að lokum. Árgerð 1979 TORFÆRUBIFREIÐIN SEM SAMEINAR KOSTI FÓLKSBÍLS OG JEPPA Ummæli nokkurra SUBARU-eigenda á siðasta ári Sigurður Jónsson (Þingeyingur) kénn- ari og bóndi, Ystafelli, Suður-Þing- eyjarsýslu, segir i viðtali um Subaru: „Ég kann mjög vel við bilinn. Hann er sparneytinn, góður i hálku og snjó og rýkur i gang i hvaða veðri sem er. Eftir reynslunni af þeim fyrsta eru nú þrir Subaru-bilar i fjölskyldunni." Guðni Kristinsson, bóndi og hreppstjóri, Skarði Landssveit segir i viðtali um Subaru: ..Það segir kannske best hvernig mér hefir likað við Subaru að ég er að kaupa 1978 árgerðina. Sá gamli hefir þjónað okkur vel, viö höfum farið allt á honum sem við höfum þurft að fara og sparneytni Subaru er næsta ótrúleg.” Kyjólfur Agústsson, bóndi, Hvammi, Landssveit, segir i viðtali um Subaru: ,.Ég fékk einn af fyrstu Subaru-bilunun} og hefur hann reynst i alla staði vel og tel ég þá henta sérstaklega vel til allra starfa við búskapinn. Ég hef farið á honum inn um allar óbyggöir og yfir- leitt allt, sem ég áður fór á jeppa. Subaru er góður i hálku, duglegur i vatni og sparneytinn — og nú er ég að fá mér 1978 árgerðina.” Hafið strax samband við sölumenn okkar og tryggið ykkur góðan bíl SUBARU -UMBODIÐ 1 \ N( /onar :va landi v/Sc R >gav Hí eg — :L( Sinv GASON or 84510 og 8451 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.